26.6.2009 | 21:01
Steingrímur að missa sig
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/06/26/bodar_auknar_alogur_a_afengi_og_tobak/
Hækka áfengi og tópak um 30-40% á þessu ári og því næsta. Það var verið að hækka þessi gjöld í byrjun ársins og um 15% núna í Júní. Hvað á að mjólka þessa skattstofna mikið. Ég hélt að áfengi fengi að vera í friði í smá tima eftir tvær hækkanir á hálfu ári. Fattar Steingrímur ekki að með svona hækkunum mun fólk bara byrja að brugga. Með landasölu fær ríkið ekki neitt. Það þýðir ekkert að reikna með áfengissölu frá fyrra ári og segja að þessi hækkun mun skila svo og svo miklu í ríkiskassann því með auknu gjaldtöku mun bruggun aukast og þar með áfengissala minnka.
Einnig er farið með rangt mál í skýrslunni og það er sagt að gjald á sterkt áfengi er um 80kr. En það er gamla gjaldið sem var 79kr. Hið nýja gjald er í kringum 96kr á hvern cl af sterku.
Það er sagt í skýrslunni að ef áfengissgjald hefði fylgt verðbólgu þá væri það ennþá hærra. Eru það rök fyrir hækkun á áfengisgjaldi? Mestu verðbólguskotin árið 2008 voru vegna gengsiveikingar. Þá hækkaði allar innfluttar vörur frá matvörum og bensín til sófasetts og flatskjái. Við það kom gríðarlegt verðbólguskot en áfengi hækkaði líka. Flestar af vinsælustu áfengsitegundir eru innfluttar næjir að nefna Smirnoff og Bacardi Breezer. Þar af leiðandi hafa þessar áfengistegundir hækkað mikið í verð og í samræmi við gengisveikingar krónunnar. Áfengsibransinn hefur ekkert verið stykkfrí frá verðbólgunni einsog gefið er í skyn í skýrslunni.
Steingrímur er að pína þessa skattstofna vegna þess að hann er gunga og þorir ekki öðru. Það er erfitt að vera á móti hækkun á bensín, tópaki og áfengi því bensín megar og áfengi er óholt fyrir þig. Þess vegna er hann að leggja álögur á þennan vöruflokk.
Ég sé það núna að kannski voru það mistök að leyfa þessum dreng (Steingrím) að fá völd. Það er kannski betra að hafa spilltann hægriflokk við völd heldur en heimskan og hræddann vinstriflokk? Það er bara ein leið útur þessari vitleysu. Alþingi á að fella Icesave samningin og við það hrinur ríkisstjórnin og við fáum spilltu bláu höndina aftur að tekötlunum.
Þess má geta að ég á fyrirtæki sem starfar við innflutnings áfengis og þar af leiðandi er þessi færsla ekki hlutlaus.
Um bloggið
Haukur
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.