Nemendur og Össur HF

„Í ljósi vaxandi eftirspurnar nemenda í viðskiptafræði á því að vinna verkefni um Össur hf. hefur verið ákveðið

að bjóða nemendum í viðskiptafræðideildum í heimsókn til okkar miðvikudaginn 11.mars 2009, kl.15:00.“

Svona hljóðar byrjunin á bréfi sem var sent til allra nema í viðskiptafræði Háskóla Íslands. Þetta bréf sýnir breytta tíma. Fyrir einu ári síðan fjölluðu flestar lokaritgerðir í hagfræði og viðskiptafræði um stóru bankana á Íslandi. Þar matti sjá lokaritgerðir einsog  „Landsbankinn í alþjólegu umhverfi“ eða „ Fjármálastjórn KB banka“ og svo framvegis. Nemendur horfðu með stjörnuaugum til bankana og draumastarfið var að vera einn daginn ráðinn til Kaupþing, Landsbankan eða Glitnis.

Nú eru bankarnir gjaldþrota og nemendur horfa til Össur HF. Þetta er hin nýja draumavinna. Nemendur hafa greinilega kíkt í Kauphöllina og valið það fyrirtæki sem stendur sig þokkalega og ákveðið að það sé besti vinnustaðurinn á Íslandi.

Fyrir mitt leyti er þetta vonbrigði. Það er ótrúlegt hvað viðskiptafræðinemendur geta verið hugmyndasnauðir. Það er mikil hjarðarhegðun í gangi. Núna er kreppa og þessi þekking sem felst í viðskiptafræðimenntun er verðmæt. Það eru 2600 nemar að læra viðskiptatengd fög, þetta eru miklir skattpeningar og eina leiðin til þess að skattborgarar fái eitthvað fyrir þessa peninga þá þurfa nemendur í Háskólanum að sýna frumkvæði. Íslendingar eru ekki að borga undir okkur nám  bara til þess að vera á höttunum eftir sama fyrirtæki.

Nemendur í Háskólum landsins eru ung og kraftmikil. Ætla mætti að þeir séu líka frumkvöðlar og afl í nýsköpun en svo er ekki. Þetta eru erfingjar Íslands og mikilvægt að þessir eiginleikar séu til staðar til að hífa Ísland aftur upp í fremstu röð þjóða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Haukur

Höfundur

Hawk
Hawk

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ory2_957256
  • ...raph_957255
  • ...rvehistory2
  • ...peakgraph
  • Image000

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband