Sjálfstæðisflokkurinn og hans örlög.

Hans tími sem frjálslindiur flokkur sem stiður atvinnulífið er liðinn. Hann hefur farið frá því og er núna íhaldsflokkur sem stiður sérhagsmuni. Atvinnurekendur eru tvístiga. Hvar er flokkurinn sem á að styðja jöfn tækifæri?

Hann er til hægri í íslenskum stjórnmálum samt hefur ríkisbálknið aldrei verið stærra en undir hans stjórn. Þetta er grundvallaratriðið. Þetta er það sem hann á að standa fyrir. Frelsi og lítil afskipt ríkistjórnar. Ef hann stendur ekki fyrir það hvar er hann þá staðsettur í pólítíkinni?

Hann er ekki að stiðja atvinnulífið. Helsta markmið flokksins er að koma kolkrabbanum á sem fyrst AFTUR. Það er ekki að hugsa um heilbrigt atvinnulíf á Íslandi.

Sérhagsmuna, íhaldsflokkur = XD.

Við þurfum nýjan hægri flokk því þessi flokkur er ekki lengur til hægri. Hann er bara staðsettur á kamrinum. Úti að skíta.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Án þess að ég viti það en þú tautar sífellt um að ríkisbálknið hafi þanist út á þeirri forsendu einni að útgjöld hafa aukist og stofnanir eru orðnar fleiri. En minnkaði ríkisbálknið ekki í samanburði við atvinnulíf íslands sem það átti að halda utan um á þessum tíma ? Við hvað miðar maður ?

gunso (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 19:01

2 Smámynd: Hawk

Góður punktur. Ef það átti að fylgja Íslensku atvinnulífi þá var allavega ekki bætt við á réttum stöðum t.d fjármálaeftirliti eða efnahagsbrotadeild ríkisins. Ég held að svona bitlinga-störf voru sköpuð í gríð og erg. Sem kemr atvinnulífinu ekkert við.

Hawk, 14.8.2009 kl. 19:15

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

"En minnkaði ríkisbálknið ekki í samanburði við atvinnulíf íslands sem það átti að halda utan um á þessum tíma ?"

 wtf.

Sleggjan og Hvellurinn, 16.8.2009 kl. 12:25

4 identicon

Þetta er nú ekki mjög flókið, stærð ríkisbálknins miðast væntanlega við stærð þess efnahagslífs sem það heldur utan um ekki satt? Efnahagslífið stækkaði töluvert hraðar en ríkisbálknið svo það er vel hægt að færa rök fyrir því að sjálfstæðisflokkurinn hafi í raun staðið fyrir því að minnka ríkisbálknið.

Fjármálaeftirlit og efnahagsbrotadeild voru ekki til þegar 1991 svo dæmi séu tekin haukur, ekki heldur neytendastofa, samkeppniseftirlitið. Þessi hlutverk voru reyndar á öðrum höndum en voru efld og gerðar að sérstökum stofnunum bara frekar nýlega. En svo að sjálfsögðu voru þetta ekki nægilegar öflugar stofnanir samt sem áður þegar á hólminn var komið.

gunso (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 17:22

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Já, skil hvað þu meinar.

Sleggjan og Hvellurinn, 17.8.2009 kl. 13:24

6 Smámynd: Hawk

Fyrir hvað stendur þá Sjálfstæðisflokkurinn. Lægri skattar, minni umsvif ríkisins (þú segir að tæknileag séð hefur umsvifið minnkað.. það er umdeilanlegt).

En undir þeirra stjórn hafa þeir tekið tæplega 50% í skatt og önnur gjöld.

Ekki mikið hægri sveifla í því.

Þeir eru bara ringlaði. Vita ekkert hvað þeir eru að gera. JúJú vernda LÍU og gera allt til að komast til valda og stoppa þessa blessuðu rannsókn sem er í gangi. Hún er óþörf.

Hawk, 17.8.2009 kl. 23:09

7 identicon

Tjah, hvernig var hann fyrir tíð sjálfstæðisflokksins og hvernig er hann í öðrum löndum ? Hvernig væri að styðja þetta einhverjum gögnum Haukur minn ;) t.d. mun lægri fjármagnstekjuskattur hér en í bretlandi, erum ekki með eignaskatt eins og kapitalistarnir í USA sem þó eru með tekjuskatt og virðisaukaskatt einnig. Veit reyndar ekkert hvað skattprósentan er há þar. Hafa skattar aukist undanfarin ár eða lækkað ? staðið í stað ?

gunso (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 13:18

8 Smámynd: Hawk

Nenni ekki að vera að leita af neinum gögnum... þetta eru bara staðreind!!!!

Já það er rétt hjá þér með lágan fjármagstekjur og tekjuskattur á fyrirtæki er lár. Þeir meiga eiga það strákarnir FLoknum. 

Það eru til mörg rök með og á móti að hann sé ekta hægri flokkur. Sem gefur til kinna ákveðin sundrung. 

Með hverjum deginum sem líður þá stirkist ég í þeirri trú að kenningin hans Inga er rétt. Þú kaust XD í seinustu kosningum :P

Hawk, 18.8.2009 kl. 16:45

9 identicon

Enn og aftur hvenær ætlið þið bræður að átta ykkur á að ég er aldrei með neinum, ég er bara á móti

Rökstyddu þessa staðreynd þína, fjármagnstekjuskattur er 50% í bretlandi og tekjuskattur yfir 50% á norðurlöndunum og í bretlandi á meðan við erum með skitinn 1/3 af launum okkar að fara þangað.

Kenningin hennar Vigdísar er að ég hafi kosið VG, elska hvað allir kommenta á það sem þeir vilja síst af öllu =)

plús að sjálfstæðisflokkurinn, hefur hann einhvern tímann gefið sig út fyrir að vera öfga hægri flokkur ? er hann ekki bara stimplaður hægri flokkur á íslandi því allir flokkarnir hérna rúlla nokkurn veginn á miðjunni ?

gunso (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 18:02

10 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það vantar nýjan alvöru hægri flokk.

Sem vill minnka umsvif ríkisins. Minnka skrifræðið, stofnana og embættiskerfisins.

En alls ekki minnka eftirlit með fjármálafyrirtækjum og hagsveiflum. Ekki slaka á lögum sem nauðsynleg eru til að halda efnahaginum á réttri braut svo annað hrun verði ekki STAÐREYND!

Sleggjan og Hvellurinn, 18.8.2009 kl. 18:28

11 identicon

Hvar viltu minnka umsvif ríkisins ? Það er búið að stórlega fækka í embættismannakerfinu undanfarin ár. Hvaða stofnanir viltu kötta út ? félagsmálaráðuneytið ? heilbrigðisráðuneytið ? menntamálaráðuneytið ? Jú ok við getum væntanlega allir samþykkt að hlutir sem tengjast vörnum ríkisins og fjárframlög til trúfélaga eru tómt kjaftæði. En hvar annarsstaðar sérðu fyrir þér minnkun umsvifa ríkisins ? leggja niður neytendastofnun ? fækka í samkeppniseftirlitinu ? Allir sýslumenn landsins, dómstólar og lögregla hafa nú þegar alltof mikið að gera miðað við fjármuni og fólk. Komdu með hugmyndir í stað upphrópana, komdu frekar með tillögur um hvaða stofnanir þetta eru sem þú telur svona tilgangslausar aðrar en varnartengdar og trúfélags því því verður seint neitað að það eru skiptar skoðanir á hvort þær eigi rétt á sér eða ekki nú þegar.

gunso (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 21:33

12 identicon

Vill leiðrétta rangfærslur. Fækka í embættismannakerfinu "undanfarin ár"? . Undaðfarið árið 2009: já.  Fækkun frá 2005-2008? Nei.

En já skera niður segiru:

-Hægt er að sameina Sjávarútvegsráðuneyti, Landbúnaðarráðuneyti og iðnaðarráðuneyti í eitt Atvinnumálaráðuneyti.

- Breyta umhverfisráðuneytinu í stofnun. Minnka umsvifin. Umhverfisráðuneytið var stofnað á sínum tíma til að gefa Borgaraflokkinum ráðherrastól. Pólítískur tilgangur, ekki fyrir þjóðina. Read history people.

- Neytendastonfun og samkeppnisstofnun má sameina í eitt.

- Fækka sendiráðum. Nettæknin getur leyst mikið af hólmi. Svo vill ég auka samtarf milli norðurlandanna í sendiráðum. T.d. skipta á milli kostnaði og hafa "Norðurlandasendiráð" í t.d. Indlandi og fleiri löndum þar sem veitt er sama eða svipuð þjónusta.

- Sameina háskóla. Háskólanemar verða vinna saman. Gríðarlegur sparnaður getur verið til og betri Research and Development getur átt sér stað. Þú getur spurt random þjóð hvort þeim finnst eðlilegt að hafa 6 háskóla í 300þús manna samfélagi. Svarið verður nei.

- Fækka sviðsstjórum. Þetta er algengt vandamál. Sviðsstjórar sumir eru yfir einungis 1-2 starsmönnum. Semm er ekki hagkvæm þróun fyrir skattgreiðendur.

- Lýðheilsustöð má leggja niður. Heilbrigðisráðuneyti má annast suma hluti frá þessari stöð, aðeins það nauðsynlegasta. Ekkert helvitis rúnk.

- Leggja niður Forseta Íslands og allt hans batterí.

- Leggja niður námsgagnastofnun ! Halda kannski 1-2 starfsmönnum í 100% starfi sem sjá um etta inn í menntamalaráðuneyti.

- Sinfóníuhljómsveit íslands leggja niður , ásamt listamannalaunum (sorry, þegar þjóð er á hausnum, þá þarf að kötta niður)

- Sameina fiskistofu og Hafrannsóknarstofnun. Minnka þannig yfirbyggingu (overhead)

- leggja niður umboðsmann íslenska hestsins. Gæluverkefni Guðna Águstssonar sem er hættur á þingi-

- Ríkislögreglustjóri, embætti sem stofnað var fyrir nokkrum árum af Birni Bjarna er umdeilt og verður að íhuga vel hvað er hægt að tilfæra verkefni og hvað hægt að leggja niður.

- Færa örorkumatið aftur til þess sem það var árið 2004. Hræðilegar breytingar voru gerðar árið 2005. Öryrkjum hefur "fjölgað" meira en helming á 4 árum. Soldið skrýtin fjölgun ekki satt? Meiddust svona margir allt í einu þegar lögum var breytt? þvilik tilviljun.

Vill taka fram að niðurskurður er óvinsæl aðgerð. Mjög auðvelt er fyrir ykkur (gunso) að gagnrýna hvert og eitt og réttlæta hvert og eitt lið fyrir lið. En almennt séð er þetta mín hugmynda ð samdrætti.

Ingi (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 17:00

13 Smámynd: Hawk

Góðir punktar.

Ég hvet þá sem ætlar að gagnrýna einhver punkt þá á viðkomandi að koma með sparnarðartillögur eða skattatillögur í staðinn.

bannað að vera bara á móti.

Hawk, 19.8.2009 kl. 17:34

14 identicon

Ætla að andmæla Hauki og vera bara á móti.

Samkeppnisstofnun og Neytendastofnun vinna út frá sitthvoru sjónarmiðinu og allt aðrar reglur sem eru þar til umfjöllunar. Svo sé ég ekki hver sparnaðurinn væri í því. Í stað þess að hafa 1 forstjóra yfir hvorri stofnuninni þyrftiru að hafa 1 forstjóra yfir allri stofnunni og svo 1 sviðstjóra yfir hvoru sviðinu. Væri tæknilega séð ekki sparnaðarauki í toppmönnunum. Þyrftir jafnmikinn húsakost undir stofnanirnar þar sem jafnmikið af starfsfólki væri fyrir.

Það að fækka ráðuneytum er rúnk, þessi aukakostnaður við að hafa þingmann á ráðherralaunum er enginn raunverulegur sparnaður og það yrði enginn sparnaður í starfsfólki þegar til lengdar væri litið. Þetta sameiningardrasl er svo mikið rúnk því allt þetta fólk hefur nú þegar fjandann nóg að gera og getur ekki tekið á sig aukaverkefni án þess að greidd verði yfirvinna sem er per se dýrara fyrir ríkið.

Má vel vera að umhverfisráðuneytið hafi verið stofnað þannig til að byrja með, en í dag hefur það hellings tilgang og er t.d. yfirvald yfir öllum byggingarmálum á íslandi hvort sem þú vilt byggja virkjun eða gera sólskýli sem blokkar fyrir gluggann hjá nágrannanum sem keypti húsið sitt því það var með útsýni yfir snæfellsjökul. Með öðrum orðum rúnk sem sparar ekki neitt til lengdar litið nema muninn á þingmannalaunum og ráðherralaunum.

Fækka sendiráðum, sammála, ekki viss um að hinar norðurlandaþjóðirnar séu til í sameiginleg sendiráð, en sameiginlegur húsakostur er þó hugsanlega möguleiki þó ég efi að þær séu í einhverjum slíkum pælingum vegna þess að við erum í vandræðum.

Ríkislögreglustjóri, jújú endilega deildu með mér hvað er svona umdeilanlegt við það ? Þetta eru bara verkefni sem voru færð frá grenndarlögreglunni yfir á eitt embætti = minni yfirvinna og nógu fáliðað er í lögreglunni fyrir. Þetta eru allt verkefni sem þarf að vinna áfram nema þarna sparast actually tími dómsmálaráðuneytis við að geta haft samband við einn aðila í stað fjöldamargra.

Örorkumatið = algjörlega sammála þér, og það þarf að taka hart á svindlum á kerfinu og alltof margir sem fá greitt þó þeir séu vinnufærir.

Umboðsmaður íslenska hestsins, jújú pointless drasl, en er ekki hesturinn að færa okkur gjaldeyri ;)

Veistu almennt hvað fiskistofa og hafrannsóknarstofnun gera ? Eða námsgagnastofnun ? Bannað að googla þegar þú lest þetta.

Leggja niður forsetann segiru, hvert á þá að vera haldreipi þjóðarinnar ef að 80% vilja ekki ganga segjum í esb en vg svíkja kjósendur sínar og kjósa með því ? Jújú má alveg deila um kostnaðinn sem fylgir honum, en hversu mikill er hann í raun og veru ? Ef þú ert á móti heimsóknum hans til annarra landa eða veislna sem hann heldur þá er allt eins hægt að kötta á þær bara því annars væri það bara á höndum forsætisráðherra sem veldur því þá að þá hefur forsætisráðuneytið meira að gera og þarf að bæta við starfsfólki.

Sinfonían og aðrir listamenn, jújú sammála þér svosem, en er bara ekki skárra að greiða eitthvað aðeins meira í staðinn fyrir að fólkið fari á bætur ;) Listamannalaun fyrir ekkert framlag eiga þó aldrei rétt á sér tel ég.

Sameina Háskóla.... Ef að einkaaðilar vilja reka Háskóla held ég að við ættum ekki að banna það líkt og bifröst og HR, ég er aftur á móti algjörlega ósammála því eins og það er núna að þeir fái greitt jafn mikið per nemanda og HÍ, allt í lagi að veita þeim svosem einhverja styrki, en að þeir fái jafnmikið og ríkisskólarnir er rugl, sammála þér þar.

Sviðsstjóri er bara titill, sami starfsmaður yrði áfram á svipuðum launum nema að yfirstjórnin færðist á einhvern enn ofar sem fengi þá enn hærri laun. Eða þyrfti þá jafnvel að ráða einhvern sérstaklega til að vera yfir öllum sviðunum, rúnk sparnaður sem færir sama sem ekkert í aðra hönd.

Varðandi embættismenn þarftu að kynna þér málin betur hverjir teljast í raun til embættismanna, það eru ekki jafmargir og þú heldur. 96 voru einmitt sett lög um að embættismenn væru ekki lengur ráðnir ævilangt heldur til 5 ára í senn. Þeir sem voru ráðnir ævilangt þar áður höfðu því miður stjórnarskrárbundinn rétt sem var ekki hægt að breyta með lögum og voru því enn skipaðir ævilangt (lesist til sjötugs max) þeir menn munu hægt og rólega hverfa úr kerfinu.

vúhú mér tókst að vera bara á móti fyrir utan einstaka samþykki

jú ok til að taka þátt í gleðinni með ykkur, lækka atvinnuleysisbætur og senda fólk á atvinnuleysisbótum frekar til að vinna við eitthvað drasl, sama hvað það er bara ekki leyfa því að hanga heima, senda það að vinna með rauða krossinum eða mæðrastyrksnefnd, þeir geta svo fengið 1 frídag í viku til að leita sér að raunverulegri vinnu og þurfa að mæta til vinnu vikuna eftir með vottorð frá 5 vinnustöðum um að þeir hafi sótt um vinnu þar (lesist að það sé bannað að sækja bara um óraunhæfar forstjórastöður). Fólk með fjármagnstekjur að einhverju marki geti ekki setið heima á bótum í þokkabót.

Borga skatt af lífeyrissjóðsgreiðslunum strax, liggja milljarðar þar inni á bankabók lífeyrissjóðanna, breytir fólk engu hvort það borgi skatt af þeim núna eða þegar þeir fái þær greiddar út. Okkur vantar peninginn núna, vextir munu annars drepa landið. (fokk þetta var hugmynd sjálfstæðismanna (nú missið þið bræður ykkur í samsæriskenningum), verst að ríkisstjórnin getur ekki framkvæmt hana því þeir komu með hana, ef að sjálfstæðisflokkurinn hefði raunverulega hagsmuni landsins fyrir bestu hefðu þeir haldið kjafti og laumað þessu að ríkisstjórninni bara og hún gæti kynnt það sem eigin hugmynd, verst að það voru kosningar í nánd og þá hefur enginn flokkur hagsmuni landsins í fyrirrúmi)

Hey hvernig væri fyrst við erum hvort sem er bara með ríkisbanka að hafa bara einn banka undir yfirstjórn seðlabankans ? Bless bless greiningardeildir á hvað seðlabankinn er að hugsa.

Skattatillaga að hækka álag á áfengi, tóbak og bensín......búja ég er frumlegur

gunso (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 01:33

15 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Fínt að fá mismunandi sjónarhorn. Sumir vilja skera niður meira. Sumir minna.

En þó að gunso viti ekki hvað Hafrannsóknarstofnun , Fiskistofa og Námsgagnastofnun sé. Þá er ekki víst að allir viti það ekki. 

Set punktinn yfir i-ið hér.

Endilega skrifa nýja færslu Haukur. Orðið soldið þreyttur þráður hérna.

Sleggjan og Hvellurinn, 20.8.2009 kl. 17:41

16 identicon

Ég veit það alveg, þú veist það greinilega ekki þar sem þú kemur þér undan svarinu. Ég er allur fyrir að boykötta alla óþarfa eyðslu ríkisins. En Haukur endilega skrifaðu aðra færslu til að bjarga bróður þínum, hann er kominn í rökþrot að venju

gunso (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 20:54

17 Smámynd: Hawk

Ég er sammála sjálfstæðisflokknum að skattlegja lífeyrisgreiðslunnar þegar þær koma inn en ekki út.

Ég stið það að hækka áfengisskatt þegar það þarf tekjur. Í kreppu þá á að hækka þennan skatt því það eru mörg vond ytri áhrif sem koma frá neyslu áfengis.

En svo betur fer hefur áfengisskattur hækkað tvisvar sinnum á hálfu ári og það er komið að öðrum skattstofnum núna takk fyrir. (ég er kannski ekki alveg hlutlaust en samt. Tvisvar á hálfu ári er alveg nóg.... eða hvenær er komið nóg?)

Hawk, 21.8.2009 kl. 16:57

18 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Mjög ófrumlegt að hækka þennan skatt. Pólítísk hugmyndsnautt. En mjög þægilegur skattur. Auðvelt að réttlæta hann og tekjurnar koma á stundinni.

En nú þurfa menn að vera frumlegir. Og skattleggja lífeyrisgreiðslur fyrir en ekki eftir er náttla SNILLDARHUGMYND

Sleggjan og Hvellurinn, 21.8.2009 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Haukur

Höfundur

Hawk
Hawk

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ory2_957256
  • ...raph_957255
  • ...rvehistory2
  • ...peakgraph
  • Image000

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband