PR

Ég hef hugsað mikið um ýmsar formúlur uppá síðkastið. Einsog hvað inniheldur formúlan fyrir því að taka yfir Ísland. Banki + fjölmiðill + endurskoðendafyrirtæki + ríkisstjórn í vasanum. Jón Ásgeir veit alveg hvað hann er að gera. Það sem ég hef tekið eftir undanfarið er að Jón Ásgeir er með góðann almannatengslamann á sínum snærum. Svona PR gaur. Það er nauðsýnlegt. Þeir í FL group og Baug hljóta að fara á námskeið um hvernig er hægt að deifa óþægilegar spurningar. Gott að koma fram og skýra sitt mál því annars verða kjaftasögur öflugri. Hannes Smárrason fór beint í Kasljós eftir að stjórn FL labbaði á dyr. Hann sagði að allt væri í gúddi sem seinna sannaðist að það gæti ekki hafa verið fjær sannleikanum. En málið með svona PR dæmi er að það skiptir ekki máli að ljúga... að segja sannleikann er ekki höfuðmálið heldur bara að lægja öldurnar. Jón Ásgeir er duglegur í því. Hámarkið náði með moggabréfinu í gær sem náði tvær heilar síður. Alltaf þegar er neikvæð umfjöllun um Jón þá kemur jón í viðtal eða sendir bréf eða kemur með tilkinningar. T.d þegar norska sjónvarpið fjallaði um hann þá kom Jón með tilkinningu samdægurs, þegar umræðan var óþægileg kom Jón í drottningarviðtal hjá Ísland í dag, þegar óeðlileg lán til Stím frá Glitni leit dagsins ljós kom Jón með yfirlýsingu og var að skammast yfir brot á bankaleind.

Líklega skrifar einhver annar þessar greinar. Hann er með einhvern góðann lögfræðing, sagnfræðing, stjórmálafræðing eða heimspeking á launum sem kann að sveifla penna. En þetta er örugglega viðurkennd fræði. Svona probaganda sérfræðingar nota bara félgaslegar formúlur til að stjórna múgæsingum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég nennti ekki einu sinni að lesa helminginn af þessu, blackoutaði alveg þarna í byrjun bloggaðu um eithvað áhugarverða eins og kellinguna sem var að röfla í fréttunum áðan um lætin í rakettunum, hún er sko efni í frétt og forsíðu Dv's. ;)

Guðrún (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Haukur

Höfundur

Hawk
Hawk

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ory2_957256
  • ...raph_957255
  • ...rvehistory2
  • ...peakgraph
  • Image000

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband