21.3.2009 | 15:10
Borgarahreyfingin.
Ég mun kanna stefnur stjórnmálaflokka núna fram að kosningum. (það er reyndar sorglegt að allt snýst um kosningar meðan Róm brennur).
Byrja á Borgarahreyfingunni. X-o
Góðar tillögur:
Afnema 5% þröskuldinn
Persónukjör í alþingiskosningum
Rofin verði öll óeðlileg hagsmunatengsl milli viðskiptaheims og þingheims
Fjöldi þingmanna miðist við fjölda á kjörskrá og verði hlutfallið 1/4000. Það er í samræmi við algengt hlutfall hjá öðrum þjóðum sem við berum okkur saman við. Þetta myndi þýða örlitla fækkun þingmanna frá því sem nú er en hægfara fjölgun í framtíðinni með vaxandi fólksfjölda
Tryggð verði skipting valdsins milli löggjafarvalds og framkvæmdavalds, m.a. með því að ráðherrar sitji ekki á þingi.
Ráðherrar, þingmenn og æðstu embættismenn framkvæmdavaldsins gegni embætti í mesta lagi í átta ár eða tvö kjörtímabil samfellt
Trúverðug rannsókn á íslenska efnahagshruninu fari af stað undir stjórn óháðra erlendra sérfræðinga og fari fram fyrir opnum tjöldum. Frysta skal eignir grunaðra auðmanna STRAX meðan á rannsókn stendur
Lögfest verði fagleg, gegnsæ og réttlát stjórnsýsla
Hæfi umsækjenda um störf hæstaréttar- og héraðsdómara verði metið af hlutlausri fagnefnd skipaðri af Alþingi eftir tilnefningu Hæstaréttar. Ráðherra beri að velja dómara úr hópi þeirra sem fagnefndin telur hæfasta
Ráðið verði í stöður innan stjórnsýslunnar á faglegum forsendum.
Settar verði siðarreglur fyrir alþingismenn, ráðherra og æðstu embættismenn framkvæmdavaldsins.
Ágætis tillögur sem gæti virkað með réttri útfærslu:
Alvarleg skuldastaða heimilanna verði tafarlaust lagfærð með því að færa vísitölu verðtryggingar fram fyrir hrun hagkerfisins (til janúar 2008).
Leitað verði leiða út úr myntvanda Íslands með myntbandalagi við aðrar þjóðir eða, ef þess þarf, einhliða upptöku annars gjaldmiðils
Slæmar tillögur:
Halla á ríkissjóði verði mætt með endurskoðun skattkerfisins, m.a. með fjölgun skattþrepa, hátekjuskatti og breytingum á virðisaukaskatti, frekar en niðurskurði í heilbrigðis- og velferðarþjónustu
Gefið verði loforð um að 2% af VLF Íslands renni til þróunaraðstoðar á ári í tíu ár til að sýna góðan vilja Íslendinga til að verða ábyrg þjóð meðal þjóða. (Er ekki betra að eyða peningunum í eitthvað annað en þetta. Árangur af þessu mun ekki vera ljós. Við erum með margar og góðar hjálpastonfanir núna þegar starfandi á Íslandi t.d Rauði krossinn, ABC, Hjálpræðisherinn og Unisef.)
Þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um mál sem varða þjóðarhag óski 7% þjóðarinnar þess. (Ef þetta verður reglan mun verða gríðarlegur kostnaður. Einnig mun valdið færast til fjölmiðla sem stýra umræðunni á Íslandi.)
Gamlar tuggur:
Boðin verði víðtæk aðstoð við atvinnulausa um allt land með það að markmiði að aðstoða þá í að nýta atvinnuleysið sem tækifæri (þetta er nú þegar í gangi. Skemmst að minnast "virkjum mannauðinn" á gamla Keflavíkurflugvelli)
Borgarahreyfingin leggur sig niður og hættir störfum þegar þessum markmiðum hefur verið náð eða augljóst er að þeim verður ekki náð.
Um bloggið
Haukur
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.