7.10.2009 | 16:18
(ESB)}{(EES, EFTA,NAFTA og fríverslunarsamningur við Kína)
ÉG var að lesa Forbes í dag. Þar var birtur listi yfir lönd þar sem viðskiptaumhverfið er hagstæðast og þar sem er best að stofna fyrirtæki. Þetta var topp tuttugu listi. Danmörk var í fyrsta sæti og USA í öðru sæti. Hástökkvarinn var Noreigur og Ástralía og ástæðan......... jú þessi lönd eru nýbúin að gera fríverslunarsamning við Kína.
Það þarf nú varla að nefna það. En það kom fram að meðal þeirra landa sem duttu úr topp 20 listanum var Ísland.
En ég fór að hugsa. Að gera fríverslunarsamning er gríðarlega mikilvægt fyrir hagsælt. Núverandi staða er ekki nógu góð. Einn möguleikinn er fyrir Ísland að gera fríverslunarsamning við Kína og ræða við Bandaríkjamenn um að fá að vera með í NAFTA (North American Free Trade Agreement).
Ísland er í EES og EFTA þá erum við meðlimir í fríverslunarsamning við Evrópu. Ef við förum síðan í NAFTA þá verðum við í fríverslunarsamning við Norður-Amríku. Best of both world. Og síðan bætist fríverslunarsmaningur við Kína í austri.
Þetta fyrirtkomulag væri ekki leiðinlegt í framtíðinni. Þegar það verður hægt að sigla í gegnum norðurpólinn og skip frá Kína, Evrópu og USA koma við til Íslands til að fá ýmsa þjónustu.
Einnig þurfum við að taka upp nýjann gjaldmiðil. Dollar eða Evru skiptir ekki öllu.
Hinn kosturinn er ESB. En í ESB þá meigum við ekki gera viðskiptasamning við önnur lönd. Allir slíkir samningar fara í gegnum ESB. Það er ókostur. En aftur á móti þá færist mikil stjórnmálavöld frá Íslandi til Brussel sem er jákvætt og löngu tímabært.
Það eru margir Íslendingar sem vilja ganga í ESB. Því þeir sjá að óbreytt ástand er ólíðandi. Og ESB er eini raunhæfi kosturinn. Heimsýn og Davíðs-armur Sjálfstæðisfloksins og fleirri sem eru á móti ESB þeir eiga að koma með anna valkost. Hætta að væla og koma með lausnir. Þetta á líka við VG. Þeir eru nú í ríkisstjórn og geta gert eitthvað í þessu.
Ef það mundi fara fram kostning um hvort að Ísland á að ganga í ESB eða óbreytt ástand þá vel ég ESB leiðina.
En ef valkostirnir í kjörklefanum væru
[] ESB
[] EES, EFTA, NAFTA og Free trade China
Þá mundi ég velja seinni kostinn.
Um bloggið
Haukur
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef haukur hefur yfirleitt rangt fyrir sér, og gefum okkur nú að það sé staðreynd, getur þá ekki verið einhver annar valkostur fyrir okkur hin ?
gunso (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 16:49
einsog hver?
Hawk, 7.10.2009 kl. 19:39
Til hvers t.d. að vera í ees þegar við getum gert sérstakan samning við esb eins og sviss ?
gunso (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 20:45
Mér sýnist Haukur vita að Heimssýn sé ekki ferðaskrifstofufyrirtæki ;) hóst hóst.
Annars fínar tillögur. Ef NAFTA vill á annað borð hafa eitthvað við okkur að tala.Svo fríverslunarsamningur við Kína búið að vera á borðinu frá 2004-2008 og aldrei var gert sjitt,,,wonder hver ástæðan er?
ingi (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 23:35
Sviss er samt í EFTA.
Þú getur ekki borið saman Sviss og Ísland í þessu samhengi. Sviss er í miðju evrópu meðan við erum útí rassgati. Þetta er bara óraunhæft.
Leysir það núverandi vanda að segja okkur úr EES og reyna að gera eihverskonar sértaka samninga við Evrópu einsog Sviss? Er það okkar lausn útúr vandanum að mati Gunso?
EES er frjálst flæði fjármagns, fólks, vöru og þjónustu. Losum okkur við það og þá verður ástandið betra til framtíðar??????
Hawk, 8.10.2009 kl. 11:02
Tjah, er það einhver lausn á vanda okkar að ganga í esb ? Eins og þú segir erum við í töluvert sterkari samningsstöðu en við áttum okkur á sökum þeirrar siglingaleiðar sem menn reikna með að notuð verði í framtíðinni. Bandaríkjamenn bjóða okkur eflaust velkomna í nafta sökum þeirrar siglingaleiðar t.d.
Hvað með að beila bara á þessari evrópu og sigla á asísk og norður amerísk mið ? Það eitt að viðra hugmyndirnar og láta ekki eins og esb sé það eina sem bjargi okkur setur okkur í töluvert sterkari stöðu gagnvart esb, sem í dag er engin. Ísland er í engum helvítis skítamálum, eigum fisk sem nægir langt umfram það sem íslenska þjóðin þyrfti að borða, eigum orkuauðlindir á landinu sem nægja langt umfram það sem við þurfum og eigum hugsanlega stóra olíusjóði í framtíðinni. Eigum eitt menntaðasta land í heimi miðað við fólksfjölda. Það er lítið mál fyrir Ísland að koma sér upp úr þessari blessuðu kreppu ef okkur langar til þess ef við bara sleppum þessum blessuðu lántökum sem munu drepa okkur vaxtalega séð.
Fljótum krónunni, segjum bretum og hollendingum að sækja okkur í dómsmáli, rekum ags í burtu, seljum gullforðann okkar á meðan að gull er í all time high. Látum álfyrirtækin borga skattana sína og orkuna í erlendri mynt, harðari skilaskyldu á erlendum gjaldeyri útflutningsfyrirtækja og þá eigum við andskotans nóg af þessum erlenda gjaldeyri. Sameinum landsbanka og íslandsbanka, seljum bankana aftur og tökum ekki aðrar heimskulegar ákvarðanir um að tryggja allar innistæður umfram lágmark ees. Spjöllum við nafta, kína, japan og önnur ákjósanleg asísk lönd
gunso (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 17:09
þú náðir að kreista örfáa góða punkta.
Álfyrirtækin að borga skattana sína en ég veit ekki með erlenda mynt. Á hvaða gengi á að miða? Ef við miðum við núvernadi gengi þá mun Ísland tapa á því þegar krónan styrkist.
Ég er sammála því að það á að herða skilaskildu.
En margt er vitleysa hjá þér.
80% af okkar útflutning fer til Evrópu. Eigum við að beila á því? Það meikar meira snes að snúa okkur til Evrópu þegar okkar viðskipti eru þar.
Hvað meinaru með að við eigum fisk umfram það sem við étum? Ertu að meina fæðuöryggi? Þú veist að skip ganga fyrir olíu.
Við eigum orku þó að það má ekki virkja skv VG allavega. Síðan kom maður í Silfur Egils (jarðfræðingur) sem segir að þessi "næg orka" er bara bull. Það þarf allavega að skoða þessa fullyrðingu betur.
Ertu að meina olíusjóðina sem aðeins tvö fyrirtæki sóttu um að rannsaka og bæði fyrirtækin eru búin að beila?
Við erum vel menntuð. En sú mentaðasta er ekki rétt.
Hvað helduru að gerist ef við sleppum lántökum, segjum fokk you við breta og fleitum krónunni í framhaldi á því?
Sameina þessa tvo banka meikar ekki sens. Það vill enginn sjá Landsbankann en köfuhafar eru að eignast Íslandsbanka. "selja bankana aftur?" Útaf það er svo mikið af lausaféi í gangi í heiminum í dag? Eða vegna þess að íslenskir bankar og fjármálavörur hafa svo gott orðspor á sér að það er ekkert mál að selja þá. Ég minni á að íslensku bankarnir voru til sölu í mörg ár fyrir einkavæðingu en enginn vildi kaupa.
Ég er ekki ESB-sinni. Leysir engann bráðavanda. Ef þú lest bloggfærsluna og þá sérðu að ég mundi velja seinni kostinn. En þá líka að vera í EES ekki segja fokk you við 80% af okkar viðskiptavinum og sleikja okkur upp við einhver rúmlega 10%.
En ágætis punktar hjá þér. Og það væri mjög gott ef rétt er að ísland er ekki í neinum skítamálum einsog þú segir.
Hawk, 8.10.2009 kl. 22:32
Þér tekst að venju að hafa rangt fyrir þér
Við töpum ekkert ef við miðum við núverandi gengi því við munum ekki þurfa erlendar lántökur til að afla erlends gjaldeyris, þar af leiðandispörum við okkur milljarða í vaxtakostnað og hey veistu hvað ? það er einmitt hægt að nota þann erlenda gjaldeyri til að kaupa olíuna á fiskiskipin.
Það má vel vera að 80% af útflutningi okkar fari í dag til Evrópu, langstærstur hluti af því er fiskur og álið fer að ég held líka til evrópu. Miðað við ruglið sem fiskimið esb landa eru í þessa dagana er ekkert sem hindrar áframhaldandi útflutning þangað, varla helduru að bretar hætti að borða fisk ? Okkar viðskipti eru sem stendur í Evrópu, en hvað hindrar okkur í að færa þau ?
Þessi jarðfræðingur er í tómu rugli ef hann heldur að við eigum ekki næga orku, við eigum einmitt næga orku, það að við eigum ekki endalausa orku er hárrétt, en næg er hún, hvort hún nægi til að henda upp 100 álverum er annað mál, en fyrir íslenskt þjóðarbú er hún meira en nóg.
Að sjálfsögðu beiluðu fyrirtækin á olíuleitinni, það er kreppa, engin fyrirtæki hafa efni á að fara út í þessa auðlindaleit sem stendur, kreppan varir ekki að eilífu Haukur, það áttu að vita.
ég sagði aldrei að við værum menntaðasta land í heimi, ég sagði eitt það menntaðasta, lærðu að lesa annars verð ég að endurskoða þessa staðhæfingu mína.
Hvað gerist ef við fleytum krónunni og segjum ekki fokk you við breta heldur einfaldlega, við leysum þetta mál þá fyrir dómstólum ? Nú krónan verður nákvæmlega þess virði sem hún er núna allstaðar annars staðar en á íslandi, högg í skamma stund á matvælaverð, en veldur því í raun að íslenskt þjóðarbú græðir því að við erum með afgang af viðskiptum okkar við útlönd.
Það vill enginn sjá landsbankann nei, einmitt þess vegna að sameina hann íslandsbanka áður en að kröfuhafar hans eignast hann svo við sitjum ekki uppi með hann, ekki er hann að gefa vel af sér allavega, það er nokkuð ljóst.
gunso (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 14:49
Já um að gera að verja óbreytt ástand. Verjum kvótagreifana.
Ég sé þig í framtíðinni sem lögfræðingur LÍÚ í Kastljósi að reyna að sannfæra Simma að kvótakefið er ekki brot á mannréttindum einsog dómstóll Evrópu staðfesti.
Um að gera að fara ekki í ESB svo sama valdaklíkan sem hefur ríkt á Íslandi í áratugi haldi því áfram.
Jólagjafahugmynd handa Gunso: Áskrift af Mogganum.
Hawk, 9.10.2009 kl. 18:45
Fokk já djöfull væri ég til í áskrift af mogganum, það er að segja ef maður gæti hvort sem er ekki lesið pistlana þeirra á blogginu.
Um að gera að fara í ESB til að önnur valdaklíka ráði öllu hérna ? Látum okkur sjá, spillt sjávarútvegskerfi þar sem gróðinn endar á íslandi eða spillt sjávarútvegskerfi þar sem gróðinn endar á meginlandinu ?
Kvótakerfið per se var ekki dæmt mannréttindabrot, það að framkvæmd hluta kerfisins var dæmdur rangur er ekki það sama og að kerfið sé dæmt. Lestu þér til um hlutina frá öðrum en fréttamönnum sem vita ekki rassgat hvað þeir eru að tala um.
gunso (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 18:49
Og já, það var ekki dómstóll evrópu sem að sagði að kerfið væri mannréttindabrot. Það var mannréttindanefnd sameinuðu þjóðanna sem að gaf skýrslu um þetta í tilefni af brotum á kvótakerfinu, þetta er enginn dómur, þú getur ekkert áfrýjað þangað, þú getur sent þeim svokallaða orðsendingu og þeir gefa sitt álit á málinu.
gunso (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 19:36
þið eruð að leggja ykkur fram um að rífast og vera ósammála.
þó það sé augljóst að þið eruð að mætast á miðri leið.
kútarnir mínir
ingi (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 11:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.