Færsluflokkur: Dægurmál
26.11.2008 | 10:55
Eins manns dauð er annars brauð
Félagi minn í viðskiptafræðinni var að segja mér að þeir sem eru að stunda útflutning á íslenskum hestum eru í bullandi góðæri. Þetta er ört vaxandi grein og það er búið að vera mikið kynningarstarf í útlöndum í sambandi við íslenska hestinn. Ríkið réð umboðsmann íslenska hestsins og var hann á launum í útlöndum að kynna vöruna (veit ekki hvort þessi titill er til ennþá en aldrei að vita). Þessi bissness var í góðum gír þegar krónan var hátt skrifuð en hvað þá núna þegar krónan er búin að hrinja og þú færð meira en tvöfallt verð fyrir vöruna þína.
Ég hringdi í Remax fasteignasöluna mína um daginn og var að athuga hvort íbúðin mín er ekki að fara að seljast og hann sagði að ekkert er að gerast á markaðinum í dag nema ef ég hef áhuga á að fá nokkra hesta í skiptum fyrir íbúðina (þetta er lýsandi dæmi um fasteignamarkaðinn í dag). Ég afþakkaði þetta tilboð og hló innra með mér hversu fáránlegt þetta tilboð hljómaði. En kannski er þetta ekkert svo galið tilboð. Kannski átti ég bara að taka þessu og gerast hestaútflytjandi.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.11.2008 | 10:46
Húsnæðiskaup
http://m5.is/?gluggi=frett&id=66039
Það hljómaði mjög vel þegar bankarnir og íbúðarlánasjóður voru að auglýsa húsnæðislán á 4,15% vöxtum. Þetta var ekki neitt maður. Ég var með hærri innlánsvexti á mörgum af mínum bankabókum. Verðtryggð lán var bara eitthvað fræðilegt hugtak sem skipti ekki öllu að ég hélt. En aldeilis ekki. Verðbólgan leggst ofan á höfuðstólinn þannig að maður getur sagt að maður er að borga 4,15% vexti plús verðbólgu. Seinustu þrjá mánuði hef ég verið að greiða (20,8% + 4,15%) 24,95% vexti af rúmlega sex milljónum. Sem gera um 130000kr á mánuði sem leggst ofaná lánið en eg greiði einungis hluta af því með afborgunum. Samt þetta eru fín mánaðarlaun sem ég borga útí buskann.
Ef þið ætlið að fjárfesta í íbúð þá ráðlegg ég ykkur að taka 25ára lán og hafa uppgreiðsluleyfi þ.e þið getið hennt peningum beint inná höfuðstólinn þegar þið getið. Eða verið vaxtaþrælar þið ráðið.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2008 | 12:29
Gjörningur/mótmæli
Ég smellti á þessa mynd þegar ég var að keyra aftur í skólann eftir hádegishléið. Einsog þið sjáið kannski þá eru fólk að leiðast og eru á góðri leið með því að mynda hring í kringum stjórnarráðið.
Það er svartur eðalvagn fyrir utan stjórnarráðið sem gefur til kynna að allavega einn ráðherra er við störf. Spurning hvernig hann kemst oftur út... þar af segja ef hann þorir.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.11.2008 | 10:48
Spilling
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/11/17/vissi_ekki_af_hlut_raduneytisstjora_i_landsbanka/
http://eyjan.is/ordid/2008/11/17/tha-fyrst-verda-their-rikir/
http://eyjan.is/blog/2008/11/19/gamli-glitnir-lanadi-felagi-25-milljarda-til-kaupa-i-fl-group-litil-eda-engin-ved-ovenjuleg-afgreidsla-i-bankanum/
http://steinrikurkrati.blog.is/blog/steinrikurkrati/entry/673410/
Og þetta er bara byrjunin
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.11.2008 | 23:24
Nýjar kosningar?
Við viljum kosningar strax!
Þetta segir allir flokkar nema Sjálfstæðisflokkurinn. Gæti það verið vegna þess að skoðanakannarnir sýna að Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn eitthvað 22% flokkur. Það er mjög eðlilegt að hann vill ekki kosningar.
Sama á við um stjórnarandstöðuna. Þeir sjá leik á borði og vilja innleysa pólítískan hagnað með því að ganga til kosninga strax. Its all pilitics. Er verið að hugsa um hag þjóðarinnar eða hag flokksins. Jújú rökin eru að einstaklingarnir sem komu þjóðarskútunni í kaf eiga ekki að stjórna björgunarbátunum. Er stjórnarandstaðan betri til þess fallin? VG sem hafa aldrei verið í ríkisstjórn. Er æskilegt að þingmenn þar fá ráðuneyti upp í hendurnar í einum grænum? Er Frjálslyndi flokkurinn æskilegur þar sem þingmaður í þeirra röðum hafa beinlínis stutt lögbrot? Xb. Er þetta ekki flokkur sem á einnig sök á ástandinu í dag. Þeir voru við stjórnvöldin þegar veislan var sem hæst. Sýndi Valgerður Sverrisdóttir góða takta við einkavæðingu bankanna sem viðskiptaráðherra?
