2.11.2008 | 21:50
Frysting verðtrygginga
Ég er ötull stuðningmaður um að frysta verðtrygginguna meðan mesta verðbólgan gegnur yfir. Kannski í 3-4 mánuði. Þetta hjálpar hverri einustu fjölskyldu sem á húsnæði (nema þeir sem eiga húsnæði skuldlaust en ef þú ert búinn að koma þér þannig vel fyrir þá þarftu ekki stuðning). Ég á íbúð þannig að þessi frysting þjónar mínum hagsmunum en burt sé frá því þá þjónar þetta einnig hagsmunum einstaklina sem eiga ekki húsnæði. T.d ef þú býrði í leiguhúsnæði þá er líklegra að leigan hækkar ef afborgnunin hjá leigusalanum hækkar stöðugt. Ég las það einhverstaðar að rót kreppu byrjar yfirleitt á húsnæðismarkaðinum. Ef húsnæðismarkaðurinn fellur þá tekur hann aðra markaði með sér niður. Ef frystingin er ekki gerð þá munu einstaklingar og fjölskyldur fara á hausinn og það mindar dominóáhrif út um allt samfélagið.
Hverjir hagnast á frystingu lána? = Almenningur
Hverjir tapa? = Íbúðarlánasjóður tapar mest. Þ.e hann lánaði 10 hesta og fékk 7 hesta í staðinn. En er það svo alvarlegt mál að það þarf að kæfa almenning í afborgun? Ég er aðeins að biðja um frystingu í nokkra mánuði!
Verðbólgan er núna 15,9% plús 4,15% það gera 20,05% vestir af íbúðarláni sem hlaupa á mörgum milljónum. Og þá er ég að tala hægstæðustu lánin. Það er gífurlegur verðbólguþrýstingur núna eftir fall krónunnar og verðbólgan getur mælst 30, 50, eða jafnvel 100%(samkvæmt Danske Bank). Getur almenningur staðið undir því? Hverjar verða afleiðingarnar?
Um bloggið
Haukur
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gengið styrkist aftur (vonandi) ef höfuðstóllinn hefur hækkað vegna veikingu krónunnar þá er möguleiki að krónan styrkist og þar af leiðandi lækkar höfuðstóllinn aftur. En með verðtryggð lán þá hækkar höfuðstóllin með verðbólgu og helst þannig að eilífðu því það mun ekki koma verðhjöðnun. Markmið seðlabanka er að hafa 2,5% verðbólgu sem telst eðlileg verðþróun.
Með frystingu lána er ekki meiningin að halda markaðsverðinu uppi. Það fylgir bara framboð og eftirspurn.
Haukur (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 09:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.