Færsluflokkur: Dægurmál

Kreppa

Fjölmiðlar leiðast ekki á að tala um kreppu nú til dags. Það er allt að fara til helvítis samkvæmt fjölmiðlum á Íslandi. Ég er samt með einn góðan kreppu mælikvarða og það tengist hversu mikið Robert Wessman sér eftir að hafa gefið HR heilann milljarð. Mælikvarðinn er frá núll til tíu. Þegar hann er í núll þá merkir það að Róbert sér ekki neitt eftir að hafa hent milljarð í HR og er jafnvel að hugsa um að gera gott betur þ.e engin kreppa og mikið góðæri. Þegar mælikvarðinn fer uppí tíu þá er komin bullandi kreppa og Róbert Wessman sér svo mikið eftir að hafa gefið þennan milljarð að hann nagar á sér handarbakið á hverjum degi. Ætli mælikvarðinn er ekki fimm nú til dags. Maður sér kannski eina og eina svitaperlu renna af enninu hans Robba.

Bensínverð

Jæja núna er heimsmarkaðsverð á olíu komið niður fyrir 100dollara. Það er komið tími til að lækka bensínverðið á Íslandi. Það gengur ekki að heimsmarkaðsverðið lækkar og lækkar en ekkert gerist hjá Shell, N1 og Olís. Þessi þrjú fyrirtæki voru ekki lengi að hækka verðið þegar krónan tók dífu í mai þrátt fyrir að þeir voru ennþá að selja bensín sem þeir keyptu þegar krónan var hátt skráð. Það gengur ekki lengur að afsaka sig á bakvið rekstrarkostnaðinn. Það er svona svipað og að N1 þarf að selja pulsurnar á tvöþúsund kall vegna þess að þeir eru nýbúnir að leggja marmaragólf í búðirnar hjá sér.

,

,

Gaman af þessu

AuglýsingÉg sá þessa auglýsingu niðrí bæ um daginn.

VIÐ NÁUM ÁRANGRI .... SAMAN.

Það mundi meika meiri sens að hafa Guðmund Hauksson og Hreiðar Már þarna í góðum fíling vegna þess að þeir eru greinilega að reyna að ná góðum árangri SAMAN.


Íþrótt peningana.

Ég bloggaði í fyrradag um hvernig má skíra gott gengi Hafnafjarðar í fótbolta seinustu ár. Ég setta það í samhengi við Actavis sem eru með höfuðstöðvar í Hafnarfirði. Ekki er þetta öðrvísi á Englandi. Menn velta því fyrir sér af hverju Man City eru svona gríðarlega góðir núna. Þeir gátu ekki blautann fyrir nokkrum árum. Gæti gott gengi Man City tengst Sulaiman Al-Fahim eiganda City sem tengist konungsfjölskyldunni í Abu Dhabi. Al-Fahim er tíu sinnum ríkari en Roman Abramovich sem er eigandi Chelsea.

Óþarfa okur á The dark knight??

Ég fór á The dark knigt um daginn og bíomiðinn er kominn uppí þúsund kall sem er nógu mikið fyrir en stelpan í miðasölunni vildi rukka mig um 1050kr vegna þess að myndin er svo löng. Hvað eru Sam Bíoin að rukka um auka fimmtíu kall eftir því hversu myndin er löng. Ég var ekki sáttur mér fannst þetta vera auka græðgi og það er spurning hvort það borgar sig fyrir Sambíóin að vera með svona auka bögg fyrir einungis fimtíu kall. En ef maður fer að reikna þá fær Sambío 793kr í kassann ef þeir rukka 1050kr (drá frá vaskinn) en ef þeir mundu rukka þúsund sléttar þá fær Sambío 755kr í kassann. Það munar 38kr á miðunum. Það eru 66þúsund manns búin að sjá The dark knight sem gera samtals 2491500kr í kassann fyrir að rukka þennan auka fimtíu kall. Síðan er bara spurning hvort það borgar sig að skemma orðstýrinn (sem var ekki góður fyrir) fyrir tæplega 250þúsund kall.

Rökrétt ástæða

Ég var í tíma þar sem Vilhjálmur Bjarnason var að kenna. Við vorum aðeins að ræða um samfélagsleg ábyrgð hjá fyrirtækjum. Þar að segja að fyrirtæki eiga ekki einungis að fara eftir lögum heldur að stíga fæti lengra og sýna ábyrgð og siðgæði. Vilhjálmur sagði að það væri voða lítið um þetta á Íslandi nema þá helst að fyrirtæki eru dugleg við að styrkja íþróttarfélög og gaf okkur eitt dæmi. Hvaða fyrirtæki er eitt stærsta fyrirtæki á Íslandi og á höfuðstöðvar í Hafnarfirði? Rétt svar það er Actavis. Og af hverju haldiði að Hafnfirðingar eru alltíeinu svona svakalega góðir í fótbolta núna? hmmmm

SpKef... hversu langt eiga þeir eftir??

Eftir 12,4 milljarða tap SpKef á 6 mánuðum hvarf helmingurinn af eigin fé og eiginfjárhlutfallið er komið í 10,3% en lögboðið lágmark er 8%. Með öðrum orðum "SpKef er að skíta á sig". Ég man viðtal við Geirmund Kristinsson sparisjóðsstjór í Frjáls verslun eða viðskbl á síðasta ári þar sem hann var að monta sig á góðri afkomu SpKef. En blaðamaður benti á að það væri mest allt útaf góðu gengi Exista en Geirmundur gaf lítið fyrir það og sagði að grunnreksturinn skilaði miklum tekjum en raunin er að grunnreksturinn skilar annað hvort nær engu eða mjög litlu. Það er fjallað um hörmungar SpKef í helgarblaði Viðskiptablaðsins og einnig í þriðjudagsblaðinu. Það er haft eftir stjórnendum SpKef að þeir eru bjartsýnir þrátt fyrir slæma afkomu á fyrri helmingi ársins en í tilkinningu frá þeim segir að ef seinni helmingur ársins hafi farið ágætlega af stað og ef ytri aðstæður verði hagstæðar muni afkoma sparisjóðsins verða vel viðunandi........ ef ytri aðstæður verða hagstæðar?? Hvað meina þeir með því? Að núna í sept eða okt þá hverfur lausafjárkreppan, verðbólgan og síðan stýrivextir einsog dögg fyrir sólu? Ef þeir eru að reyna að stappa stálið í hluthafa þá er þessi yfirlýsing innantóm. Takið eftir að þeir segja að seinni helmingur ársins hafi farið ÁGÆTLEGA af stað ekki VEL af stað og ef ytri aðstæður verða hagstæðar (sem verður ekki) verður afkoman ekki GÓÐ heldur VIÐUNANDI.

Ljósmæður

Ljósmæður eiga skilið góð laun. Þær hafa lokið studentsprófi og 5ára hagnýtu háskólanámi. Þær eru með b.a próf í hjúkrunarfræði og síðan þurfa þær að taka 2ár í viðbót til þess að meiga kalla sig ljósmóðir. Fyrir utan hversu mikilvægt og ábyrgðarmikið starfið er. Ef ekki nær að semja við þær þá fara þær í verkfall á fimmtudaginn.............. ég samhryggist öllum þeim sem eiga von á barni á þeim tíma.

USA

Bandaríkjamenn eru þekktir fyrir að halda að þeir eru nafli alheimsins. Það er mikill fjöldi sem þekkja ekki löndin í kringum sig og vita ekki hvort kanada er fyrir ofan sig eða neðan. En ef maður spáir í því þá er ekkert skrítið að Bandaríkjamenn halda að þeir eru einir í heiminum. Allar bestu kvikmyndir sem gerðar hafa verið í heiminum koma frá USA og Bandarískar kvikmyndarstörnur eru heimsfrægar og þetta á einnig við í tónlistinni. Þegar þú ferð erlendis þá er talað enska þegar þér langar að tjá þig, enska er óopinbert heimsmál sem allir eiga að kunna. Það fylgjast allir með Bandaríksum stjórnmálum og það eru fréttarskýringarþættir um allan heim þar sem er rætt fram og aftur um hver verður næsti forseti bandaríkjanna. Ef þú ferðast um heiminn þá lifir þú á Bandarískum vörum t.d coke, mcd, nike og pepsi eru vörur sem allir kannast við. Bandaríkin er með puttan á púlsinum alstaðar þeir eru með herstöðvar um allan heim og forseti þessa lands er voldugasti maður í heimi. Það er í rauninni ekkert skrítið að kanarnir halda að þeir eru einir í heiminum.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Haukur

Höfundur

Hawk
Hawk

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ory2_957256
  • ...raph_957255
  • ...rvehistory2
  • ...peakgraph
  • Image000

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband