13.11.2008 | 19:24
Rauðsól, Jón Ásgeir, og fimmtánhundurð milljónir
Jón Ásgeir, skuldugasti maður landsins, fekk 1,5milljarð að láni til að kaupa 365miðla. Lánið fékk Rauðsól eða Ný sýn einsog það heitir núna.
Svona lítur Rauðsól ehf út á pappírum
Útgáfud.: 11. nóvember 2008
Hlutafélagaskrá nýskráning
Félagið heitir: Rauðsól ehf.
Kt.: 681008-0120.
Heimili og varnarþing: Suðurlandsbraut 4, 104 Reykjavík.
Dagsetning samþykkta er: 27. október 2008.
Stofnendur: Einar Þór Sverrisson, kt. 250173-3429, Hólatorgi 8, 101 Reykjavík.
Stjórn félagsins skipa skv. fundi dags.: 27. október 2008.
Stjórnarmaður: Einar Þór Sverrisson. Varastjórn: Tryggvi Þórhallsson, kt. 200662-7419, Drápuhlíð 13, 105 Reykjavík.
Firmað ritar: Stjórnarmaður.
Framkvæmdastjórn: Einar Þór Sverrisson.
Prókúruumboð: Einar Þór Sverrisson.
Skoðunarmaður/endurskoðandi: KPMG hf., kt. 590975-0449, Borgartúni 27, 105 Reykjavík.
Hlutafé kr.: 500.000 ISK
Tilgangur: Tilgangur félagsins er kaup og sala eigna, hlutabréfa og skyldur rekstur.
Hömlur á meðferð hlutabréfa: Já.
Lausnarskylda á hlutabréfum: Nei.
Þetta er einkahlutafélag sem segir okkur það að ef Ný Sýn getur ekki borgað lánið þá mun lándardrottinn ekki geta krafist meira en eignir fyrirtækis. Þ.e bankinn mun ekki geta grafið í vasann af Jón Ásgeiri sjálfum, þetta er einsog er kallað takmörkuð ábyrgð. Það sem maður tekur fyrst eftir er að það er lagt 500.000kr hlutafé í þetta fyrirtæki. Í ljósi þess að það er aðeins reitt fram 500þúsund í hlutafé er mjög óeðlilegt að einhver banki vilja lána viðkomandi fyrirtæki svona háa fjárhæð eða 1,5milljarð fyrir kaupum á fjölmiðlafyrirtæki og fjölmiðlafyrirtæki eru mjög sjaldan rekin með hagnaði og hvað þá núna einsog ástandið er í dag í þjóðfélaginu. Það er ekki vona að maður spyr sig hver lánaði þennan pening. Ef það var banki, sparisjóður eða lífeyrissjóður þá er verið að spila með skattpeninganna okkar.
Um bloggið
Haukur
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
sama sukkið hefdur áfram, og auðvita er Landsbankanum mínum kennt um
mamma (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 12:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.