4.11.2008 | 12:42
Hvað ef?
Ég hafði miklar vonir á Geir sem forsætisráðherra eftir seinustu kostningar. Hann er með mastersgráðu í hagfræði en síðan komst ég að því að hann er með MA í hagfræði en ekki MS. Munurinn er að í MA þarftu ekki að kunna stærðfræði what so ever.... í MA náminu er bara svona rúnkfög einsog hagsaga og annað slíkt.
Segjum að eftir seinustu kostningar hefði komið forsætisráðherra með viti. Hann hefði stigið uppá pontu á Alþingi með ný lög. Allir bankar skulu skipta erlendri starfsemi uppí dótturfélög. Bankanir verða skyldir til þess að selja erlendar eignir og koma með peninginn til Íslands vegna hækkandi bindiskyldu og nú verða bankarnir að borga inn hluta af sínum peningi inná gjaldeyrisvarasjóð Seðlabankans. Ný lög um Fjármálaeftirlitið mun vera sett. Álagspróf verða breytt og bankarnir verða að fara eftir því í einu og öllu. Því ef við getum þetta ekki þá munu allir bankarnir fara á hausin, Ísland mun jaðra við þjóðargjaldþrot, gengsivísitalan mun rífa 200 stiga múrinn, verðbólgan mun nálgast 20% og stýrivextir líka, við munum þurfa að leyta aðstoð Alþjóða gjaldeirismálastofnun fyrir lán og skuldsetja börnin okkar um marga milljarða. Ef við samþykkjumm ekki þessi lög þá mun ástandið vera svo slæmt að meirisegja Færeyjar munu vorkenna okkur og bjóða okkur uppá milljarða lán.
Þessi nýji forsætisráðherra mundi ekki bara vera steyptur af stóli heldur sendur beinustu leið inná Klepp í spennutreyju.
Um bloggið
Haukur
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góður :)
Sigurdur Ingolfsson (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 12:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.