Færsluflokkur: Dægurmál

Hvað ef?

Ég hafði miklar vonir á Geir sem forsætisráðherra eftir seinustu kostningar. Hann er með mastersgráðu í hagfræði en síðan komst ég að því að hann er með MA í hagfræði en ekki MS. Munurinn er að í MA þarftu ekki að kunna stærðfræði what so ever.... í MA náminu er bara svona rúnkfög einsog hagsaga og annað slíkt.

Segjum að eftir seinustu kostningar hefði komið forsætisráðherra með viti. Hann hefði stigið uppá pontu á Alþingi með ný lög. Allir bankar skulu skipta erlendri starfsemi uppí dótturfélög. Bankanir verða skyldir til þess að selja erlendar eignir og koma með peninginn til Íslands vegna hækkandi bindiskyldu og nú verða bankarnir að borga inn hluta af sínum peningi inná gjaldeyrisvarasjóð Seðlabankans. Ný lög um Fjármálaeftirlitið mun vera sett. Álagspróf verða breytt og bankarnir verða að fara eftir því í einu og öllu. Því ef við getum þetta ekki þá munu allir bankarnir fara á hausin, Ísland mun jaðra við þjóðargjaldþrot, gengsivísitalan mun rífa 200 stiga múrinn, verðbólgan mun nálgast 20% og stýrivextir líka, við munum þurfa að leyta aðstoð Alþjóða gjaldeirismálastofnun fyrir lán og skuldsetja börnin okkar um marga milljarða. Ef við samþykkjumm ekki þessi lög þá mun ástandið vera svo slæmt að meirisegja Færeyjar munu vorkenna okkur og bjóða okkur uppá milljarða lán.

Þessi nýji forsætisráðherra mundi ekki bara vera steyptur af stóli heldur sendur beinustu leið inná Klepp í spennutreyju.


Frysting verðtrygginga

Ég er ötull stuðningmaður um að frysta verðtrygginguna meðan mesta verðbólgan gegnur yfir. Kannski  í 3-4 mánuði. Þetta hjálpar hverri einustu fjölskyldu sem á húsnæði (nema þeir sem eiga húsnæði skuldlaust en ef þú ert búinn að koma þér þannig vel fyrir þá þarftu ekki stuðning). Ég á íbúð þannig að þessi frysting þjónar mínum hagsmunum en burt sé frá því þá þjónar þetta einnig hagsmunum einstaklina sem eiga ekki húsnæði. T.d ef þú býrði í leiguhúsnæði þá er líklegra að leigan hækkar ef afborgnunin hjá leigusalanum hækkar stöðugt. Ég las það einhverstaðar að rót kreppu byrjar yfirleitt á húsnæðismarkaðinum. Ef húsnæðismarkaðurinn fellur þá tekur hann aðra markaði með sér niður. Ef frystingin er ekki gerð þá munu einstaklingar og fjölskyldur fara á hausinn og það mindar dominóáhrif út um allt samfélagið.

Hverjir hagnast á frystingu lána? = Almenningur

Hverjir tapa? =  Íbúðarlánasjóður tapar mest. Þ.e hann lánaði 10 hesta og fékk 7 hesta í staðinn. En er það svo alvarlegt mál að það þarf að kæfa almenning í afborgun? Ég er aðeins að biðja um frystingu í nokkra mánuði!

Verðbólgan er núna 15,9% plús 4,15% það gera 20,05% vestir af íbúðarláni sem hlaupa á mörgum milljónum. Og þá er ég að tala hægstæðustu lánin. Það er gífurlegur verðbólguþrýstingur núna eftir fall krónunnar og verðbólgan getur mælst 30, 50, eða jafnvel 100%(samkvæmt Danske Bank). Getur almenningur staðið undir því? Hverjar verða afleiðingarnar?


Markaðurinn á stöð tvö

Ég vaknaði klukkan tíu og mætti í vinnu. Það sem ég heyrði á Bylgunni var auglýsing um að Hannes Smárason mundi vera í markaðinum hjá Birni Inga klukkan ellefu. Þessi auglýsing kom aftur og aftur í sama auglýsingarhléi. Ég kveikti á stöð tvö klukkan ellefu og hélt að nú mundi Hannes Smárason vera tekinn á teppið eitthvað svona svipað og Jón Ásgeir í Silfur Egils. En viti menn Björn Ingi var ekkert að hamra á hann spurningum sem brennur á fólki. Björn kom með eina ágæta um Sterlingkaupin og spurði hann hvort FL Graup hefði ekki vaxið of hratt en síðan voru þetta bara almennar efnahagsspurningar. Eitthvað "Hannes hver er þín sín á málið í dag?" Ég var ekki að kveikja á stöð tvö til þess að heyra vangarveltur Hannesar um stöðuna í dag. Viðtalið á undan Hannesi var við Már sem er virtur hagfræðingur, hann var búinn að reyfa stöðuna í dag.

Björn Ingi spyr alltaf margar spurningar í einu. Hann spurði Jón Sigurðsson fyrrverandi Seðlabankastjóra "Nú voru Icesafe stofnað á þinni vakt hver ber ábyrgð? Hvernig getur heilt bankakefi hrunið á Íslandi?" Þetta eru tvær spurningar í einu og Jón getur bara valið hvort hann svarar fyrri eða seinni spurningunni ég hefði viljað heyra svör frá fyrri spurningunni. Ef þú ert spyrill þá áttu að spurja einnar spurningar ekki tvær þrjár í einu. 


Menta/íþróttamálaráðherra?

Nú er mikið rætt um hvort ríkissjónvarpið á að vera á auglýsingamarkaði. forstjóri skár einn kom í kastljósið í gær að rífast við pál magnússon. þetta er í höndunum á Þorgerði Katrínu því hún er menntamálaráðherra. Víst að þetta er svona mikið í fjölmiðlun af hverju kallar hún sig ekki ríkissjónvarpsmálaráðherra eða fjölmiðlaráðherra eða eitthvað sniðugt? Eða eignar hún sig bara jákvæða hluti og lætur hitt lyggja á milli hluta... já alveg rétt.

Sveiflur

Atorka hefur hækkað um 33% sem af er á þessum degi. Þetta er orðið svo svakalegt. Það var næsthæsta hækkun á Wall street á einum degi frá UPPHAFI núna í þessari viku... er þá einhver kreppa er ekki góðæri bara? Nei óstöðuleikinn er bara svo svakalegur að öll met eru slegin jafnvel góðærismetin eru slegin á þessum tímum. Dæmi um rússíbana er DeCode bréfin. Núna á þessum tímum öfunda ég ekkert verðbréfamiðlarana sem þurfa að starfa við þetta.

Það er gott að vera vitur eftirá

"það er gott að vera vitur eftirá" ... Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

"það er gott að vera vitur eftirá" Geir H Haarde

"það er gott að vera vitur eftirá" Björgvin G Sigursson

"það er gott að vera vitur eftirá" Lýður Guðmundsson

Þessir einstaklingar eru allir búin að segja þetta seinsutu tvo daga. Talan hækkar á hverjum degi. Björgólfur mun líklega segja þetta í Kompás á mánudaginn. Ótrúlegt hvað svona ómerkileg staðhæfing getur náð svona mikilli útbreiðslu.


Laun laun laun

Nú er það komið í ljós nýr bankastjóri kaupþings er með 1.950.000 á mánuði og Birna Einarsdóttir er nýji bankastjóri Glitnis er með 1.750.000kr á mánuði. Launamunur kynjanna strax kominn fram. Þess má geta að Kaupþing er núna með minnstu umsvif af þessum þrem bönkum. Elín Sigfúsdóttir er eini bankastjórinn sem hefur ekki gefið upp um sínar tekjur. Ef hún er með lægri en 1.950.000 þá er það mjög óheppilegt fyrir ríkisstjórnina í ljósi jafnréttisstefnu.

Er ástæða til að ætla að það er ennþá leynd yfir laun Elínar vegna þess að það er verið að endursemja launin hjá henni. Hún hafi kannski verið að fá svipuð laun og Birna og Samfylkingin sér að það verður voðin vís ef tvær konur verða með lægri laun en kallinn. 


Fjármálamiðstöð

Björn Ingi að lofsyngja útrásina með fjarlæga drauma.

http://bingi.blog.is/blog/bingi/entry/54828/


Handbók fyrir atvinnulausa viðskipta/hagfræðinga.

Það hafur verið mikill samdráttur í fjármálageiranum og margir viðskiptafræðingar eru atvinnulausir. Bankar eru farnir á hausinn og hafa sagt upp hundruðum starfsmanna en eins manns dauð er annars brauð einsog sagt er og það er mikið að gera á öðrum sviðum á Íslandi. 

Byrjum á íbúðarlánasjóði. Þeir eiga fullt í fangi með sitt og eiga mörg krefjandi verkefni framundan og þá sérstaklega sem snýr að yfirtöku húsnæðislána frá bönkunum. Ef fyrsting verðtryggingu eða afnám verðtryggingu verður að veruleika þá þarf sérfræðiþekkingu til að setja það uppí reiknilíkan og áætlanargerð og fl. Einsog stendur þá held ég að það er allavega ekki verkefnaskortur hjá Íbúðarlánasjóði og engar hópuppsagnir á næstunni.

Nóg að gera hjá Vinnumálastofnun. Nýskráningar eru 100 á dag og þetta á bara eftir að aukast. Rekstur og starfsemi stofnunarinnar fer vaxandi og það þarf örugglaga auka sérfræðihjálp til að hlaupa undir bagganna hjá núverandi starfsfólki. Hagfræðingar með árherslu vinnumarkað eða tölfræði hafa góða möguleika.

Ríkisskattstjóri. Ekki veitir að efla ríkisskattstjórann núna þegar auðmenn flýja land og reyn að koma fé undan skatti. Flækjustigið í sambandi við eiganarhaldfélög, hlutfélög krosstengsl og fleirra er orðið svo mikið að það þarf líklega marga sérfræðiinga til að krifja þetta niður og sækja þessa sauði til saka. Viðskiptafræðingar og þá sérstaklaga viðskiptafræðingar með mastersgráðu í skattarétti eiga örugglega auðvelt með að fá vinnu.

Efnhagsbrotadeild lögreglunnar. Ef ríkisstjórnin ausar ekki pening í þennan pakka þá er eitthvað að. Það á að fara í mikla rannsóknarvinnu og sækja þessa útrásarvíkinga til saka. Það þarf líklega að ráða marga sérfræðinga til að ráð í þessar flóknu flækjur, leysa þær upp og fara með hvert og eitt mál til héraðsóm. Endurskoðendur og viðskiptalögfræðingar gætu hjálpað mikið til.

Fjármálaeftirlitið. Þeir tóku við þrem bönkum á einu bretti og það er nóg að gera hjá fjármálaeftirlitinu á öllum sviðum. Fjármálum, reikningshaldi, stjórnun og ýmsum hagfræðitengdum sviðum. Allir viðskiptafræðingar og hagfræðingar eiga mikla möguleika á starfi hjá Fjármálaeftirlitinu vegna þeirra gríðalegu verkefna sem bíða.

Seðlabankinn. Þegar öll spjót beinast að bankanum þá er það síðasta sem þeir hugsa er að segja einhverjum upp. Þeir þurfa öllum sínum starfsmönnum að halda og jafnvel vilja þeir bæta við sig. Hagfræðingar og þá aðalega þjóðhagfræðingar eiga greiða leið í Seðlabankann núna og þá sérstaklega einstaklingar sem hafa menntað sig erlendis.


Ástþórs comeback

Það er mjög athyglisverð grein í fréttablaðinu í dag. Ástþór keypti heilsíðu í Fréttablaðinu þar sem hann er að segja að hann hafi varað menn við hrun hagkerfis árið 1996. Hann bíður fram aðstoð sína við að rétta hagkefið við. Ef hann fær umboð er hann viljugur til að hafa milligöngu um að koma fundum með Warren Buffet og George Soros. Mér finnst athiglisvert að hann sé með sambönd við ríkustu menn í heimi. Waren Buffet er ríkasti maður í heimi og á hann að hafa einhvern vilja eða tíma í að hjálpa litla Íslandi bara vegna þess að Ástþór Magnússon segir það?

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Haukur

Höfundur

Hawk
Hawk

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ory2_957256
  • ...raph_957255
  • ...rvehistory2
  • ...peakgraph
  • Image000

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband