Blogg hjá Birgittu.

ég er ekki vanur að linka á þessari síðu en þið verðið að lesa

http://birgitta.blog.is/blog/birgitta/entry/902415/

Birgitta Jónsdóttir er að blogga um Icesave. Öflug færsla.

Þetta er án efa fremsti stjórnmálamaður í dag það er ótrúlegt hvað hún hefur lagt sig fram. Bara ef allir alþingismenn mundi gera þetta. Þá væri Ísland betri land í dag?

Hún er í mínu kjördæmi og ég hef greinilega kosið rétt. Ég bjóst aldrei við að ég mundi vera stoltur að hafa kosið eitthvað ákveðið. En já ég er stoltur að hafa kosið stelpuna!!!!


amx og m5

AMX.IS er hlutdrægasti fréttavefur sem ég veit um. Í stefnuskrá vefsins getur maður lesið 

"Ritstjórnarstefna vefsins byggist á borgaralegum gildum og er ritstjórn óháð stjórnmálaflokkum og hagsmunasamtökum en tekur afstöðu til málefna á grunni hugmynda um frelsi einstaklingsins."

Þetta eru þvílík öfugmæli því Óli Björn Kárason er ritstjóri vefsins og hann var í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn í suðurkjördæmi fyrir seinustu kosninga. Þessi síða einbeitir sér og sérhæfir sig í fréttum sem kemur illa við Samfylkinguna og Vinstri - Græna og passa að birta ekki frétt sem kemur illa við Sjálfstæðisflokkinn. Einnig koma reglulega fréttir um bein gagngríni á stjórnmálaandstæðinga og bendlar síðan "smáfulgana" við gróusögurnar sem eru oftast mjög særandi.

Síðan er www.m5.is að linka amx.is við viðskiptafréttir sem tengast yfirleitt ekki viðskiptum heldur er bara pólítiskur áróður. Ég er ósáttur við m5.is að haga sér svona og þetta er líklega einhver stuttbuxnadeild sjálfstæðisflokksins að verki.


Til hamingju Ísland.

Á lista yfir stærstu gjaldþrot í sögunni eru Íslendingar atkvæðamiklir. Topp ellefu stærstu gjaldþrot sögunnar þar eru þrjú fyrirtæki íslensk. Ég held að þetta er eina sviðið sem við Íslendingar þurufm að taka tillit til íbúarfjölda. Þegar það kemur að gjaldþrotum þá miðum við Íslendingar ekki við höfðatölu. En ef við gerum það svona til gamans þá er stærsta gjaldþortið okkar tvöhundruðfallt en stærsta gjalþrot sögunnar þ.e Lheman Brothers. Til hamingju Ísland.

Hvalveiðar.

Grænfriðungar eru á móti hvalveiðum. Þeir finnast hvalveiðar hin mestu umhverfispjöll. En af hverju? Ég hef bara ekki hugmynd um það. Af hverju er þetta fólk svona viðkvæmt fyrir hvali? Jújú falleg dýr og allt það. Það er hægt að fara í hvalaskoðun og skoða þessi fallegu dýr en það kemur síðan á móti að þú getur farið í húsdýragarðinn og skoðað naut og kind og haft gaman af síðan færðu þér hamborgara seinna umkvöldið.

Ég googlaði þetta um daginn vegna þess að ég var svo forvitinn og vildi hvað það er sem er svona slæmt við þetta og það var bara hægara sagt en gert að finna það út. Það voru nóg af STOP KILLING síðum en engar um það af hverju er svona hæðilegt að veiða hvali.

Það var ekki fyrr en ég rakst á einhvern umræðuþráð um hvalveiðar um að einhver sagði að ástæðan var að hvalir eru ú útrýmingarhættu. Allavega hvalirnir hérna  við Íslands strendur eru ekki í útrýmingarhættu.  Má þá drepa þá? Nei ég bara spyr.


Barack Hussein Obama.

Ekki hinn týpiski Bandaríski forseti.


Silvio Berlusconi

Þetta er klárlega litríkasti stjórnmálamaðurinn í dag. Sagður tengjast mafíunni, djammar með 18ára stelpum og konan hans að skilja við hann. Samt ávalt ferskur á kanntinum.

Þessi mynd er tekin í einu af hans einkapartíum. Við erum að tala um forsætisráðherra. Ýmindum okkur að Geir H Haarde mundi standi í þessu. En Ítalir greinilega finnst þetta ekkert mál og kyppa sér ekki upp við þetta sem er bara gott mál.

Hann leyfir sér að flippa aðeins. Örugglega fínn náungi en spurning hvort að þetta sé viðeigandi hagðun af forsætisráðherra.

Berlusconi segir að Obama hefur allt sem þarf sem leiðir til gott samstarf. " ungur, fallegur og jafnvel tanaður".  Dmitry Medvedev springur úr hlátri enda Rússland ekki beint þekkt fyrir auðmýkt gagnvart svertingjum.


Gunnar I og Doilette

See full size imageÞað virðirst vera að Gunnar I Birgisson hafi sukkað með almannfé í nokkur ár. Allar vísbendingar benda til þess. Alveg frá því að hann var í stjórn LÍN, framkvæmndastjóri Klæðningu og síðan bæjarstjóri. Dóttir hans fékk fúlgu fjár í gegnum fyrirtækið hennar Ný miðlun Ný miðlun fékk að auki fjölmörg verkefni frá LÍN á yfirverði og að auki fékk Klæðning feit verkefni frá Kópavogsbæ þegar hann var framkvæmndastjóri þar.

En þessi skýrsta Doilette er ekki nógu góð. Niðurstaðan er að Gunnar "gæti hafa brotið lög". Það vita allir að hann gæti hafa brotið lög, það liggur í augum uppi. Síðan er vitnað í lög um opinber kaup og sveitafélög er ekki undir þeim lögum. Deloitte fær ekki plús fyrir þessa skýrslu.

En eitt er víst að það er ekki góð stjórnsýsla þarna á ferð.


Twitter

Twitter logo

http://en.wikipedia.org/wiki/Twitter

Komist að því hvað þetta er. Alveg eins gott að gera það núna heldur en seinna.


Eva Joly

Image

 Fréttirnar í dag eru yfirleitt leiðinlegar, niðurdrepandi og maður fyllist vonleysi. Spilling, siðleysi og græðgi er ráðandi.

Þegar Eva Joly opnar á sér munninn þá líður mér vel. Allt sem hún segir kemur mér í gott skap. Maður hefur það á tilfinningunni að réttlætið gæti kannski blómstrað eftir alltsaman. Þetta er engöngu henni að þakka. Ef hún hefði ekki komið að hjálpa okkur Íslendingum þá hefði þessi rannsókn verið djók.


Crash Proof.

 Þessi bók kom út 26.Febrúar 2007.

Talandi um að það voru engar blikur á lofti.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Haukur

Höfundur

Hawk
Hawk

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ory2_957256
  • ...raph_957255
  • ...rvehistory2
  • ...peakgraph
  • Image000

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband