Betra að gera of mikið heldur en of lítið.

Ef ég væri forsætisráðherra í eina viku mundi ég gera eftirfarandi:

 

álver í Helguvík og Bakka. Það þarf ekki að hafa áhyggjur af ruðningsáhrifum lengur.

taka up einhliða evru og afnema gjaldeyrishöftin. skiptigengið verður 150kr til að stiðja við útflutningsgreinar

auka kvótann verulega það er nóg fiskur í sjónum.

afskrifa 25% af öllum húsnæðislánum en að hámarki 7 milljónir. 

til að forðast uppsagnir þá á að lækka laun hjá hinu opinbera. 10% skerðing hjá fólki undir 300þúsund á mánuði og 20% launaskerðing hjá fólki með yfir 300þúsund. þetta á við um alla opinbera starfsmenn hjá RUV, Landsvirkjun og þingmenn.

krefjast 10% sparnaðar fyrir utan launakostnað þ.e í gegnum hagræðingu. hjá öllum ráðaneytum.

láta lífeyrisjóðina tvöfalda suðurlandsveg og byggja sundarbrautina og lífeyrissjóðirnir rukka tolla fyrstu árin til að fjárfestingin borgar sig. en þegar ríkið kems aftur á beinu brautina má skoða það að ríkið kaupir þetta af lífeyrissjóðunum og afnema tollana. 

lækka atvinnuleysisbætur í 120þúsund og hækka námslánin í 140þúsund. það á að vera meira freistandi að fara í nám heldur en að vera á bótum. einnig sparar þetta pening því námsmenn borga sín lán aftur með verðtryggingu og vöxtum. en atvinnuleysisbætur er bara styrkur. einnig eru atvinnuleysisbætur það háar að það er sortur á vinnuafli í láglaunastörf. fólk vill frekar vera á bótum heldur en að vinna.

 þetta allt mundi ég gera á einnig viku. síðan má jóhanna sigurðardóttir taka við. það má vel vera að eitthvað af þessu gengur ekki upp. en ég vill frekar vera þekktur fyrir að gera of mikið heldur en of lítið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðar tillögur, vonum að eitthvað fari að gerast

hjá þessum sem við treystum að séu að vinna vinnuna sína

mamma (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 11:06

2 identicon

Hvernig á svo skiptingin á milli íbúðarlánanna að flokkast hjá fólki sem er með íbúðarlán hjá bæði bankanum sínum og íbúðarlánasjóðnum okkar góða að skiptast ? Fara ekki allir bankarnir aftur á hausinn við 25% niðurfellingu ? Væri ekki nær að smella inn lögum þar sem ekki er hægt að ganga að fólki nema að þeim veðum sem fyrir hendi eru ? Þannig getur fólk bara komið sér undan þeim húsnæðum sem þau hafa ekki efni á og farið á leigumarkaðinn, bankarnir eignast raunveruleg verðmæti í húsnæðunum og enginn fer á hausinn.

Til hvers í fjandanum að taka upp evru ? Bara fljóta krónunni og hætta þessu gjaldeyrishaftakjaftæði. Útflutningsfyrirtækin græði multi og við hægjum bara aðeins á innflutningi á meðan krónan jafnar sig.

Þú veist ekkert um fiskinn í sjónum og þó að sjóaarar segi eitthvað þýðir ekki að þeir hafi rétt fyrir sér, þeir hafa hagsmuna að gæta, að hlusta á sjóara í þeim málum er eins og að hlusta bara á LÍÚ í ESB málum.

gunso (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 17:40

3 Smámynd: Hawk

25% niðurfelling en 7milljóna hámark. jújú ríkisstjórnin mun þurfa að henda einhverjum milljörðum í íbúðarlánasjóð og bankanna vegna þennan gjörning. en miðað við að ríkisstjórnin henti yfir 200 milljörðum til fjármagnseiganda er þá ekki sangjarnt að hjálpa skuldurum líka?

þetta með að fólk getur bara labbað uppí banka og skilað lyklunum af húsinu sínu veldur miklu meira tjóni. þá mundu allir sem skulda mikið í húsinu sínu skilað lyklunum sínum og þúsundir íbúða mundi fara á sölu eða uppboð. bankarnir munu ekki eignast raunverulegt verðmæti því húsnæðisverð mundi hríðfalla og þá fyrst er möguleiki á að bankar fara algjörlega á hausinn. þessar reglur eru í USA þ.e þú getur bara yfirgefið húsið og skilað lyklinum enda eru dæmi um að hús fór að sjö dollara á uppboði fyrir nokkrum mánuðum.

til hvers að taka upp evru? lægri vextir, meiri stöðuleiki í gjaldeyrismálum og lækkun viðskiptakostnaðar. gjaldeyrishöftn voru sett vegna ástæðu. þó að krónan fer á flot þá þarf áfram að vera hái vextir sem sliga atvinnulífið. 

það er rétt hjá þér að ég hef ekki baun vit á fisknum í sjónum. en ég veit það að hafrannsóknarstofnun hefur einræðisvald yfir hvað mikið má veiða. mér finnst það vitleysa og þá sérstaklega í þessu árferði. ég vill veiða meira en enga ofveiði samt. fiskurinn eru hreinustu tekjur okkar þ.e við fáum mestu verðmætin frá fisknum ekki einsog álið þar sem við þurufm að flytja inn súrál fyrst.  

Hawk, 14.9.2009 kl. 20:26

4 identicon

Það er reyndar sjávarútvegsráðherra sem er alvaldur í þeim málum en fær ráðgjöf hjá hafró

Ég spurði ekki hvað það myndi kosta þessi niðurfelling heldur hvernig þú myndir sjá skiptinguna þar á milli, þá sérstakega með tilliti til þess að ríkið er að reyna að koma einhverjum bönkunum úr ríkiseigu á ný og hvernig þú heldur að viðhorf erlendra fjárfesta til bankastarfsemi á íslandi væri eftir slíka ríkisfellda niðurfellingu. Og á fólk sem er í engum vandræðum einnig að fá hjálp ?

Þúsundir íbúða fara ekki á markaðinn nema að bankarnir setji þær á markaðinn... Af hverju ekki að stofna dótturfélag undir bönkunum bara sem stendur í útleigu íbúða og passa sig bara sífellt að óverflooda ekki markaðinn af söluíbúðum ?

Dæmið um 7 dollarana er óraunhæft líkt og þegar íbúðir fara á milljón hérna. Það er í raun bara bankinn að bjóða eitthvað lágmarksverð til að borga allan kostnað við skiptin, í BNA eru skiptin einfaldari vegna þessarar reglu þar sem ríkið þarf ekki að standa í kostnaði vegna þess líkt og hér á landi þar sem ýmiss kostnaður er við að koma húsinu á uppboð sem rennur til ríkisins og því fór húsið væntanlega á 7 dollara, ég er allavega nokkuð viss um að ekkert húsnæði fari á 7 dollara í BNA þessa dagana nema eitthvað afdala hús sem bankinn gat ekki losað sig við og var að sliga bankann vegna eignaskatts eða einhvers slíks. Í því dæmi hefði bankinn þó hvort sem er alltaf þurft að taka húsið af manninum hafi hann ekki viljað borga af því nema auk þess hefði hann endað í gjaldþroti, einhver þjóðhagslegir hagsmunir af gjaldþroti hans ?

Svo ég súmmi þetta upp fyrir þig þar sem þetta var líklega of langt fyrir þig:

Bankinn þarf hvort sem er að taka húsið af manninum ef hann getur ekki borgað, hverjir eru þjóðhagslegu hagsmunirnir af því að setja hann í gjaldþrot í leiðinni ?

Fólk mun ennþá þurfa stað til að búa á svo eru bara ekki sæmilegir hagsmunir í því að bankinn eigi húsin skuldlaust, leigi þau út til fyrri eiganda eða einhverra annarra á kjörum sem fólk ræður við og fær þannig inn steady innkomu frá þúsundum íbúða? Ekki mun bankinn vera í vandræðum þar sem vextir og verðtrygging munu ekki sliga skuldlausu húsin hans líkt og hjá almenningi. Lækkun á fasteignamarkaði verður ekki flúin, enda fasteignamarkaðsverð hér á landi fáranlega hátt.

Tökum þetta evru dæmi þitt og slátrum því með einu orði, Spánn. Fáranlegt að halda því fram að Evran hefði bjargað einhverju á Íslandi. Var ekki einhver nóbelsverðlaunahafi í hagfræði hér um helgina að skjóta niður þessa evru hugmynd ?

gunso (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 21:53

5 identicon

Hef verið að taka eftir hvað Ísland er svakalega á hausnum.

Kröfuhafar eru að fara eignast bankana.

Bankarnir eiga flestöll fyrirtæki á Íslandi, veð í kvóta, veð í húsum, bílum osfrv osfrv.

Erlendir kröfuhafar  munu eiga Ísland innan skamms.

Gott eða slæmt?

GOTT. Treysti þeim betur heldur en fjórflokknum. Hann fékk sinn sjénns and BLEW IT.

Ingi (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 08:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Haukur

Höfundur

Hawk
Hawk

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ory2_957256
  • ...raph_957255
  • ...rvehistory2
  • ...peakgraph
  • Image000

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband