Færsluflokkur: Dægurmál

Geir ómar

Stöð 2 þann 18. mars 2008.

Sigmundur Ernir: “Ríkisstjórnin ætlar ekki að bregðast við gengishrapi
krónunnar. Forsætisráðherra hvetur fólk og fyrirtæki að fara varlega og
viðskiptaráðherra segir ekki rétt að grípa til aðgerða í óðagoti þessa síðustu
og svörtustu daga.”

Geir Haarde: “Þetta mál er ekki komið á það stig að þetta kalli á einhverjar
sérstakar aðgerðir af hálfu ríkisstjórnarinnar. Ég tel nú ekki að við þurfum að
búa okkur hér undir langvarandi kreppu eða neitt slíkt.”

Mai 2008.

Geir Haarde "Botninum er náð"

Það er mikið að vera að gera grín af því að Árni fjármálaráðherra sé dýralæknir (t.d spaugstofan) En Geir Haarde er með mastersgráðu í hagfræði og það virðist ekki gagnast honum mikið.

Ómar Ragnason fréttamaður og umhverfissinni með meiru sagði í Silfur Egils að hann vildi ekki fleirri álver. Við eigum að hugsa um hvernig við afhentum landinu til barnabarna okkar. Það er búið að ljúga að okkur að álverin eru að starfa með endurnýjanlegri orku. En hún er ekki endurnýjanleg.

Hvaða heimildir er Ómar með fyrir þessu. Ef það er rétt að orkan sem við erum að selja er ekki endurnýjanleg þá mun ég endurskoða mína afstöðu til stóriðju á Íslandi.


NÝ STEFNA LÆGRA VERÐ

Þetta er sem blasir við manni þegar maður fer í Nóatún þessa dagana. Lægra verð í 4000 vöruflokkun og með þessari yfirlýsingu fylgir verðdæmi af kexi.

Seinustu ár hefur Nóatún höfðað til fólk sem er með fé á milli handanna. Svona vel stætt fólk verslaði í Nóatun en þetta fólk fyrirfinnst ekki lengur þannig að það er lógískt að breyta um stefnu. Ætli þetta hafi ekki verið sett þannig upp í markaðsdeildinni í Nóatúni annað hvort að breyta um stefnu eða fara á hausinn. 


Rauðsól, Jón Ásgeir, og fimmtánhundurð milljónir

Jón Ásgeir, skuldugasti maður landsins, fekk 1,5milljarð að láni til að kaupa 365miðla. Lánið fékk Rauðsól eða Ný sýn einsog það heitir núna. 

Svona lítur Rauðsól ehf út á pappírum

Útgáfud.: 11. nóvember 2008
Hlutafélagaskrá – nýskráning
Félagið heitir: Rauðsól ehf.
Kt.: 681008-0120.
Heimili og varnarþing: Suðurlandsbraut 4, 104 Reykjavík.
Dagsetning samþykkta er: 27. október 2008.
Stofnendur: Einar Þór Sverrisson, kt. 250173-3429, Hólatorgi 8, 101 Reykjavík.
Stjórn félagsins skipa skv. fundi dags.: 27. október 2008.
Stjórnarmaður: Einar Þór Sverrisson. Varastjórn: Tryggvi Þórhallsson, kt. 200662-7419, Drápuhlíð 13, 105 Reykjavík.
Firmað ritar: Stjórnarmaður.
Framkvæmdastjórn: Einar Þór Sverrisson.
Prókúruumboð: Einar Þór Sverrisson.
Skoðunarmaður/endurskoðandi: KPMG hf., kt. 590975-0449, Borgartúni 27, 105 Reykjavík.
Hlutafé kr.: 500.000 ISK
Tilgangur: Tilgangur félagsins er kaup og sala eigna, hlutabréfa og skyldur rekstur.
Hömlur á meðferð hlutabréfa: Já.
Lausnarskylda á hlutabréfum: Nei.

