Mín greining á pólítikinni. Enginn heilagur sannleikur. Bara mín pæling.

Nú vilja Sálfstæðismenn ekki fara í þjóðaratkvæðisgreiðslu. Þeir vilja heldur semja..... af hverju skildi það vera?
Í þriðju umræðu um Iceave tvö þá kom Pétur Blöndal minnir mig með tillögu um að setja Icesave í þjóðaratkvæðisgreiðlu í staðinn fyrir að samþykkja Icesave. Allir sjallarnir greiddu með þessari tillögu og hömruðu á ríkisstjórninni að vilja ekki hlusta á þjóðina. Sögðu að hún væir á móti lýðræði.

En nú vilja sjallarnir ekki þjóðaratkvæðisgreiðslu. Skrítið í ljósi þess að þeir greiddu allir með þjóðaratkvæðistillögunni.

Ég held að sjallarnir vilja ekki fordæmi að þjóðaratkvæðisgreiðslu. Hún er hættuleg. Eiginlega bara stórhættuleg fyrir þá. Þeir vilja ekki afhenta þjóðinni völdin. Sérstaklega vegna þess að sjallarnir er flokkur sem er fyrst og fremst að verja einn hagsmunarhóp. Hver er það?
Jújú. Mikið rétt. Kvótakóngana.

Þeir eru skíthæddir um það að eftir Icesave þjóðaratkvæðisgreiðsluna þá er komið fordæmi fyrir því að setja kvótaóréttlætið fyrir þjóðaratkvæðisgreiðslu.

Nú væri góður leikur fyrir ríkisstjórnina að tilkynna það að hún ætlar að láta kvótafrumvarpið fara í þjóðaratkvæðisgreiðslu. Þá væri ríkisstjórnin laus við hótunum frá LÍÚ. Hún væri laus við þrýsking frá bæjarfélögum sem eru á valdi kvótakónga einsog t.d Vestmannaeyjum. Þau væri laus við sjallana og framsóknarmannanna á alþingi. Allt þetta lið sem eru á móti geta valla verið á móti vilja þóðarinnar.

Í stuttu máli sagt þá væri þetta martröð Sjálfstæðismannanna (kvótakóngana).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Mjög góð greining.

Spurning hvort stuttbuxnadeildin geti nokkurntímann varið þetta.

Sleggjan og Hvellurinn, 29.1.2010 kl. 04:15

2 identicon

Mjög einfalt að verja þetta

þessi lög fara í þjóðaratkvæði vegna stjórnarskrárinnar

forsetinn er þegar búinn að staðfesta kvótalögin, þurfa ekkert að fara í þjóðaratkvæði

það að setja gildandi lög í þjóðaratkvæðagreiðslu og það að setja ósamþykkt lög í þjóðaratkvæðagreiðslu er bara ekki sami hluturinn

stuttbuxnadeildin (IP-tala skráð) 31.1.2010 kl. 06:14

3 Smámynd: Hawk

nei... tæknilega séð ekki sami hluturinn.

en það verður samt til fordæmi að þjóðaratkvæðisgreiðlu.

var ekki nýbúið að samþykkja frumvarp um þjóðaratkvæðisgreiðslu???

jújú hélt það líka.

Hawk, 2.2.2010 kl. 00:40

4 identicon

jújú það er búið að samþykkja lög um þjóðaratkvæðagreiðslu, þau lög snúa samt algjörlega bara að icesave málinu svona eins og nafnið á þeim gefur að kynna °

"Lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu um gildi laga nr. 1/2010, um breytingu á lögum nr. 96/2009, um heimild til handa fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, til að ábyrgjast lán Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu til að standa straum af greiðslum til innstæðueigenda hjá Landsbanka Íslands hf."

get ekki séð að þessi lög nái til annarra málaflokka og séu aldeilis ekki fordæmisgefandi fyrir að önnur lög fari í þjóðaratkvæðagreiðslu, það er einmitt einn grundvöllur fordæma að þau séu ekki svona gríðarlega atviksbundin eins og þessi lög eru

gunso (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 13:25

5 identicon

eða svo maður vitni í meistara ice cube

you better check yo self before you wreck yo self

gunso (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Haukur

Höfundur

Hawk
Hawk

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...ory2_957256
  • ...raph_957255
  • ...rvehistory2
  • ...peakgraph
  • Image000

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband