Eins manns dauð er annars brauð

Félagi minn í viðskiptafræðinni var að segja mér að þeir sem eru að stunda útflutning á íslenskum hestum eru í bullandi góðæri. Þetta er ört vaxandi grein og það er búið að vera mikið kynningarstarf í útlöndum í sambandi við íslenska hestinn. Ríkið réð umboðsmann íslenska hestsins og var hann á launum í útlöndum að kynna vöruna (veit ekki hvort þessi titill er til ennþá en aldrei að vita). Þessi bissness var í góðum gír þegar krónan var hátt skrifuð en hvað þá núna þegar krónan er búin að hrinja og þú færð meira en tvöfallt verð fyrir vöruna þína.

Ég hringdi í Remax fasteignasöluna mína um daginn og var að athuga hvort íbúðin mín er ekki að fara að seljast og hann sagði að ekkert er að gerast á markaðinum í dag nema ef ég hef áhuga á að fá nokkra hesta í skiptum fyrir íbúðina (þetta er lýsandi dæmi um fasteignamarkaðinn í dag). Ég afþakkaði þetta tilboð og hló innra með mér hversu fáránlegt þetta tilboð hljómaði. En kannski er þetta ekkert svo galið tilboð. Kannski átti ég bara að taka þessu og gerast hestaútflytjandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Haukur

Höfundur

Hawk
Hawk

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ory2_957256
  • ...raph_957255
  • ...rvehistory2
  • ...peakgraph
  • Image000

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband