Scandinavian Union.

18. April 1951 var gunnur að Evrópusambandinu stofnað. Þýskaland, Frakkland, Ítalía, Holland, Belgía og Luxemborg vor fyrstu löndin.

1. Janúar 1973 var Evrópusambandið stækkað í fyrsta skiptið og fjöldin landa í sambandinu fóru frá sex uppí níu. Þau lönd sem bættust við var Danmörk, Írland og Bretland.

Segum sem svo að á sjöunda áratugnum hefðum við frændurnir á norðurlöndunum verið með á nótunum og litist vel á samstarfshumyndina árið 1951. Við á norðulöndunum höfðum byrjaða að ræða saman um hugsanlegt samstarf. Og síðan á áttunda áratugnum hefði Danmörk hætt við að ganga í Evrópusambandi og í staðinn hefði Norðurlandasambandið verið stofnað. Meðlimirnir væru Ísland, Noregur, Danmörk, Svíþjóð og Finnland. (Einnig Færeyjar og Grænland undir stjórn Dana).

Við mundum hafa þetta fjórfrelsi á milli landa og sameiginlegar reglur. Einnig væri Norðurlandasambandið með sinn eigin fána. Ekta víkingafána. Einnig mundi við hafa sameiginlegan seðlabanka og okkar eigin gjaldmiðil. Skandinavíu krónuna.. kölluð skanndallinn. (kannski ekki alveg heppilegt nafn en það er aukaatriði).

Norðurlandasambandið væri gott jafnvægi við Evrópusambandið og okkar íslenska rödd mundi heyrast betur innan Norðulandasambandsins heldur en Evrópusambandssins. Þetta samband mundi telja 25 milljónir manna. Þar af leiðandi mundi röddin okkar heyrast betur á alþjóðavettvangi ef við stöndum saman en ekki í sitthvoru lagi. Síðan gæti Norðulandasambandið að sálfsögðu verið í nánu samstarfi við Evrópusambandið á ýmsum sviðum.

Ég held að það mundi vera miklu meiri samstaða á milli Íslendinga að ganga í Norðurlandasambandið í staðin fyrir ESB. Við höfum miklu meiri semeiginlegt með norðurlandaþjóðum heldur en t.d Tyrklandi eða Búlgaríu. Tungumálin eru einnig lík (fyrir utan Finnland) og menningin ekki svo frábrugðin á meðal þjóða.

Bara ef einhver sniðugur hefði fengið þessa flugu í hausinn 1960-1970.  Bjarni Benitiktsson var forsætisráðherra á þessum tíma og hafði mikla reynslu sem utanríkisráðherra árin á undan. Bjarni hefði átt að vera fumkvöðull á þessu sviði og þá hefði þetta kannski verið að veruleika.

En annars veit maður aldrei. Kannski er þetta bara vitleysa hjá mér. Ég er fylgjandi Evrópusambandsaðild og hef m.a skráð mig á www.sammala.is. En ég enginn sérstakur aðdáðandi að Evrópusambandinu. Ég tel bara að það er illskárri kostur en að vera utan þess. Ef þetta Norðurlandasamband væri á boðstólnum þá mundi ég ekki hika við að stiðja það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan

Mjög skynsamlegar pælingar.

Sleggjan, 12.7.2009 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Haukur

Höfundur

Hawk
Hawk

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ory2_957256
  • ...raph_957255
  • ...rvehistory2
  • ...peakgraph
  • Image000

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband