29.10.2009 | 19:00
Hitt og þetta
Ég ætla aðeins að taka púlsinn á ýmsum málefnum:
Orku og auðlindaskattur? Já ég er fylgjandi því. Hann skal þó vera hóflegur og reynt að hafa samráð við sem flesta. Það er sanngjarnt að álverin hjálpi við aukinni tekjuöflun ríkisins á þessum tímum.
Stöðuleikasáttmálin? ASÍ og SA eru alltof harðir í sambandi við þennan auðlindaskatt. Við vitum hvað SA er að vinna fyrir en á ASÍ ekki að vinna með alþýðunni?
Hreyfingin? Það er skortur á greind, kjark, mannlegum samskiptum og ákveðni að geta ekki haldið saman 4 manna þingflokki. Með úrsögn Þráins Bertelsson og úrsögn þremenningana og stofnun nýs flokks er svik við kjósendur. Einnig setja þau ljótt orð á nýstofnaða flokka. Við verðum föst með fjórflokkin þökk sé X-O.
ESB? I'm not af fan. En ég er einn af þeim sem vill ekki óbreytt ástand. ESB kemst næst því.
Icesave? Sorglegt og dýrt fyrir skattborgara en ekki eins sorglegt og sú staðreynd að Davíð Oddson tókst að gera Seðlabanka Íslands gjaldþrota sem er einsdæmi á vesturlöndum og við fáum 300milljarða reikning frá því STRAX ekki eftir 7ár
Lífeyrissjóðirnir? Þeir hafa skitið uppá bak og létu múta sér með laxveiðiferðum og fleirra til þess að kaupa hlutabréf í bönkunum og FL-group og fleirri félögum þegar enginn annar vildi það.
Mogginn? Orðinn kvótablað sem ver útgerðarmenn fram í rauðan dauðann.
Ríkisstjórnin? Gera margt ágætt og margt má bæta. Þurfa að skera meira niður og stækka skattstofna í staðinn fyrir að hækka skatta.
Bestur í ríkisstjórn? Árni Páll. Þorir að benda á það augljósa einsog að benda á að það er verið að misnota atvinnuleysisbætur og örorkubætur í stórum stíl á Ísland. Einnig flutti hann þrumuræðu í vikunni.
Verstur í ríkisstjórn? Ögmundur Jónason. Hann hætti í heilbrigðisráðaneytinu vegna þess að hann var að skíta uppá bak og vissi einfaldlega ekkert hvað hann var að gera. Hann þorir ekki að skera niður heldur lét heilbrigðiskerfið grotna niður hægt og hljóðlega. Þessi drengur er í ruglinu.
Mesti vitleysingurinn? Jón Bjarnason. Fólk stóð agndofa eftir Kastljósviðtalið við hann þar sem hann sagði að samkeppniseftirlitið væri barn síns tíma.
Útrásarvíkingar? Þeir sem brutu lög verða sóttir til saka. Ég treysti Evu Joly.
Rannsóknarnefnd alþingis? Þeir ætluðu að birta skýrsluna sína 1.nov en hafa seiknað því fram í Febrúar. Mig grunar að þetta sé vegna pressu frá ríkisstjórn og þingmenn og fleiri hafa eða munu fara með puttana í þessa skýrslu.
Um bloggið
Haukur
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ASI og SI eru að seilast frekar langt. Vasast í málum ríkisstjórnarinnar. Við kusum á þing, en ekki þetta asi-si lið.
sleggz (IP-tala skráð) 31.10.2009 kl. 21:03
Við kusum heldur ekki ríkisstjórn, hvað er hún að vasast um í okkar málum ?
Árni Páll Haukur ? í alvöru ? þarf ekki meira en einhverjar upphrópanir fyrir þig að vera ánægðan ?
ESB ? ekki óbreytt ástand ? æj veljum bara eitthvað sem hentar okkur ekkert bara svo það sé ekki óbreytt ástand ?
Höldum áfram að fagna Evu Joly sem er ekkert nema pólitíkus með upphrópanir, vonum bara að hún verði ekki búin að fokka upp málshöfðunum gegn víkingunum þegar þar að kemur, við gerðumst nefnilega svo vitlaus einhvern tímann að setja mannréttindi í stjórnarskrána okkar og lögfesta einhverja mannréttindasáttmála
Rannsóknarnefndin hefur væntanlega frestað þessu því þetta er mörg þúsund blaðsíðna skýrsla sem á víst að vinnast vel, eitthvað sem verður seint sagt um umsókn okkar í esb
gunso (IP-tala skráð) 6.11.2009 kl. 00:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.