Færsluflokkur: Dægurmál
26.9.2008 | 16:47
fyrirsögn
http://m5.is/?gluggi=frett&id=58906
Það er ekkert að marka svona fyrirsagnir þegar er verið að bera saman toppinn á góðærinu og daginn í dag. Þetta er bara leið fyrir blaðamenn að leika sér með fyrirsagnir. Það er ekki skrítið að Íslandingar halda að það sé bullandi kreppa þegar fyrirsagnir eru í þessum dúr. "nýskráning bíla búinn að dragast saman um 87% frá því í sama tíma og í fyrra" og fleirri fyrirsagnir sem er í rauninni eðlilegur hlutur en þegar þetta er sett svona upp þá er bara verið að sjokka lýðinn.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.9.2008 | 22:32
Námsbækur úreltar á innan við mánuð
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.9.2008 | 13:24
Heimskur?
http://m5.is/?gluggi=frett&id=58316
Ef Lehman Brothers hefði náð botninum þegar KfW fjárfesti og síðan hlutabréfin rukið upp þá hefði yfirmaður áhættustýringar hjá KfW ekki verið rekinn heldur tekinn í guðatölu fyrir fjármálasnilli.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2008 | 00:30
Erfið grein
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.9.2008 | 22:19
Skólagjöld og Háskóla Íslands
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
15.9.2008 | 10:56
Busted
http://vf.is/Frettir/37459/default.aspx
Einsog þið getið séð á fyrri bloggfærslunni minni hef ég sterkar skoðanir á þessu máli og þær eru að mér finnst þessar lögregluaðgerðir ekki brot á mannréttindum og tengist ekki kynþáttarhatri á neinn hátt. Samkvæmt þessari frétt eru allt að 10 flóttamenn sem hafa vilt á sér heimildir sem gera 25% af öllum heilisleitendum á Íslandi. Er þetta þá ekki komið í ljós.... átti þessi aðgerð ekki fullkomlega rétt á sér? Ýmindið ykkur að löggan mundi ráðast inná hótel og bösta 25% af öllum dópsölum á Íslandi. Væri landinn sáttur eða mundu þau fara niðrí bæ og mótmæla? Þess má geta að lögreglan telur að eitthvað af þessu tengist mannsali..... er ekki mannsal verri glæpur en neysla fíkniefna??? Dæmir hver fyrir sig.
Það sem ég er að segja að maður á ekki að dæma fyrirfram. Ef það hefði enginn verið sekur á þessu Fit Hosteli þá mundi mótmæli vera réttlætanleg..... en sú var ekki raunin.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.9.2008 | 09:45
Barnaskapur og Samfylkingin
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.9.2008 | 18:46
Brenglaður hugsunarháttur
http://visir.is/article/20080912/FRETTIR01/879883297
ótrúlegt hvað fólk lætur útúr sér. Það var enginn að segja að þeir væru dýr en ekki fólk. Það var rökstuddur grunur að fólk var að villa sér heimildir og það er ólöglegt þess vegna kom löggan. Mannréttindin tengist þessu ekki neitt. Ef þú brýtur lög þá kemur löggan sama hvað mannréttindi segja..... mannréttindin í þessu atviki var að löggan þurfti dómútskurð til þess að meiga gera eitthvað. Iranin telur að löggan var einungis að sína vald sitt og þær ásakanir dæma sig sjálfa. Hann kemur sem flóttamaður frá Iran til Íslands þannig að ég held að það skítur skökku við að gagngrína Ísland. Kynþáttur kemur ekkert málinu við. Hvorki ég né þú mátt brjóta lög.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.9.2008 | 14:53
Eimskip niður um tæp 80% frá áramótum
Það er ótrúlegt að fylgjast með frjálsu falli Eimskips... óskabarn þjóðarinnar einsog það er kallað þó að það sé óviðeigandi að kalla það óskabarn núna á þessum tímum. í júni þurfti eimskip að afskrifa 74 milljónir evra vegna Innovate. Það er 9,5 milljarðar íslenskar krónur einog gengið er í dag. Manni finnst skrítið hvernig hægt er að tapa 9,5 milljörðum á nokkrum árum. Stjórnin keypti Innovate á sínum tíma og manni finnst einsog Bretarnir seldu Eimskip köttinn í sekknum og þetta er dæmi um lélega stjórnendur að hafa látið blekkja sig svona. Allavega eru fyrrverandi eigendur Innovate dauðfegnir og eru líklega hlæjandi á leið í bankann sinn.
Núna nýlega varð Eimskip fyrir öðru áfalli. XL Leisure Group varð gjaldþrota og skuld að upphæð 26milljarða fellur á Eimskip. Já 26MILLJARÐAR ÍSL KRÓNUR. Víst að Eimskip er óskabarnið okkar þá er þessi atburður í sambandi við Inovate svipað áfall og þegar löggan kemur með barnið þitt heim blinfullt með dry landabrúsa. Og XL Leisure atburðurinn er svipað og að finna krakkann sinn með heroinsprautu í handlegginum í einhverju dópistargreni. Jájá Björgólfs feðganir ætla að ganga undir bagga en þeir eru einungis að kaupa skuldina til að fresta henni... hún hverfur ekkert. Þeir eru líklega bara að gera þetta til að bjarga Staum og Landsbankanum því ef Eimskip fer á hausinn þá kemur það mjög illa fyrir þessi fyrirtæki. Og þessi aðgerð hjá þeim feðgum sýnir glöggt hvað Eimskip er stutt frá því að vera einfaldlega gjaldþrota...hmmmmm fyrirtæki sem var stofnað 1914.
En til að líta á björtu hliðarnar þá er Eimskip ennþá með traustan rekstur. Þ.e gámaflutningar með skipum (þeir hefðu betur haldið sig við skip en ekki flugvélar einsog XL Leisure sannar). Hlutabréf í Eimskip hafa fallið um tæp 80% frá áramótum og það er spurning hvort að verðið hefur snert botninn.Ef þú hefðir keypt fyrir fimm milljónir í Eimskip 1.Jan 2008 þá áttu eina milljón eftir í dag... til hamingju með það. Eimskip er með langa sögu og sterkan grunnreksturog það er spurning um að kaupa í Eimskip núna. Ég trúi ekki öðru en hlutabréfin hækka á næstu árum....... síðan kemur á móti hvort að þriðja áfallið fyrir Eimskip er væntanlegt. Þess má geta að Eimskip er ábyrgt fyrir 185 millj dollara láni frá Air Atlanta sem gera 16,8 milljarðar ísl kr.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.9.2008 | 01:49
Wall street
http://m5.is/?gluggi=frett&id=57520
Þeir sem hafa séð myndina Wall street þá er þessi frétt keimlíkt þeirri mynd. Einhver "Gekko 2" seldi bréf sín í United Airlines fann einhver lærling til að toga í spotta og lauma gamalli frétt um greiðslustöðvun, viss um að viðkomandi frétt mundi stuðla að því að hlutabréf í United Airlines mundi hríðfalla. Svo þegar bréfin eru búin að hrynja um 75% þá kaupir "Gekko 2" öll bréf sín í United Airlines aftur. Síðan var fréttin dregin til baka og hlutabréfin hækka nánast í það einsog í byrjun dags og "Gekko 2" hefur grætt milljarða á einum degi.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Haukur
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar