30.8.2009 | 16:57
Sjálfstæðisflokkurinn og skattpíningin.
Í fyrri færslu þá sagði ég að Sjálfstæðisflokkurinn er ráðviltur og lagði t.d skattapíningu mínu máli til stuðnings. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki staðið fyrir því að vera hægriflokkur sem vill lágmarka afskipti hins opinbera og lækka skatta. Vinstri flokkar eru þekktir fyrir að hækka skatta. En hvað gera hægriflokkar? Allavega á Íslandi þá hækka þeir skatta.
Ég lenti í deilum við harðann Sjálfstæðismann og "svokallaðan" lögfræðing um þetta mál. Hann sagði að þetta væri ekki rétt og krafðist töluleg gögn til staðfestingar. Hans rök voru þau að atvinnuvegurinn á Íslandi hefur stækkað gríðarlega seinustu ár og þar af leiðandi þarf að auka eftirlit og fl sem krefjast meiri ríkisútgjalda. OK tökum þá prósentu af verg landframleiðslu:
Þróun heildarskattbyrði á Íslandi
Skatttekjur hins opinbera sem % af VLF
Heildarskattbyrðin fór á nýtt hærra stig á tímabilinu 1997 til 2005 (þetta var á valdatíma Sjálfstæðisflokksins)
______________________________________________________________
Þróun heildarskattbyrði á Íslandi
og hjá OECD-ríkjunum
Skatttekjur hins opinbera sem % af VLF
Ísland fór framúr meðaltali OECD-ríkja eftir 1997 (hver var þá við völd???)
_____________________________________________________________
Aukin heildarskattbyrði á Íslandi og hjá OECD-ríkjunum
Heimsmet: Engin þjóð jók skattbyrði jafn mikið og Íslendingar frá 1995 til 2005, segir OECD (hvaða flokkur á þann vafasama heiður í að setja heimsmet í skattpíningu?)
_____________________________________________________________
Um bloggið
Haukur
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er þessi harði sjálfstæðismaður ekki eini maðurinn sem að mér vitandi hefur ekki kosið sjálfstæðisflokkinn af eftirtöldum:
Harði sjálfstæðismaðurinn
Þú
bróðir þinn
þekkirmigekki (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 00:06
ég hef aldrei kosið Sjálfstæðisflokkinn.
Hawk, 31.8.2009 kl. 11:07
Hahahahahaha
Guðrún (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 20:46
Lýguru bara að lesendum þínum Haukur ? Hvernig getum við dyggir lesendur þínir tekið þig trúanlegan nú þegar við höfum orðið vitni að lygum þínum að okkur ?
gunso (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 00:02
hvenær kaus ég XD?
Hawk, 1.9.2009 kl. 00:30
Haltu bara áfram að ljúga að lesendum þínum haukur minn ;*
gunso (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 00:35
Held það sé rúm fyrir alvöru hægri flokk í þessa pólítík
Sleggjan og Hvellurinn, 1.9.2009 kl. 20:09
ég hef einfaldlega aldrei kosið XD. Þú bara ert orðlaus vegna þess að ég var að sanna það áðan að XD hefur hækkað skatta meirri en allir vinstriflokkarnir til samans. Þvert á það sem að þú sagðir ;)
Hawk, 2.9.2009 kl. 00:19
Æ grey grey Haukur, enn og aftur áttu það til að detta um sjálfan þig.
Ég sagði aldrei að sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki hækkað skatta, ég bað þig bara að styðja það gögnum. Jújú ég veit alveg að sjálfstæðisflokkurinn hefur t.d. lagt til fjármagnstekjuskattinn sem var ekki til fyrr en 96 held ég. Lögðu eignaskattinn niður á móti sem auðmenn þurftu ekki að greiða en lenti illa á hinum venjulega manni. Svo lagði ég einfaldlega fram þá hugmynd um hvort að ríkisbálknið hafi kannski minnkað miðað við stærð hagkerfisins eða hvað svo sem maður ætti að miða við, ég staðhæfði ekki að svo yrði, heldur meira fleygði fram vangaveltum. En þú í þínum litla bitra heimi þarft alltaf að missa þig.....OG ÞAÐ ER BARA STAÐREYND !!! VIÐURKENNDU ÞAÐ, ÞAÐ ER STAÐREYND!!!
og svona til að bæta við, tæknilega séð, ef við rýnum í tæknilega séð, þá hefur sjálfstæðisflokkurinn actually lækkað skatta, að mig minnir var það það að tekjuskattleysismörkin færðust ekki í samræmi við almenna launaþróun sem varð til þess að í raun fór stærri biti til ríkisins miðað við í gamla daga
tökum dæmi almenn launaþróun fór úr 300 þús yfir í 400 þús skattleysismörk eru 100 þús 50% skattur þýðir 100 þús í fyrra dæminu en 150 þús í því seinna. 150 þús er stærri prósenta af 400 þús en 100 af 300 þús. Tæknilega séð var hátekjuskattur ekkert afnuminn á íslandi, hann er bara falinn í skattleysismörkunum. Það að launaþróunin hefur verið svo ör sem skyldi hér á landi hefur í raun verið helsta ástæða þessa.
gunso (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 00:58
Hættu svo að ljúga að lesendum þínum flokksgæðingurinn þinn...Úlfur í sauðargæru
gunso (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 00:59
Gunso ef skattleysismörk standa í stað og laun hækka þá eru skattar að hækka ekki "actually lækkað" einsog þú orðað það.
Staðreyndin er sú að ég sagði að XD hafði hækkað skatta og þú varst á móti því.
Ég kom þá með gögn sem sýndi að XD hafði ekki eingöngu hækkað skatta heldur settur HEIMSMET í því.
Sorry
R.I.P - Gunso.
Hawk, 2.9.2009 kl. 10:23
Hvenær ætlaru að fatta að ég var ekkert á móti því, ég bað þig bara um að sanna það með gögnum.....ergo gunso vinnur, þú hlýddir mér.
En ég veit að þér finnst gaman að rífast svo komum með næstu rök sem hægt er að færa fyrir mínu máli. Það er einmitt hugtakanotkun þín, en hugtakanotkun er einmitt mjög mikilvæg í skattarétti.
Skatturinn hefur lækkað, það er engin lygi, prósentutalan hefur lækkað, en útreikningar á skattstofni er allt annað mál. Lærðu lagalegu heitin á hlutunum, þetta er jú byggt á lögum ekki satt ?
Auk þess færðiru engin gögn fyrir því að XD hefði sett heimsmet í því. Þú sýndir eingöngu fram á að þeir hefðu hækkað skatt mest innan ákveðinna landa á ákveðnu tímabili. Það er ekki heimsmet Haukur minn, það gæti í besta falli flokkast undir OECD met á timabilinu 95-05
gunso (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 09:00
Það má vel vera að prósentutalan hefur lækkað en útreikningar á skattstofni gefur háa skatta.
En er ekki heildarskattbyrði á Íslandi það sem við eigum að miða við þegar við erum að tala um háa skatta í einhverju ákveðnu landi?
Fyrirgefðu OECD met. Er það þá bara allt í gúddí? Að taka út nokkur þriðja heims ríki.
Hawk, 3.9.2009 kl. 10:51
Skattbyrði er teygjanlegt hugtak. Man þegar Stefán Ólafsson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson voru að rífast opinberlega í Lesbók Morgunblaðsins. Þeir eru báðir prófessorar við HÍ. En höfðu mismunandi skoðanir. Stefán ólafsson segir skattbyrði aukast, Hannes minnkað.
Styðja með gögnum er soldið klént. Það er talað um 3 tegundir af lýgi. Svört lýgi, hvít lýgi og tölfræði.
Það er hægt að leika sér endalaust með ýmsar tölur, töflur, stöpplarit , línurit o.s.frv.
Svo getur t.d. haukur ekki stutt sig við gögn til að sanna hvað hann hefur kosið undanfarið, stundum verðum maður bara að trúa fólki. :P
svo í lokin hvet ég fólk að lesa Lesbók morgunblaðsins. Kemur út á hverjum Laugardegi, frábært blað
ingi (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 12:06
Haukur hvernig eigum við að trúa þér sjálfstæðismanninum þegar að þú getur ekki einu sinni sagt oecd met, þetta eru bara tölur frá 1995-2005, ekki nema að þú teljir kannski að heimurinn hafi orðið til þá? Eða kannski skattar lagðir á í fyrsta skipti í sögunni ? Eins og Ingi segir, tölfræði bölfræði, týpískt fyrir ykkur bláu flokksgæðingana að styðjast við hluti eins og tölfræði sem er líklega auðveldasti hlutur til að ljúga með án þess að ljúga
gunso (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 14:04
Farðu þá varlega að byðja um gögn fyrir jafn teyjanlegu hugtaki og skattbyrði.
Tölfræði bölfræði
ingi (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 16:39
þessi gögn koma frá kennara sem heitir Ásmundur G. Vilhjálmsson aðdjunkt við viðskipta- og hagfræðideild., lögmaður og með mastersgráðu í skattarétti frá Danmörku. Hvað veit hann svosem um skatta??? Treystum Gunna eða Hannes Hólmstein frekar.
Ég er að læra skattarétt þessa önn og þetta var kennsluefnið og bláu textarnir fylgdu glærunum (ég skrifaði sem stóð í sviganum).
Hann tók það skýrt framm að skattar á auðmenn hafa lækkað..... en ekki á millistéttina og fátæku.
Hawk, 3.9.2009 kl. 18:10
Myndu skattar ekki hafa lækkað á þá lágst launuðustu líka sem héldu í við skattleysismörkin ? Af hverju að treysta Ásmundi G Vilhjálmssyni, hann er aðjúnkt framyfir prófessor ? Og það er enginn maður með mastersgráðu í skattarétti, lærðu hvað þú ert að tala um, hann hefur kannski tekið LLM nám í skattarétti en það er ekki mastersgráða, eða hann hefur kannski gert eins og flestir lögfræðingar tekið skattarétt í náminu sínu, en það tekur enginn mastersgráðu í skattarétti. Ekki frekar en að ég sé með mastersgráðu í gjaldþrotarétti þó ég hafi tekið alla kúrsa í mastersnáminu við það, ég fæ samt bara mastersgráðu í lögfræði fyrir það.
gunso (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 13:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.