Þetta er einkahlutafélag sem segir okkur það að ef Ný Sýn getur ekki borgað lánið þá mun lándardrottinn ekki geta krafist meira en eignir fyrirtækis. Þ.e bankinn mun ekki geta grafið í vasann af Jón Ásgeiri sjálfum, þetta er einsog er kallað takmörkuð ábyrgð. Það sem maður tekur fyrst eftir er að það er lagt 500.000kr hlutafé í þetta fyrirtæki. Í ljósi þess að það er aðeins reitt fram 500þúsund í hlutafé er mjög óeðlilegt að einhver banki vilja lána viðkomandi fyrirtæki svona háa fjárhæð eða 1,5milljarð fyrir kaupum á fjölmiðlafyrirtæki og fjölmiðlafyrirtæki eru mjög sjaldan rekin með hagnaði og hvað þá núna einsog ástandið er í dag í þjóðfélaginu. Það er ekki vona að maður spyr sig hver lánaði þennan pening. Ef það var banki, sparisjóður eða lífeyrissjóður þá er verið að spila með skattpeninganna okkar.

 


góðærið

Ingi kom með gott blogg um hámark þennslunar og góðæris. Það var að hans mati þegar esnki boltinn var seldur á yfir millljarð. Ég verð að segja fyrir mitt leyti að hámark góðærisins var þegar Robert Wessman gaf HR milljarð. Þetta voru tímvar þegar einstaklingar gat reytt fram milljarð úr rassvasanum ...... ekki hundarð milljónir heldur tíu sinnum þá upphæð.

Valgerður og Bjarni

Ég var að lesa bréfið sem Bjarni óvart lak út í fjölmiðla. Samkvæmt fréttum var þetta harðort bréf og með öllu óviðeigandi. Mér finnst þetta hinsvega bara ágætis ábending. Hann er að segja að Valgerður Sverrisdóttir bera mikla ábyrgð á einkavæðingu bankanna vegna þess að hún var viðskiptaráðherra þegar það var gert. Af hverju tekur Valgerður þessu svona illa? Skammast hún sín fyrir að hafa stuðlað að einkavæðingunni með þessum hætti? Vill hún að þjóðin gleimi því að hún stóð fyrir þessu sem viðskiptaráðherra? Er hún hrædd um að fá eitthverja úr almúganum á móti sér... kannski fór kaldur hrollur um hana þegar hún sá mótmælin seinasta laugardag og þakkaði sínu sæla að vera ekki í meirihluta því sem óbreyttur þingmaður getur hún sigið lágt niður í stólinn sinn svo enginn sér hana.

Hvað er svona slæmt við þetta bréf? Þetta er flokksbróðir sem er ósammála. Valgerður hefur ekki sagt að þetta bréf er lýgi. Þetta er allt satt. Það er nærri lagi að Valgerður segi af sér heldur en Bjarni.

Af hverju stýgur Valgerður ekki fram og segir sannleikann. Þetta hljómaði vel á sínum tíma. Einkavæðing leysir einkaframtakið úr læðingi. Ég vildi fá Sigurð Einarsson og Bjarna Ármann til liðs við mig vegna þess að þeir virtust vera topp menn á þessum tíma. Ég vildi einkavæða orkuna vegna þess að einkavæðing bankanna hefur gegnið mjög vel og það er ekki ráðlegt að ríkið sé í svona áhættusömum verkefnum. 

Það er margt sem mátti fara betur í sambandi við einkavæðinguna en það sá það enginn fyrirfram ekki heldur Valgerður. Eina sem ég bið hana að gera er að viðurkenna þetta. Hún tók vel upplýsta ákvörðun á sínum tíma miðað við gögnin sem hún hafði. Ekki færa umræðuna yfir að Bjarni er fáviti og á að segja af sér. 


