28.6.2009 | 13:45
Fjárglæframenn
Ég las Flugeldahagfræði fyrir byrjandur um daginn.
Mér líður illa eftir þessa bók.
Það er stundum sagt að siðlaus viðskiptamaður getur skilið eftir sig sviðna jörð. Bankarnir skildu eftir sig sviðið land.
Fólk er að tala mikið um Icesave. Bara það að Seðlabankinn tók veð í skuldabréfum bankana en ekki húsnæðislánin þá mun falla miklu meira á þjóðina heldur en Icesave. Þeim tókst að koma Seðlabanka Íslands í þrot.
Þeir sugu peninga útur sparisjóðunum og þeir eru að fara í þrot.
Þeir sugu peninga útúr lífeyrissjóðunum og núna er staða þeirra hræðileg.
Þeir sugu peninga útur tryggingamiðstöðvunum.
Mottóið var að virkja dautt fjármagn. Þessir sjóðir voru bara "fé án hirðis".
Þeir sannfærðu fyrirtæki, sjávarútvegin og einstaklinga að taka lán í erlendri mynt og þar af leiðandi komu flestum fyrirtækjum á hausinn.
Með bókhaldsbrogðum tóku þeir peninga frá almenningshlutafélögum og færðu þau yfir í sín enkahlutafélög.
Þeim tókst að skemma mannorðið á Íslandi.
Hugsið ykkur. Við stöndum uppi með gjalþrota fyrirtæki með alltof hátt erlend lán, gjalþrota almenning með alltof há verðtryggð eða erlend lán, gjalþrota sparisjóði útum allt land sem hafa starfað í meira en hundrað ár en þeim tókst að eyðileggja þá á 5árum, við stöndum uppi með bugaða lífeyrissjóði sem mun leiða til skertra lífeyristekna, stöndum uppi með gjalþrota Seðlabanka hvorki meira né minna, og að ógleimdum bönkunum sjáflum sem eru gjaldþrota.
Þeir senda okkur góðann reikning fyrir þetta altsaman í formi Icesave tjekka. Einhverskonar "job well done" tjekki.
Um bloggið
Haukur
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hef ekki keypt mer bók í 2 ár. Keypti þessa samt. Hún verður lesin í vikunni.
ingi (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 17:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.