Ótrúlegur málflutnignur ESB anstæðinga

Það vor stofnuð kristin samtök gegn ESB á fésbók sem heitir "kristnir sem hata ESB.

Ein klausa úr bloggi forsprakka samtakana

"Munu samtökin m.a. beita sér fyrir því að Íslendingar hætti að fara í ferðalög til ESB landa. Hver sá sem eyðir fé í ríkjum ESB er að hjálpa óvininum í trúaleysingjatrúboði sínu. Fé til efnahagskerfa ESB er fé til karlsins í neðra."

Ótrúlegur málfltuningur og er í anda anstæðinga ESB þ.e yfirleitt algjör þvæla.

Það er verið að beita sér fyrir því að hætta að ferðast til Danmerkur, Svíþjóð, Hollands, Bretlands, Frakklands og bara flest öll lönd í Evrópu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef ég finn djöflatrúarmann sem vill ganga í ESB sem mun beita sér að því að íslendingar hætti að fara í ferðalög til annarra landa en í ESB og hver sá sem eyðir fé í ríkjum utan esb sé að hjálpa óvinunum. Er þá málflutningur allra sem vilja ganga í esb algjör þvæla ?

gunso (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 20:09

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

SNAP.

Bíð eftir svari frá the Hawk.

Sleggjan og Hvellurinn, 19.12.2009 kl. 21:29

3 Smámynd: Hawk

Ég sagði YFIRLEITT algjör þvæla. Ekki ALLTAF.

Það má vel vera að það leynist einhverjir andstæðingar með fínt rök. 

En þeir eru þá í felum. Það er eitt ljóst.  

Hawk, 20.12.2009 kl. 16:23

4 identicon

Ættum við ekki frekar að leita að ástæðum þess að fara í sambandið frekar en öfugt? Bíð enn eftir meðmælendum með "fínt rök"

gunso (IP-tala skráð) 20.12.2009 kl. 20:45

5 Smámynd: Hawk

lægri vextir, stöðugleiki, fyrirtæki eyða gríðalegum fjármunum við að verja sig í gjaldeyrismálum og sá kostnaður hverfur.

Aðgengi Íslendinga í erlenda háskóla batnar og verður ódýrara að næla sér í menntun erlendis.

ESB getur varið Ísland frá aðsúg frá öðrum löndum sbr þegar ESB tók upp hanskann fyrir Danmörk þegar Íran ætlaði að sniðganga Danskar vörur vegna skopmyndateikninga. ESB tók það ekki í mál.

Það er eflaust miklu fleirra sem mælir með aðild. T.d meiri útlfutningur og samkeppni eykst, meiri hagvöxtur (það er sannað að 1% aukning á útflutningi eykur hagvöxt á mann um 0,3%). En það er hægt að hrekja þessar staðreyndir með einhverjum mótrökum. Bottom line er bara það sem maður trúir og trúir ekki í sambandi við ESB. Margt mun ekki koma í ljós nema með aðild.

Ég er enginn stuðningmaður ESB. Ég hef margoft bloggað um það. T.d bloggaði ég um að það væri nær að stofna Scandinavian Union eða vera í NAFTA og EES samtímis.

En það er rétt að fólk sem vill fara í ESB þau eiga að koma með rök fyrir að fara í sambandið. En þeir sem vilja ekki fara inn. Þeir eiga að hætta að drulla yfir ESB sem er ekki gallalaust og koma með rök fyrir að fara ekki inn.

Víst að Gunso vill ekki fara inn þá gef ég mér að hann vill óbreytt ástand. Það er svo gott að vera með næstum 20% verðbólgu, hæstu stýrivexti í heimi, gjaldþrota bankakerfi, ráðlausa ríkisstjórn, auðlindir í höndum nokkra útgerðamanna, spilltir stjórnmálaflokkar, vanhæft embættismannakerfi, gjaldeyrishöft, við erum þjónar alþjóða gjaldeyrissjóðnum, Ísland er hlátursefni útum allan heim, orsporið okkar er í mínus. Maður getur haldið áfram.....

Er þetta ástand sem Gunso er að verja? Eða vill hann segja sig útur EES einsog margir Evrópuanstæðingar. Einangra sig meira. Þurfum ekki á neinum að halda nema okkur sjálfa. Verum sjálfstæð uppí norður atlandshafi... öll jafn fátæk.

Hawk, 20.12.2009 kl. 21:11

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

LÆGRI vextir.

 Næg ástæða ;)

Sleggjan og Hvellurinn, 21.12.2009 kl. 01:19

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Matarverð lækkar líka töluvert.

Gerði bs ritgerð um það málefni, þannig kjellinn ætti að vita eitthvað um þau mál !

Sleggjan og Hvellurinn, 21.12.2009 kl. 01:20

8 identicon

stöðugleiki ? sbr. írland og spánn þá ? hver er munurinn á að eyða gríðarlegum fjármunum við að verja sig í gjaldeyrismálum eða tapa gríðarlegum fjármunum á því að gengið endurspeglar ekki ástandið í hagkerfi þjóðarinnar ?