Digg.com

Af hverju ætti einhver ritstjóri hjá stóru blaði ákveða hvað er á forsíðunni. Hvað veit hann hvað almenningur vill lesa. Hvort treystir þú meira einhverju ritstjóragegni í reykmettuðu herbergi eða fólkinu á götunni. Digg.com er fréttasíða þar sem fólkið í heiminum ræður hvað fer á forsíðuna, hvað er merkilegasta fréttin? Óháð fyrirtækjum, stjórnmálum og annað sem kemur fréttaflutning ekkert við.

Björn Ingi spyr Sigurð Einarsson

Dúndur góður þáttur. Það komu margar sláandi fréttir þá aðalega að mínu mati að Davið Oddson hafi hótað Sigurði Einarssini "að taka ykkur niður" einsog hann orðaði það. En maður veit ekkert hverju maður á að trúa. Sigurður sagði að stjórnvöld vissu af vanda í sambandi við Icesave í mars en síðan neitar Björgvin G Sigurðsson fyrir þetta. Sigurður sagði að Landsbankinn hefði ekki getað stofnað dótturfélag í kringum Icesave vegna þess að Landsbankinn átti ekki eignir til að færa yfir til Bretlands en stuttu seinna kemur Landsbankinn með yfirlýsiingu um að það er ekki rétt. Landbankinn átti nóg af eignum  og þetta strandaði á lagalegum atriðum. Ég segi bara hverjum á maður að trúa? Sorglegt að svona fínt viðtal hafi að endanum bara verið uppspuni..... eða ekki? Hver er að ljúga? Hver er að segja satt?

Spron vs Big3

Það var hæðst að liðinu sem keyptu í SPRON þegar það fór á markað. Hlutabréfin hrundu í verði. Núna eru þau bara í góðum málum miðað við liðið sem áttu í viðskiptabönkunum. Dögg Pálsdóttir er bara í fínum málum miðað við þann félagsskap.

Einn tveir og Geir

Ég man fyrsta blaðamannafundinn rétt eftir að Geir tilkinnti um þjóðarkreppur þá voru spurðar margar spurningar af blaðamönnum. Ein hljóðaði nokkurnvegin svona " En hvað um reikninganna Icesave og Kaupthing Edge í Bretlandi". Geir svaraði því þannig að það væri Breskur innistæðisjóður sem sér um það og þar af leiðandi ekki áhyggjuefni. En annað hefur komið á daginn. Nú eru skilirði fyrir láni IMF er að við Íslendingar afgreiðum Icesave málið. Bretar eru með mikil völd innan um IMF og eru að fjárkúga okkur. En það er ótrúlegt að Geir var ekkert búinn að kanna þetta. Svaraði bara að tryggingasjóður Breta muni sjá um þetta. Hvar er heimavinnan hjá þessum dreng? Meiriséa ég sá þetta fyrir!

Góð pæling!

Guðmundur Ólafsson hinn snjalli hagfræðingur er að kenna mér Stærðfræði. Þó að hann er bara að kenna stærðfræði þá laumar hann á smá ádeilum inní efnið. Við erum að læra að reikna framleiðslu og neytendaábata og skattlagningu. Ef skattur er afnuminn þá hagnast ekki bara neytendur.. þeir sem halda því fram eru rugludallar. Ábatinn skiptist sirka í tvennt. Neyendur fá helminginn af ábatanum og framleiðendur fá helminginn.

Samfylkingin lækkaði vsk-inn á marvörum árið 2007 og við það tapaði ríkissjóður 7,5milljarða. Þar af leiðandi hagnaðist neyendur og framleiðendur um 7,5milljarða. Framleiðendur fá helming af því þ.e 3,75 milljarðar. Jón Ásgeir er með 60% af heildsölu matvara og þar af leiðandi hagnaðist Jón Ásgeir um 2,25 milljarða (þ.e 60% af 3,75)

Ekki slæmt að hagnast um rúma tvo milljarða á lagabreytingu.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Haukur

Höfundur

Hawk
Hawk

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ory2_957256
  • ...raph_957255
  • ...rvehistory2
  • ...peakgraph
  • Image000

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband