12.6.2009 | 17:32
Gunnar I og Doilette
Það virðirst vera að Gunnar I Birgisson hafi sukkað með almannfé í nokkur ár. Allar vísbendingar benda til þess. Alveg frá því að hann var í stjórn LÍN, framkvæmndastjóri Klæðningu og síðan bæjarstjóri. Dóttir hans fékk fúlgu fjár í gegnum fyrirtækið hennar Ný miðlun Ný miðlun fékk að auki fjölmörg verkefni frá LÍN á yfirverði og að auki fékk Klæðning feit verkefni frá Kópavogsbæ þegar hann var framkvæmndastjóri þar.
En þessi skýrsta Doilette er ekki nógu góð. Niðurstaðan er að Gunnar "gæti hafa brotið lög". Það vita allir að hann gæti hafa brotið lög, það liggur í augum uppi. Síðan er vitnað í lög um opinber kaup og sveitafélög er ekki undir þeim lögum. Deloitte fær ekki plús fyrir þessa skýrslu.
En eitt er víst að það er ekki góð stjórnsýsla þarna á ferð.
Um bloggið
Haukur
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
meinti Frjáls miðlun ekki ný miðlun
Hawk, 12.6.2009 kl. 20:34
Eftirfarandi er kóperað úr lögum nr. 84/2007 um opinber innkaup. Í þriðju grein er fjallað um gildissvið.
3. gr. Opinberir aðilar sem lögin taka til.
Lög þessi taka til ríkis, sveitarfélaga, stofnana þeirra og annarra opinberra aðila, sbr. 2. mgr. Lögin taka einnig til samtaka sem þessir aðilar, einn eða fleiri, kunna að hafa með sér.
Viltu segja eitthvað meira um þetta?
Grétar (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 13:31
Ef þetta er svona borðliggjandi að hann hafi brotið lög af hverju er það þá ekki getið til í skýrslunni. Það á bara að segja að Gunnar hafi "brotið lög" í skýrslunni. Ekki bara hugsanlega brotið lög. Einsog ég sagði........ léleg skýrsla.
Hawk, 13.6.2009 kl. 15:35
Það er kannski eitthvað í málinu sem gæti orkað tvímælis. Það er hinsvegar borðleggjandi að sveitarfélög heyra undir þessi lög. Varla hefur það verið þeirra að dæma.
Grétar (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 18:04
Það breytir því ekki að þó að lögin um opinber innkaup eigi almennt við um sveitarfélög þá eiga sumir kafla laganna ekki við um sveitarfélög
Ákvæði þessa þáttar taka til opinberra innkaupa undir þeim viðmiðunarfjárhæðum Evrópska efnahagssvæðisins sem birtar eru í reglugerð skv. 78. gr.
Ákvæði þessa þáttar taka ekki til innkaupa sveitarfélaga, stofnana þeirra, annarra opinberra aðila á þeirra vegum, sbr. 2. mgr. 3. gr., eða samtaka sem þessir aðilar kunna að hafa með sér. Þessum aðilum er þrátt fyrir þetta ávallt heimilt að beita reglum þessa þáttar í heild eða að hluta við innkaup sín. Sveitarfélög skulu setja sér reglur um innkaup sín, enda hafi þau ekki ákveðið að kaupa inn samkvæmt reglum þessa þáttar í heild.
gunso (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 11:34
spot on
Gunnar þú verður að heimsækja þessa síðu oftar.
Þú misstir af lestinni þegar lög voru umræðuefni og ert núna að kommenta á gamla færslu.
Hawk, 19.6.2009 kl. 00:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.