Lægri vextir, jújú, kannski þegar evran kemur, eftir, hvað eigum við að segja ? 35 ár eða svo þegar við uppfyllum loks skilyrðin ? Hey já alveg rétt, þá er ekki ríkjandi þörf á gjaldmiðlinum lengur

Hvað í fjandanum helduru að esb ráði nokkuð við því hvað íranir gera ? Allavega þá stóð ESB sig greinilega geðveikt vel í þeim málum, sala t.d. á mjólkurafurðum frá danmörku í íran lækkaði ekki um nema 85%

Það er ekkert meiri útflutningur ef við erum í esb, við erum fyrir með frjálsa vöruflutninga í gegnum ees samninginn, sama á við um samkeppnina, samkeppni á íslandi telst vera í samkeppni á evrópskum markaði skv. ees, engar reglur þar sem við tökum upp aukalega svo að það rústar hagvaxtarrökum þínum því við erum fyrir með allar reglurgerðir á sviði samkeppni og útflutnings á íslandi

Svo vil ég minna þig á að þrátt fyrir okkar 20% verðbólga, hæstu stýrivextir í heimi, gjaldþrota bankakerfi, ráðlausa ríkissstjórn, auðlindir í höndum nokkra útgerðarmanna, spilltir stjórnmálaflokkar (allir vita að við erum eina landið í heiminum með þá líka) vanhæft embættismannakerfi, gjaldeyrishöft og erum þjónar alþjóða gjaldeyrissjóðsins og erum auk þess hlátursefni um allan heim plús svo öll hin rökin sem þú getur víst einnig hent fram..... þá er almennur lifnaðarháttur á íslandi töluvert hærri en í langflestum esb ríkjum, ég t.d. hefði ekki efni á að leigja einn í flestum öðrum ríkjum esb og þó lifi ég á einungis 90 þús á mann á mánuði, skortir aldrei drykkjarvörur, hef ódýran hitakostnað, atvinnuleysið á landinu er langt undir meðaltali esb

jújú matarverð á landinu lækkar, en þær lækka einungis á kostnað ríkisins, minni tekjur fyrir ríkið af gjöldum á matvöru, haldiði virkilega að ríkið taki það ekki inn einhvern veginn öðruvísi ?

Svo held ég fram að landinn hafi einfaldlega ekki gott af lægri vöxtum, nógu lánaóð er þjóðin fyrir

gunso (IP-tala skráð) 21.12.2009 kl. 02:02

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Gunso , þú vilt ekki ESB, ekki borga Icesave.

Það er til hólf fyrir svona fólk. Miðaldra reiðir íslenskir þjóðernissinnar. Flestir karlmenn. 

Segja oft "Jón Sigurðsson mundi aldrei samþykkja þetta rugl". Eða " í þorskastríðinu unnum við Breta og gerum það aftur" Eða " Við Íslendingar erum dugleg þjóð og höfum unnið hörðum höndum í áraraðir, getum léttilega unnið okkur út úr þessari kreppu eins okkar liðs".

Gott og gilt að hafa svona skoðanir.

En persónulega finnst mér þetta "hólf" vera frekar naive og sorglegt.

kv

Sleggggz.

Sleggjan og Hvellurinn, 21.12.2009 kl. 15:18

10 Smámynd: Hawk

Ég ætla að svara hagvaxtarrökunum þínum vegna þess að þú tókst þannig til orða að þú hafir rústað þeim.

Þó að við erum með öll lög og reglur um samkeppni í gegnum EES þá vill samt ekkert erlent fyrirtæki hætta sér hingað til Íslands vegna ofangreinda atburða þ.e himinháir vextir og óstöðugur gjaldmiðill.

Og það er alltaf gaman að heyra lið sem er á móti ESB segja að við fáum ekki evruna fyrr en eftir 35ár. Þá eru þeir að skjóta sig í fótinn vegna þess að þeir eru að segja að núverandi kerfi, það kerfi sem þeir eru að verja, veldur því að verðbólgan verður há, mikill fjárlagahalli, óstöðugt gengi og háir vextir.

Hawk, 21.12.2009 kl. 17:13

11 identicon

Að sjálfsögðu verður verðbólgan há, mikill fjárlagahalli, óstöðugt gengi og háir vextir, við erum að reisa við bankakerfið okkar og í þokkabót ætlum við að kvitta undir þúsund milljarða skuldabréf án þess að fá annað tilbaka en hugsanlegt vilyrði einhverra þjóða

Sleggz, þú ert í þeim hópi sem heldur alltaf að grasið sé grænna hinu megin en áttar þig ekki á því að það er ekkert nema spegilmynd af grasinu sem þú stendur á

Persónulega finnst mér ef við göngum í esb og kvittum undir icesave þá reddist þetta allt saman vera frekar sorglegt og naive

gunso (IP-tala skráð) 22.12.2009 kl. 03:31

12 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Verðbólga há, óstöðugt gengi og háir vextir voru líka í góðærinu kútur ;)

Sleggjan og Hvellurinn, 22.12.2009 kl. 16:53

13 identicon

gengið var ekkert mikið óstöðugra en hver önnur gengi, sérð að dollarinn, þessi frábæri gjaldmiðill sem er marktækur nánast hvar sem er í heiminum hefur flippað sig upp og niður um 100% á milli ára og það er ekki einungis gagnvart krónunni

verðbólga skiptir nákvæmlega engu máli þegar launaþróun er hin sama og því verður seint neitað að undanfarna 2 áratugi fyrir 2008 jókst kaupmátturinn, hugsanlega rendar allur á lántöku

eru háir vextir ekki gerðir til að hægja á fólki að taka lán ? íslendingar voru bara ekki nægjanlega gáfaðir til að átta sig á því að taka ekki lán, meina, það er basically hægt að kaupa allt á afborgunum, en fokk hvað það er samt heimskulegur hlutur til að gera

gunso (IP-tala skráð) 23.12.2009 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Haukur

Höfundur

Hawk
Hawk

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...ory2_957256
  • ...raph_957255
  • ...rvehistory2
  • ...peakgraph
  • Image000

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 330

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband