Afsökun Seðlabanka Íslands að hafa ekki getað staðið við verðbólgumarkmiðið og stuðlað að stöðuleika. (tekið af glærukynningu) Einkavæðing bankakerfis með dæmigerðri útlánabylgju í kjölfarið
Stærsta fjárfestingarbylgja sögunnar: stóriðjuframkvæmdir sem nema 30% af VLF á þremur árum
Umbreyting húsnæðislánakerfis með innkomu bankanna
Stóraukinn aðgangur á lánsfé, batnandi lánskjör og möguleikar á að fjármagna neyslu með því að ganga á eigið fé í húsnæði
Lækkun skatta og loforð um enn frekari lækkanir
Óvenjulágir alþjóðlegir vextir og mjög auðveldur aðgangur að ódýru erlendu lánsfé
Það er bara einn þáttur sem er ekki innlendur (óvenjulágir alþjóðlegir vextir). Hitt skrifast á hina ýmsu flokka og ráðherra.
Einkavæðingin skrifast á XD og XB þá sérstaklega Davíð, Halldór og Valgerði. Síðan eigendur bankanna sjálfa og bankastjóra.
Stærsta fjárfestingabylgja sögunnar. Kárahnjúkar skrifast á Valgerði og hennar atkvæðasöfnun aðalega en einnig XD og XB.
Umbreiting húsnæðislána. Þetta skrifast alfarði á XB og þeirra kosningaloforð 2003.
Lækkun skatta og loforð um enn frekari lækkanir skrifast á Ingibjörgu Sólrúnu og hennar flokk. Hún lækkaði neysluskatta í góðæri. Þetta var eina af því fáa sem XS lét skrifa á sig í þessu stjórnarsamstarfi. Röng ákvörðun og eigendur matvaraverslana stórgræddu. (Baugsflokkur?)
Óvenjulágir alþjóðlegir vextir skrifast á Alan Greenspan......helvítis fáviti. Þetta ástand á Ísalndi er allt honum að kenna!!!!!!!!!!!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.