Steingrímur og skatturinn.

Steingrímur J Sigfússon er að hækka VSK-inn. Hann fer uppí 25%. Í rauninni kom ég með þá hugmynd á seinasta ári. Að hækka VSK-inn í 25%. Þessi tala er mjög praktísk. Einn fjórði. Ég held að þetta spara fyrirtækjum viðskiptakostnað.

Matvörur verða í 7% en matur í veitingahúsum verður 14%. Ég hef miklar efasemndir um þennan mismun. Ég skil það sem Steingrímur er að reyna að fara. Þú ert að kaupa þjónustu þegar þú ferð á veitingahús. Að kaupa sér kjöt í Bónus er allt öðrvísi en að panta sér risa steik á Argentínu Steikhús. En þetta er ekki alltaf svona augljóst. Ef maður kaupir sér snúð í bakarí og fer með hann heimtil sín þá borgar 14% VSK. En ef maður kaupir sér snúð í 10-11 þá borgar maður 7%. Þetta á einnig við brauð frá bakarí og útí búð.

Er þetta sanngjarnt. Vill Steingrímur hygla Högum en níðast á bakaranum á horninu? Ég veit að Steingrímur vill það alls ekki. En þetta er því miður staðreind. Steingrímur er í vandræðum. Ég legg til að hækka einfaldlega matarskattinn í 14% því annað er ósanngjarnt.

Önnur dæmi:

Ég kaupi mér Sóma samloku í Nóatúni og borga 7% en síðan kaupi ég Sóma samloku í mötuneytinu í Þjóðarbókhlöðu og borga 14% VSK.

Ég fer í hádegishlaðborð á veitingastað og fæ með súpu. Borga 14% VSK. Síðan fer ég í 10-11 og fæ mér súpu þar og bora á staðnum og borga 7% VSK.

Ég kaupi mér pulsu með kartöflusalati á N1 og borga 14% en ég kaupi fimm stk pulsupakka í leiðinni sem ég næ í kælinum og borga 7% af þeim pulsum. Og ég er ennþá svangur og vill meiri pulsu og fer í Tíu ellefu á "pulsubarinn" þar sem ég græja mína eigin pulsu og borga 14%. Eða er þessar pulsur í 7% VSK-þrepinu?????


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Haukur

Höfundur

Hawk
Hawk

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ory2_957256
  • ...raph_957255
  • ...rvehistory2
  • ...peakgraph
  • Image000

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband