Wall-Mart

Ég hef alveg sérstakan áhuga á Wall-Mart. Alveg síðan ég sá Wall-Mart flóruna þegar ég heimsótti Tank til Arizona árið 2003 hefur þetta fyritæki verið mér hugleikið. Eina "búðin" í bænum hans Tanks var bensínstöð og síðan eitt stykki Wall-Mart. Ef Wall-Mart hefði ekki verið til þá hefði geta verið grundvöllur fyrir eitt stykki miðbæ svipað og í Keflavík.
Þeir selja allt þarna. Frá matvörum uppí álfegur á Ford Explorer.
Ég er búinn að horfa á flest allar heimildarmyndir um þetta fyrirtæki. Wall-Mart er búið að breyta viðskiptaumhverfinu í USA. Á níunda og tíunda áratugnum voru alvöru Bandarísk framleiðslufyrirtæki verðmætustu og bestu í Bandaríkjunum. "Made in USA" var málið.
Wall-Mart ruddu þessum fyrirtækjum í burtu og hrifsuðu völdin af þeim. Nú var Wall-Mart með dreifinguna og gátu prúttað að vild. Skýrasta dæmið um þetta er Rubbermade sem var valið fyrirtæki ársins af Forbes. Þetta var fyrirtæki sem framleiddi ýmsar plastvörur m.a plastruslatunnur sem var til á nánast hverju heimili. Wall- Mart vilti fá ódýrari vörur. Rubbermade sagði nei. Wall-Mart neitaði þá að selja þessar vörur hjá sér og Rubbermade fór á hausinn og fimm árum seinna var Wall-Mart valið fyritæki ársins af Forbes.
Wall-Mart notar nýstálega aðferðir við birðgarhald. Þú kaupir barnavagn og afgreiðslukonan renndur strikamerkinu í gegn og það kemur signal beint til birðgardeildina um að panta nýjan barnavagn.
Wall-Mart notar Kína óspart. Vegna ódýru vinnuafli fá Wall-Mart ódýarar vörur.
Wall-Mart kunna að prútta. Þeir fara með eina vöru t.d óskrifaða geisladiska. Það koma fimm framleiðundur í einhverskonar "herbergi" þar sem framleiðendurnar prútta verðiði niður þangað til einn fær vöruna. Oft endar verðiði einungis í einu centi. Gróðinn fer til Wall-Mart hluthafana en kosnaðurinn fer til fraleiðandann sem getur ekki gefið starfólki sínu sómasamleg laun.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þetta er alveg merkilegt fyrirtæki.

Hef séð 1 heimildamynd um þessa búð. Svo eina mynd sem tæklar Wall Mart helviti vel ásamt fleiri fyrirtækjum.

Hef mjög lengi langað í Wall Mart. Leitaði að því með öðru auganu í NY, en það var ekki þar. Örugglega samt út fyrir Manhattan.

P.s. Hvenær ætlar Wall Mart að selja Bensín? Hvaða droll er þetta í þeim!

Sleggjan og Hvellurinn, 29.12.2009 kl. 03:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Haukur

Höfundur

Hawk
Hawk

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ory2_957256
  • ...raph_957255
  • ...rvehistory2
  • ...peakgraph
  • Image000

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband