8.11.2009 | 19:02
Landsvirkjun gjaldþrota?
Landsvirkjun á bara að banka uppá hjá Rio Tintan Alcan eða hvað það nú heitir og segja við þá. "heyrðu við erum hérna í miklum skuldavanda, við tókum mikið af erlendu láni sem er búið að tvöfaldast, en við fáum tekjur okkar í kronum, landvirkjun er með ríkisábyrgð þannig að þetta er líka skuld þjóðarinnar. við erum að selja ykkur orku á svo miklu undirverði að það má ekki einusinni birta tölurnar, þið erum með tekjur í erlendri mynt sem segir okkur það að launkostnaðurinn ykkar er búinn að lækka mikið vegna falls krónunnar. við þurfum að hækka orkuverðið okkar. viljið þið ekki hjálpa okkur með uppbyggingarstarfið hérna á íslandi, ekki viljið þið að skattborgarar íslands þurfa að taka meiri birgðar?"
Um bloggið
Haukur
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sagan af Rio Tinto er blóði drifin. Held þau hafa ekki samúð, bara hagsmuni.
ingi (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 00:54
Rekstur Landsvirkjun er raunar traustur og hefur skilað ágætum hagnaði á þessu ári. Það er hægt að kynna sér hálfsárs uppgjör Landsvirkjunar 2009 á heimasíðu fyrirtækisins. Sjá hér.
Vaxtagjöld Landsvirkjunar-samstæðunnar námu tæplega 46 milljónum USD á fyrri sex mánuðum ársins en á sama tíma námu tekjur samstæðunnar tæpum 140 milljónum USD. Um 70% af tekjum Landsvirkjunar eru vegna sölu til stóriðju. Fyrirtækið er með Bandaríkjadollar sem starfrækslumynt og jafnvægi er milli erlendara tekna og lána. Skuldir fyrirtækisins hafa því ekki tvöfaldast. Þær hafa lækkað á undanförnum misserum eftir að fjárfestingum í Kárahnjúkavirkjun lauk að mestu.
Benda má á í þessu samhengi að samkvæmt uppgjörinu nam handbært fé frá rekstri rúmum 100 milljónum USD. Þetta er fé sem fyrirtækið getur notað til að greiða niður skuldir eða fjárfesta. Þetta er upphæð sem slagar í hálfa Búðarhálsvirkjun.
Þorsteinn Hilmarsson, 10.11.2009 kl. 11:52
Það breytir því ekki að Landsvirkjun er að selja orkuna altof lágt og því þarf að breyta.
Hawk, 10.11.2009 kl. 23:42
Hvað ef þetta var einfaldlega hámarksverð fyrir orkuna ? Þar væru einfaldlega engar tekjur
Hvað ef það var í samningi ríkisins að orkuverðið væri lágt en í stað þess keyptu þeir alla innlenda þjónustu þar sem hún byðist ?
Hvað ef það var í samningi ríkisins að orkuverðið væri lágt en í stað þess væru almenn laun starfsmanna þess betri en gengur og gerist ?
gunso (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 02:11
Landsvirkjun fær stærsta hluta tekna sinna af orkusölu til stóriðju og er eitt af öflugustu fyrirtækjum í landinu. Það er sérkennilegt ef sá árangur næst með því að selja á óviðunandi verði.
Arðsemi fyrirtækisins og einstakra fjárfestinga þess gefur til kynna hvernig það stendur sig í samanburði við aðra. Sjá samanburð á arðsemi Landsvirkjunar og erlendra orkufyrirtækja og íslenskra útflutningsfyrirtækja á öðrum sviðum hér.
Sjá endurskoðað mat á arðsemi Kárahnjúkavirkjunar hér. (Það er frá 2008 en stendur enn vel fyrir sínu.)
Þorsteinn Hilmarsson, 11.11.2009 kl. 11:49
Gunso. Hvað ef??
Þetta er einfaldlega ekki hámarksverð fyrir orkuna. Þau kaupa innlenda þjónustu vegna þess að það borgar sig og þeir bjóða há laun vegna þess að þetta er hættuleg og erfið vaktavinna. Og venjulega eihvertaðar útá landi þannig að það þarf að hækka laun til að trakka fólk að.
En af hverju þarf Landsvirkjun að gera svona samninga við orkufyrirtækin? Ef Landsvirkjun selur þessa orku til t.d grænmetisbændur. Hversu mörg störf mun þá skapast? Við mundum vera að flytja grænmeti út í stórum stíl. Og það mundi ekki þurfa að gera samning við bændurnar að nota innlenda þjónustu. Hún kemur að sjálfum sér.
Bara það að bjóða þessa orku á svona lágu verði til Íslenska fyrirtækja sem vilja nota ódýra orku. Hversu mörg orkufrek fyrirtæki mundu vera blómstrandi í dag? Fjölbreytt atvinnulíf. Það er lykillinn. Ekki láta orkufyrirtækin soga til sín alla orkuna.
Landsvirkjun er í einokunarstöðu, einkarétt á nýtingu auðlinda Íslands og með ríkisábyrgð og að kalla það að vera öflugt fyrirtæki er sérkennilegt. Ertu þá að miða við fyrirtæki sem eru í bullandi samkeppni og án aðgangs að auðlindum Íslands.
Þetta er svipað og að segja að eitthvað útgerðarfyrirtæki er að standa sig vel og gera góða hluti vegna þess að þeir sína hagnað. Það er ekki furða að fyrirtæki sína hagnað ef þau fá gefins auðlindir Íslands.
Ef Landsvirkjun er að standa sig svona vel af hverju er þá þetta fyrirtæki með hátt skuldatryggingaálag og í ruslflokk að mati Moody's?
Hawk, 11.11.2009 kl. 13:15
Það er samt mjög gott að rökræða við Þorstein því hann styður sín mál með gögnum. Takk fyrir það.
Hawk, 11.11.2009 kl. 13:18
Af hverju segiru að þetta sé ekki hámarksverð fyrir orkuna ? hvaða heimildir hefuru fyrir þér í því ? Það er einfaldlega takmörkuð þörf fyrir orku á þessu landi og það er seint að garðyrkjubændur standist erlenda samkeppni á grænmetismarkaði með gróðurhúsum gagnvart löndum sem geta ræktað þetta á náttúrulegan máta, einfaldlega ekki að fara að gerast.
Þau bjóða reyndar há laun vegna þess að það er í samningum þeirra við ríkið að því er mér skilst, þín útskýring myndi t.d. ekki útskýra launin í hafnarfirði, og að þetta sé hættulegri vinna en t.d. byggingarvinna sem er töluvert verr borguð að meðaltali er kjaftæði. Innlend þjónusta er engan veginn ódýrari fyrir þessi fyrirtæki, það áttu að vita einfaldlega með því að skoða hvað hlutirnir kosta þig erlendis, hvað þá þegar krónan var sterk.
Þú talar um fjölbreytt atvinnulíf og mörg orkufrek fyrirtæki, þessi fyrirtæki hafa einfaldlega engan vilja sýnt á að koma hingað fyrr en nú nýlega þegar að nýrri tækni í ljósleiðurum eða hvað svo sem það heitir kom til, og það er einnig gegn loforðum yfirvalda um að byggja rándýra sæstrengi sem þeir fá afnot af, og hversu mörg störf skapar gagnaver miðað við álver? Og nei Haukur, grænmetisbændur eru seint að fara að vera útflutningsvara, einfaldlega ekki hagkvæmt vegna landlægrar stöðu okkar og veðurfars.
gunso (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 14:59
Gunso. Ef grænmetisbændur fá næstum gefins orku þá eru þeir vel samkeppnishæfir. Í Englandi eru mörg gróðurhús og þau rekinn með hagnaði. Þú ert ekki að gera þér grein fyrir hversu ódýrt það er verið að selja orkuna. Í fyrsta lagi þá er þetta "hernaðarleyndarmál" verðið á orkunni. Í öðru lagi þá hefur Rio Tintan um mörg lönd að velja. Það getur farið til Brazil þar sem þeir geta borgað einum vinnumanni einn hundraðasta af því sem þeir borga Íslendingum. En samt velja þeir Ísland. Þú getur þá rétt ímyndað þér hvað Landsvirkjun er að selja orkuna ódýrt.
Það er alls ekki takmörkuð þörf fyrir orku á þessu landi????
Það er umframeftispurn. Það veit enginn hvar orka fyrir kísilverkmiðju, gagnaver og álverið í Helguvík á að koma.
Álverið á Helguvík mun soga til sín allt rafmagn á Reykjanesi OG Suðurlandi.
Innlend þjónusta er dýrari?? Segjum sem svo að álverið í Straumsvik þarf sendibílaþjónustu. Þeir þurfa að ráða Flytjanda til þess að koma með ýmiskonar aðföng til sín frá birgja. Ertu að segja mér að erlend þjónusta verður ódýrari? Verður ódýrari að ráða þýskt vörubílafyritæki kallað Dudsenhaffen? NEI. Því innlend þjónusta er einfaldlega hagkvæmari.
Fjölbreytt atvinnulíf já. En þá er ég ekki að tala um að fá einhver erlend fyrirtæki hingað. T.d Verne holding sem sér um gagnaverið uppá Ásbrú. Ég er bara að segja ef orkan væri gefin laus hérna á Íslandi. Allir fá að kaupa orkuna á sama verði og álfyrirtækin þá væri sprottin upp mörg sprota og nýsköpunarfyrirtæki. ÍSLENSK FYRIRTÆKI.
Dæmi: http://www.orfgenetics.com/ þetta er fyrirtæki í Grindavík sem doktor í líffræði stofnaði. hann er að rækta eihverjar plöntur og nær að einangra protein úr þeim og er að selja vörur sínar erlendis. þetta er nýsköpunarfyrirtæki sem eru að gera nýja hluti á heimsmælikvarða. og þrátt fyrir að þurfa að borga fyrir orkuna dýru verði miðað við álverin.
Ef fyrirtæki fengu aðgang að ódýrari orku þá væri þúsundir svona fyritækja starfandi á Íslandi.
Væri það ekki betra heldur en erlend álver?
Hawk, 11.11.2009 kl. 21:22
Haukur veit ekki hvort þeir séu að fá hámarksverð fyrir orkuna.
Gunnar veit það ekki heldur.
Held lausnin sé að hafa þetta allt upp á borðunum. Hlustum ekki á skýringar einsog "samkeppnisleyndarmál" o.s.frv.
Þá fáum við gögnin á borðið og getum vegið og metið.
En ekki kasta fílusprengjum á hvorn annan einsog við höfum verið vitni af hjá gunso go Hauk.
Vil benda á að hár launakostnaður í álverum er í samningum milli ríkis og álvera. Þetta tengist kjördæmapoti sem pólítíkusar hafa gaman af. Þeir vilja að borgarar í "sínu" kjördæmi fái há laun. Sem er svosem ekkert rangt við. En það á ekki endilega slá af orkuverð á móti.
Sleggjan og Hvellurinn, 12.11.2009 kl. 21:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.