19.2.2009 | 21:15
Orðspor Íslands.
Þetta heyrist í umræðunni í dag:
- "Það er hætta á að Sviss fari sömu leið og Ísland," segir bandarískur hagfræðingur.
- "Dubai er orðin Ísland suðursins" segir ónefndur aðili
- Janúarhefti The Economist er grein sem fjallar um gælunafn London. Þegar fjármálakerfið var að spretta upp var London kölluð Manhattan-on-Thames. Eftir hryðjuverkin var hún kölluð Londonistan. Eftir að rússneskir auðmenn settust að og keyptu fyrirtæki og fótboltalið var London kölluð Londongrad. En nú veltur blaðamaðurinn fyrir sér hvað á að kalla London núna eftir að fjármálakerfið í heiminum fór á hliðina. Niðurstaða blaðamans er Reykjavik-on-Thames.
- José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, bar saman Ísland og Írland. Cowen forsætisráðherra Írlands brást illa við þessum orðum, og sagðist ekki líða að talað væri illa um Írland.
Það er búið að sverta orðspor Íslands svo mikið í alþjóðasamfélaginu að fólk gerir sér almennt ekki grein fyrir því.
Um bloggið
Haukur
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.