14.1.2009 | 15:05
ESB
Eigum við að ganga inn eða ekki?
Fólk er byrjað að líta á ESB sem lausn á okkar vanda. Nýr gjaldmiðill, endurvakning traust í viðskiptalífinu og stöðuleiki er það sem fólk finnst jákvætt. Skert sjálfstæði, bruðl í Brussel, áhyggjur af auðlindum t.d fiskur er það sem fólk finnst ógna. Það er eflaust kostir og gallar að ganga inn en við sem erum efasöm um að ganga inn þurfum raunhæfan valmöguleika. Krónan er dáinn. Það er ekkert flóknara þetta eru bara mattadorpeningar. Prófaðu að fara til Noreigs með Ísl krónur og reyna að skipta þeim í annan gjaldeyri. Ef valið stendur á milli ESB og upptaka evru og síðan gjaldeyrishöft og gjaldeyriskreppa og áframhaldandi svefla og niðrfelling gengis þá vel ég ESB. Stjórnvöld þurfa að koma með skýra áætlun um hvernig þeir munu haga sinni hagstjórn og gjaldeyrismál í framtíðinni t.d einhliða upptaka annars gjaldmiðils þ.e ef það er mögulegt
Um bloggið
Haukur
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
krónan er ekkert dauð og ástæðan fyrir að norðmenn neita að skipta henni er út af gjaldeyrishöftunum sem eru tímabundin, ekki því þetta er íslenska krónan
gunso (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 09:04
ef krónan fer síðan á flot og sekkur niðrá botn og heldur sig þar þá er hún dauð
Hawk, 19.1.2009 kl. 12:46
Hvað er dautt við það að hún sé þá í raunverulegu gengi sínu? Þýðir bara það að landinn standi ekki undir sjálfum sér. Erum meiri bjánarnir ef okkur tekst ekki að skapa meiri verðmæti hér á landi en að við þurfum að flytja út miðað við allar þær auðlindir sem við höfum miðað við fámenna þjóð. Ekki krónunni að kenna að allir á landinu séu bjánar og lifi um efni fram og skuldi meira í erlendum lánum en þau verðmæti sem það aflar í íslenskum krónum
gunso (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 21:06
Ein gata í NY hefur samt ekki öll þau verðmæti sem finnast á Íslandi í sjávar- og orkumálum
gunso (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 23:21
Alls ekki, það er ekki fjöldi þjóðarinnar sem skiptir máli um hvort hægt sé að leika sér að gjaldmiðli hennar heldur hvort að kerfið í því landi bjóði upp á það og ef við værum ekki búin að skuldsetja okkur svona mikið í erlendum gjaldeyri hefði fall bankanna verið svo miklu minna mál. Þú nefnir sjóðinn sem verslar milljarð til að leika sér að selja hann síðar, krónan hefur væntanlega styrkst slatta við fyrstu kaup ekki satt? En til að sjóðurinn selji þarf hann væntanlega að finna kaupendur líka ekki satt? Helsti gallinn við þetta kerfi okkar var þessi heimild til að skuldsetja okkur endalaust í erlendum gjaldmiðlum sem við ráðum ekkert yfir og þetta endalausa frelsi yfir einkafyrirtæki með ríkisábyrgð. Einfaldlega verið eina vitið að hafa annað hvort hömlur á hvað bankarnir gætu orðið stórir eða enn betra, algjörlega kötta á bankana og hafa enga ríkisábyrgð á þeim, hvað þá að tryggja innistæður í erlendum útibúum þeirra. Að hafa krónuna per se skiptir engu um þetta fall heldur kerfið í kringum hana sem var þess valdandi
gunso (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 14:47
en er ekki einmitt hægt að leika sér að gjaldmiðlum vegna skorts á reglum ? ég er einfaldlega að segja að það er ekkert mál að halda krónunni, bara svo lengi sem að efnahagsstjórnin í kringum hana er ekki í tjóni og reglur standa um kaup og sölur á henni og gjaldeyris og varagjaldeyrisforða seðlabankans. Löngu vitað að krónunni var haldið alltof sterkri í lengri tíma, auðvitað forðuðu fjárfestar sér svo frá krónufjárfestingum sínum þegar illa stefnir. En ef efnahagsstefnan hefði verið að halda raungengi krónu, þá er þetta mun erfiðara. Varla hægt að segja að krónan sé eitthvað verri en dollarinn t.d. sem er líklega einhver sveiflumesti gjaldeyrir allra tíma.....ætlaru að halda því fram að bandaríkin séu kannski einnig of lítil til að halda úti eigin gjaldmiðli ?
gunso (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 21:02
hva allt að vera vitlaust???
Hawk, 23.1.2009 kl. 08:24
nei nú ertu bara að donka ingi
gunso (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 01:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.