21.10.2008 | 21:25
Handbók fyrir atvinnulausa viðskipta/hagfræðinga.
Það hafur verið mikill samdráttur í fjármálageiranum og margir viðskiptafræðingar eru atvinnulausir. Bankar eru farnir á hausinn og hafa sagt upp hundruðum starfsmanna en eins manns dauð er annars brauð einsog sagt er og það er mikið að gera á öðrum sviðum á Íslandi.
Byrjum á íbúðarlánasjóði. Þeir eiga fullt í fangi með sitt og eiga mörg krefjandi verkefni framundan og þá sérstaklega sem snýr að yfirtöku húsnæðislána frá bönkunum. Ef fyrsting verðtryggingu eða afnám verðtryggingu verður að veruleika þá þarf sérfræðiþekkingu til að setja það uppí reiknilíkan og áætlanargerð og fl. Einsog stendur þá held ég að það er allavega ekki verkefnaskortur hjá Íbúðarlánasjóði og engar hópuppsagnir á næstunni.
Nóg að gera hjá Vinnumálastofnun. Nýskráningar eru 100 á dag og þetta á bara eftir að aukast. Rekstur og starfsemi stofnunarinnar fer vaxandi og það þarf örugglaga auka sérfræðihjálp til að hlaupa undir bagganna hjá núverandi starfsfólki. Hagfræðingar með árherslu vinnumarkað eða tölfræði hafa góða möguleika.
Ríkisskattstjóri. Ekki veitir að efla ríkisskattstjórann núna þegar auðmenn flýja land og reyn að koma fé undan skatti. Flækjustigið í sambandi við eiganarhaldfélög, hlutfélög krosstengsl og fleirra er orðið svo mikið að það þarf líklega marga sérfræðiinga til að krifja þetta niður og sækja þessa sauði til saka. Viðskiptafræðingar og þá sérstaklaga viðskiptafræðingar með mastersgráðu í skattarétti eiga örugglega auðvelt með að fá vinnu.
Efnhagsbrotadeild lögreglunnar. Ef ríkisstjórnin ausar ekki pening í þennan pakka þá er eitthvað að. Það á að fara í mikla rannsóknarvinnu og sækja þessa útrásarvíkinga til saka. Það þarf líklega að ráða marga sérfræðinga til að ráð í þessar flóknu flækjur, leysa þær upp og fara með hvert og eitt mál til héraðsóm. Endurskoðendur og viðskiptalögfræðingar gætu hjálpað mikið til.
Fjármálaeftirlitið. Þeir tóku við þrem bönkum á einu bretti og það er nóg að gera hjá fjármálaeftirlitinu á öllum sviðum. Fjármálum, reikningshaldi, stjórnun og ýmsum hagfræðitengdum sviðum. Allir viðskiptafræðingar og hagfræðingar eiga mikla möguleika á starfi hjá Fjármálaeftirlitinu vegna þeirra gríðalegu verkefna sem bíða.
Seðlabankinn. Þegar öll spjót beinast að bankanum þá er það síðasta sem þeir hugsa er að segja einhverjum upp. Þeir þurfa öllum sínum starfsmönnum að halda og jafnvel vilja þeir bæta við sig. Hagfræðingar og þá aðalega þjóðhagfræðingar eiga greiða leið í Seðlabankann núna og þá sérstaklega einstaklingar sem hafa menntað sig erlendis.
Um bloggið
Haukur
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.