Af tveimur slæmum kostum þá er betra að hafa sitjandi ríkisstjórn að mínu mati. Allavega um sinn. Jújú auðvita eiga ráðherrar að líta í sinn eigin barm og axla ábyrgð hvernig sem sú ábyrð er. Afsög?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.11.2008 | 14:21
jón, rauðsól og lögin
Rauðsólin hans Jón Ásgeirs var með 500.000kr í hlutafé og fékk 1,5 milljarða lán. Merkilegast við þetta 500.000kr hlutafé er lögin um einkahlutafélög.
I. kafli. Almenn ákvæði.
1. gr
Hlutafé í einkahlutafélagi skal minnst vera 500.000 krónur.
Sem segir okkur að Jón setti einungis lágmarks upphæð samkvæmd lögum í félagið. Það er einsog hann er að segja að hann hefði sett miklu minni pening í þetta félag en víst að það er ólöglegt þá gerði hann það ekki. Og að Landsbankinn er að lána honum þennan pening útá þetta félag er mér alveg óskiljanlegt. Orðiði spilling kemur í hugann.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.11.2008 | 22:33
alþingi og sjs
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2008 | 10:37
Hugmyndir
Það er alltaf sagt að það er auðvelt að vera vitur eftirá. Ég hefði átt að gera þetta og ég hefði átt að gera hitt. Það eru margir hlutir sem hafði átt að gera til að koma í veg fyrir kreppuna en núna er kreppan orðin djúp og hvað gera menn núna til að reyna að bjarga því sem bjarga verður og lágmarka tapið. Hér er ég með nokkra punkta sem ég mundi gera núna í dag ef ég væri forsætisráðherra.
+ Selja olíuauðlindirnar á drekasvæðinu. Alþjóðlegir vísindamenn hafa rannsakað þetta svæði og telja 99,9% líkur að þarna er olía jafnvel jafnmikil og í norðursjó það þarf bara að bora eftir henni. Við Íslendingar höfum engar reynslu af svona störfum, þetta er dýr aðgerð og mikil óvissa. Ég legga til að selja Norðmennum þessa auðlind og fá vænar fulgur fyrir. Þurfa ekki endilega að vera Norðmenn bara þeim sem bíður hæst. Þá fáum við pening strax. Milljarður núna eru fleirri milljarðar eftir tíu ár (tímagildi peninga).
+ Þetta hefur verið gert t.d til að fá fólk til Las Vegas. Bjóða frítt flug til Íslands. Þetta var reiknað út og mun kosta Ísland 1,7 - 2,1 milljarð en gjaldeyriðstekjurnar vegna þessa gjörnings verða í kringum 20milljarðar. Þá stýra þessu þannig að þeir sem eru líklegri til að eyða meiri en aðrir fá forgang.
+ Auka þorskkvótann vegna óvenjulegra aðstæðna.
+ Gefa grænt ljós á stækkun Helgurvík og afturkalla að Bakki þarf að fara í heildstætt umhverfismat. (ég er ekki að tala um að virkja allt Ísland en þessi álver eru búin að þola nóg af bulli)
+ Taka einhliða upp evru eða svissneska franka eða norska krónu eða dollar. Skiptir ekki öllu. Það á að nota allt lánið sem við fáum hjá IMF til þess að setja krónuna á flot. Ef við tökum upp annan gjaldmiðil þá losnum við við gjaldeyriskreppuna og getum einbeint okkur að bankakreppunni.
KOSTNAÐARLIÐIR SEM HÆGT ER AÐ DRAGA ÚR.
+ afnema eftirlaunalögin
+ lækka launin í Seðlabankanum. Rökin fyrir að launin voru hækkuð var vegna þess að Seðlabankinn varð að vera samkeppnishæfur um starfsfólk miðað við viðskiptabankana. Núna eru þeir allir komnir í ríkiseigu þannig að sú samkeppni er ekki lengur til staðar.
+ Sameina Fjármálaeftirlitið og Seðlabankann og hafa einn Seðlabankastjóra. Mikil fita hægt að skera af með þessari aðgerð.
+ Minnka umsvif Utanríkisráðuneytis um meira en helming. Eitt sendiráð í hverri heimsálfu er nóg en 2 í evrópu (eitt á Norðurlöndunum og eitt á meginlandinu). Rökin fyrir að hafa sendiráð út um allan heim var vegna þess að stiðja við útrásina og íslenskt atvinnulíf. Nú er útrásin orðin skömm og orðspor Íslands verður ekki endurheimt með því að hafa sendiráð útum allan heim.
+ reka aðstoðarmenn þingmannana.
í rauninni er listinn endalaus. Ráðamenn hafa hagað sér einsog vitleysingar í góðærinu.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.11.2008 | 15:03
Fjárfestingar
Það eru til fólk sem líður verr en aðrir. Að kaupa í tveimur fjármálafyrirtækjum seint í águst er ekki gáfulegt.
http://www.visir.is/article/20080827/VIDSKIPTI08/33822087/0/vidskipti
Það er til orð yfir þessa gaura. Þegar hlutabréf hækka smá og þeir kaupa og telja að botninn er náð. Það er til eitthvað Wall Street orð yfir svona fjárfesta ég bara man það ekki ef einhver veit það endilega látið mig vita.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.11.2008 | 23:51
Guðni hættur
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um bloggið
Haukur
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar