10.7.2009 | 20:59
Scandinavian Union.
18. April 1951 var gunnur að Evrópusambandinu stofnað. Þýskaland, Frakkland, Ítalía, Holland, Belgía og Luxemborg vor fyrstu löndin.
1. Janúar 1973 var Evrópusambandið stækkað í fyrsta skiptið og fjöldin landa í sambandinu fóru frá sex uppí níu. Þau lönd sem bættust við var Danmörk, Írland og Bretland.
Segum sem svo að á sjöunda áratugnum hefðum við frændurnir á norðurlöndunum verið með á nótunum og litist vel á samstarfshumyndina árið 1951. Við á norðulöndunum höfðum byrjaða að ræða saman um hugsanlegt samstarf. Og síðan á áttunda áratugnum hefði Danmörk hætt við að ganga í Evrópusambandi og í staðinn hefði Norðurlandasambandið verið stofnað. Meðlimirnir væru Ísland, Noregur, Danmörk, Svíþjóð og Finnland. (Einnig Færeyjar og Grænland undir stjórn Dana).
Við mundum hafa þetta fjórfrelsi á milli landa og sameiginlegar reglur. Einnig væri Norðurlandasambandið með sinn eigin fána. Ekta víkingafána. Einnig mundi við hafa sameiginlegan seðlabanka og okkar eigin gjaldmiðil. Skandinavíu krónuna.. kölluð skanndallinn. (kannski ekki alveg heppilegt nafn en það er aukaatriði).
Norðurlandasambandið væri gott jafnvægi við Evrópusambandið og okkar íslenska rödd mundi heyrast betur innan Norðulandasambandsins heldur en Evrópusambandssins. Þetta samband mundi telja 25 milljónir manna. Þar af leiðandi mundi röddin okkar heyrast betur á alþjóðavettvangi ef við stöndum saman en ekki í sitthvoru lagi. Síðan gæti Norðulandasambandið að sálfsögðu verið í nánu samstarfi við Evrópusambandið á ýmsum sviðum.
Ég held að það mundi vera miklu meiri samstaða á milli Íslendinga að ganga í Norðurlandasambandið í staðin fyrir ESB. Við höfum miklu meiri semeiginlegt með norðurlandaþjóðum heldur en t.d Tyrklandi eða Búlgaríu. Tungumálin eru einnig lík (fyrir utan Finnland) og menningin ekki svo frábrugðin á meðal þjóða.
Bara ef einhver sniðugur hefði fengið þessa flugu í hausinn 1960-1970. Bjarni Benitiktsson var forsætisráðherra á þessum tíma og hafði mikla reynslu sem utanríkisráðherra árin á undan. Bjarni hefði átt að vera fumkvöðull á þessu sviði og þá hefði þetta kannski verið að veruleika.
En annars veit maður aldrei. Kannski er þetta bara vitleysa hjá mér. Ég er fylgjandi Evrópusambandsaðild og hef m.a skráð mig á www.sammala.is. En ég enginn sérstakur aðdáðandi að Evrópusambandinu. Ég tel bara að það er illskárri kostur en að vera utan þess. Ef þetta Norðurlandasamband væri á boðstólnum þá mundi ég ekki hika við að stiðja það.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.7.2009 | 14:51
Peningastefnan.
Már Guðmundsson segir að það var ekkert að peningastefnunni. Þetta er ekki traustvekjandi. Sérstaklega vegna þess að Már er okkar nýji Seðlabankastjóri. Það er grundvallargalli á peningastefnunni.
Til þess að slá af þennslu hafði Seðlabanki Íslands eitt stjórntæki. Hækka stýrivexti. Með því að hækka stýrivexti var verið að kinnda undir þennslunni því erlent fjármagn streimdi til Íslands í stórum stíl vegna carry trade. Í stað þess að draga úr þennslu þá var verið að drekkja Íslandi í peningum sem leiddi til enn meiri þennslu. Krónan styrktist sem kinndir undir enn meiri þennslu í formi aukins kaupmáttar.
Stýrivextir virkuðu ekki vegna þess að það var greið aðgangur að erlendu fjármagni. Það skipti engu máli hvað íslensku vextirnir voru háir vegna þess að þá tók maður bara erlend lán. Í rauninni borgaði það sig að taka eins mikið erlend lán og maður getur á lágum vöxtum og leggja krónurnar sem maður átti inní banka á hærri vöxtum.
Að hluta til má kenna peningastefnunni um hvernig er farið fyrir fyrirtækjunum hérna á þessu landi sem eru tæknilega gjaldþrota vegna gjaldeyrislána. Fyrirtækin voru beinlínis hvatt til þess að taka erlend lán vegna vaxtamismunar.
Þegar lánamarkaðir erlendis lokuðust þá loksins virkaði peningastefna að hluta til. Fólk hélt að sér höndum við lántökur vegna hárra vexti. En þegar í þetta var komið stefndi allt í óefni.
Ég hefði viljað sjá Þorvald Gylfason sem nýjan seðlabankastjóra. Hann hefur sérð vitleysuna í þessu síðan árið 2003.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.7.2009 | 15:34
ESB
Ef ég segi alveg einog er þá virðist meirihlutið þjóðarinnar vera á móti ESB. Bara þegar maður hlustar á útvarpið þá sérstaklega Útvarp Sögu þá eru viðmælendur og þáttarstjórnendur yfirleitt á móti ESB. Einnig er fólk sem hringir í útvarpið í "símatíma" á Reykjavík síðdegis og fleirri þætti þá er ESB úthýst.
Þegar maður fer á Eyjan.is eða Silfur Egils bloggið þá virðist hver og einn einasti bloggari vera á móti ESB. Þegar það kemur ESB frétt á Eyjan.is þá koma gríðarlega mörg komment. Yfileitt yfir hundrað komment. Og nær allar eru á móti ESB.
Er þetta þannig að meirihluti þjóðarinnar eru einfaldlega á móti ESB eða er fólk sem er fylgjandi ESB mállaust? Þora þau ekki að tjá skoðanir sínar?
Þessi umræða ristir djúpt hjá Íslensku þjóðinni. Fólk verður reitt þegar það er að tala um ESB. Fólk verðu heitt í hamsi. Af hverju skildi það vera? Eru ekki fleirri mál í dag sem skiptir meiri máli? Eða er það þannig í dag að mikilvægasta málefnið er ESB?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.7.2009 | 11:31
Útrásin að láni. --- Icesave
Það voru flest lönd tilbúin til að lána Íslendingum í góðærinu. Þýskarar sáu bara fyrir sér unga flotta kalla frá Íslandi, sáu fyrir sér huggulega sveitasælu og vatsföll. Það var ævintýrabragur yfir þessu öllu. Íslendingar voru bláeygðir og flottir. Eitthvað annað en Nigeriusvindlarar eða prúttarar frá Arabalöndum. Íslendingar fegnur gríðarlega mikinn pening lánaðann útum allan heim nema á Norðurlöndum. Því þar vissu menn alveg hvernig Íslendingar eru í rauninni. Danir, Svíar og Norðmenn þekktu okkur.
Það er mikið rætt um Icesave þessa dagana. Við Íslendingar erum greinilega ekki góðir viðskiptamenn en við meigum eiga það að við erum snillingar í að senda mikilvæg mál í nefnd og láta það hægt og bítandi deyja þar. Af hverju notar alþingi ekki þennan styrk og setur Icesave í nefnd. Gera Breta og Hollendingar pirraða. Þá fá þeir smá smjörþef hvað við Íslendingar höfum þurft að þola seinustu áratugina. Nóg eru nefndirnar en hvar eru efndirnar???
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.6.2009 | 18:00
Fyrirsögn
http://vf.is/Frettir/40971/default.aspx
Þetta er nú bara vitleysa. Held að VF.is er bara einfaldega að missa það.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.6.2009 | 13:45
Fjárglæframenn
Ég las Flugeldahagfræði fyrir byrjandur um daginn.
Mér líður illa eftir þessa bók.
Það er stundum sagt að siðlaus viðskiptamaður getur skilið eftir sig sviðna jörð. Bankarnir skildu eftir sig sviðið land.
Fólk er að tala mikið um Icesave. Bara það að Seðlabankinn tók veð í skuldabréfum bankana en ekki húsnæðislánin þá mun falla miklu meira á þjóðina heldur en Icesave. Þeim tókst að koma Seðlabanka Íslands í þrot.
Þeir sugu peninga útur sparisjóðunum og þeir eru að fara í þrot.
Þeir sugu peninga útúr lífeyrissjóðunum og núna er staða þeirra hræðileg.
Þeir sugu peninga útur tryggingamiðstöðvunum.
Mottóið var að virkja dautt fjármagn. Þessir sjóðir voru bara "fé án hirðis".
Þeir sannfærðu fyrirtæki, sjávarútvegin og einstaklinga að taka lán í erlendri mynt og þar af leiðandi komu flestum fyrirtækjum á hausinn.
Með bókhaldsbrogðum tóku þeir peninga frá almenningshlutafélögum og færðu þau yfir í sín enkahlutafélög.
Þeim tókst að skemma mannorðið á Íslandi.
Hugsið ykkur. Við stöndum uppi með gjalþrota fyrirtæki með alltof hátt erlend lán, gjalþrota almenning með alltof há verðtryggð eða erlend lán, gjalþrota sparisjóði útum allt land sem hafa starfað í meira en hundrað ár en þeim tókst að eyðileggja þá á 5árum, við stöndum uppi með bugaða lífeyrissjóði sem mun leiða til skertra lífeyristekna, stöndum uppi með gjalþrota Seðlabanka hvorki meira né minna, og að ógleimdum bönkunum sjáflum sem eru gjaldþrota.
Þeir senda okkur góðann reikning fyrir þetta altsaman í formi Icesave tjekka. Einhverskonar "job well done" tjekki.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.6.2009 | 21:24
Stærstu gjalþrot sögunnar.
upphæði eru í milljörðum dollara
1. Lehman Brothers 120.483
2. Worldcom 33.608
3. GMAC 29.821
4. Kaupþing 20.063
5. Vashington Mutual 19.346
6. Glitnir 18.773
7. NTL Communication 16.429
8. Adelphia 16.256
9. Enron 13.852
10. Tribune Company 12.674
11. Landsbankinn 12.162
Dægurmál | Breytt 28.6.2009 kl. 13:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.6.2009 | 16:36
Er verið að djóka í okkur.
http://www.islendingafelagid.com/
Íslendingafélög eru starfrækt á norðurlöndunum og þá sérstaklega í Danmörku því þar eru þúsundir Íslendinga. Það var hægt að fara á islendingafelgaid.com og fundi upplýsingar um næsta Event hjá Íslendingum. Þetta var mjög sniðugt og ég man þegar ég bjó í Danmörku þá fór ég á einn svoleiðis viðburð. Það var haldið fótboltamót á milli bæja í Danmörku. Allir Íslendingarnir sem bjuggu í bæjum vítt og breitt um Danmörku hittust í Köben og það var haldið fótboltamót um heila helgi. Við Íslendingar frá Kolding kepptum við Íslendinga frá t.d Álaborg. Ég minni að Köben vann... enda flestir Íslendingar þar og þeir gátu þar með stillt upp sterku liði auk þess að vera á heimavelli.
En nóg um það. Allavega ef maður fer á heimasíðu Íslendingafélagsins núna þá fer maður á síðu sem þér býðst ýmis bankalán. Þar á meða "aircraft financing".
Ég held að einhverjir finndnir Danir eða Svíar eru einfaldlega að gera grín að okkur Íslendingum.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2009 | 21:01
Steingrímur að missa sig
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/06/26/bodar_auknar_alogur_a_afengi_og_tobak/
Hækka áfengi og tópak um 30-40% á þessu ári og því næsta. Það var verið að hækka þessi gjöld í byrjun ársins og um 15% núna í Júní. Hvað á að mjólka þessa skattstofna mikið. Ég hélt að áfengi fengi að vera í friði í smá tima eftir tvær hækkanir á hálfu ári. Fattar Steingrímur ekki að með svona hækkunum mun fólk bara byrja að brugga. Með landasölu fær ríkið ekki neitt. Það þýðir ekkert að reikna með áfengissölu frá fyrra ári og segja að þessi hækkun mun skila svo og svo miklu í ríkiskassann því með auknu gjaldtöku mun bruggun aukast og þar með áfengissala minnka.
Einnig er farið með rangt mál í skýrslunni og það er sagt að gjald á sterkt áfengi er um 80kr. En það er gamla gjaldið sem var 79kr. Hið nýja gjald er í kringum 96kr á hvern cl af sterku.
Það er sagt í skýrslunni að ef áfengissgjald hefði fylgt verðbólgu þá væri það ennþá hærra. Eru það rök fyrir hækkun á áfengisgjaldi? Mestu verðbólguskotin árið 2008 voru vegna gengsiveikingar. Þá hækkaði allar innfluttar vörur frá matvörum og bensín til sófasetts og flatskjái. Við það kom gríðarlegt verðbólguskot en áfengi hækkaði líka. Flestar af vinsælustu áfengsitegundir eru innfluttar næjir að nefna Smirnoff og Bacardi Breezer. Þar af leiðandi hafa þessar áfengistegundir hækkað mikið í verð og í samræmi við gengisveikingar krónunnar. Áfengsibransinn hefur ekkert verið stykkfrí frá verðbólgunni einsog gefið er í skyn í skýrslunni.
Steingrímur er að pína þessa skattstofna vegna þess að hann er gunga og þorir ekki öðru. Það er erfitt að vera á móti hækkun á bensín, tópaki og áfengi því bensín megar og áfengi er óholt fyrir þig. Þess vegna er hann að leggja álögur á þennan vöruflokk.
Ég sé það núna að kannski voru það mistök að leyfa þessum dreng (Steingrím) að fá völd. Það er kannski betra að hafa spilltann hægriflokk við völd heldur en heimskan og hræddann vinstriflokk? Það er bara ein leið útur þessari vitleysu. Alþingi á að fella Icesave samningin og við það hrinur ríkisstjórnin og við fáum spilltu bláu höndina aftur að tekötlunum.
Þess má geta að ég á fyrirtæki sem starfar við innflutnings áfengis og þar af leiðandi er þessi færsla ekki hlutlaus.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2009 | 18:01
Frambjóðendur og blogg
Pólítíkusar er mjög tækifærisinni. Það kemur alltaf bloggæði á þá rétt fyrir prófkjör eða kosningar. Það vilja allir blogga á eyjunni rétt fyrir prófkjör eða kosninga. Þessir frambjóðendur eru með sínar skoðanir á hreinu og láta ekkert ófreistað. En um leið og kosningarnar eru búnar þá heyrist ekki múkk í þeim. Maður spyr sig hvort allt þetta vara bara leiksýning? Gott dæmi um þetta er Össur Skarphéðinsson.
Hann bloggaði 2-3 á dag fram að kosningum og lét ekki heyra í sér eftir þær. Nýjasta færslan hans er Föstudagurinn 24apríl. Daginn fyrir kosningar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Haukur
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar