30.5.2009 | 23:45
Tónlistarhúsið
Maður er orðinn svo blindur á tölur að maður fattar ekkert þessa milljarða. Ríkið mun græða 4,2 milljarða á ári vegna skattahækkana á bensín, áfengi og tóbak. Skuldir Hannesar Smárasonar nema 45 milljarðar, Robert Tchenguiz fékk 107 milljarða yfirdrátt hjá Kaupþing rétt fyrir fall bankans.
Það mun kosta 20milljarða að halda áfram að byggja Tónlistarhúsið í Reykjavík. Ég finn fyrir þessum nýju sköttum. Þegar maður fer í ríkið eða fyllir á bílinn þá finnur maður fyrir smá blóðtöku. En þetta skilar einungis 4,2milljörðum á ári og á sama tíma erum við að halda áfram með Tónlistarhúsið sem kostar 20milljarða. Þessar nýju skattahækkani ná rétt rúmlega 1/5 af kostnað Tónlistarhúsins.
Við eigum ekkert efni á þessu húsi. Þegar kostnaðurinn við að byggja þetta er afgreiddur og þá þarf að reka þetta hús. Það mun kosta eihverja tugi milljóna á mánuði. Við eigum bara að sleppa þessu húsi, hafa þetta bara sem minnisvarða um tímann sem var. Minnisvarði um bjartsýni Íslands. Minnisvarði um góðaræstímann.
Við getum auglýst kreppuferðir erlendis "come and visit Iceland, once a rich country but now broke". Í staðinn fyrir gullna hringinn þá fara ferðamenn í kreppu hringinn. Byrjað á að skoða alla háflbyggðu blokkirnar og tómu hverfin. Síðan er farið uppá land að skoða stóru tómu sumarbústaðina. Síðan er ferðin heitið í Krepputorg sem er hálf tóm og tómri Bauhaus verslunina sem hætti við að hefja rekstur. Síðan verður farið í turnin í Kópavogi og Höfðatorg að skoða tómu skrifstofuhúsnæðin. Og ferðin endar á því að túristarnir fá að skoða sig um í rústum tónlistarhúsins þar sem draumurinn um fjármálamiðstöð heimsins hvarf.
Um bloggið
Haukur
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hahah, mögnuð færsla
Sleggjan og Hvellurinn, 2.6.2009 kl. 01:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.