Skólagjöld og Háskóla Íslands

Ég fékk Röskvu auglýsingabækling sendan til mín í dag. Það var ekki mikið efni í þessu blaði. Þetta er tæknilega pólítiskur flokkur innan um Háskóla Ísland eg hann er að keppa um atkvæði við Vöku. Ef Röskva væri á alþingi þá væri hún Samfylkingin eða Vinstri græn en ef Vaka er meira í anda xd, xb og xf. Eina málið sem er áberandi í þessum bæklingi er niðurfelling skólagjalda eða innritunargjöld einsog það er kallað. Sigurður Kári félagi í Röskvu skrifaði grein í blaðið sem hann kallaði "skólagjöld nei takk" ein lélegasta grein sem ég hef lesið en jæja kannski er það vegna þess að ég er ósammála honum. Hann talar um að krefjast jafnar réttar til náms óháð þjóðerni, kyni, efnahag eða stöðu. Þetta er bara svo mikil rangfærsla vegna þess að Háskóli Íslands er ekki að gera á milli kyn.... það er ekki verið að banna stelpur í skólann. Háskólinn spyr ekki um þjóðerni og hvað þá stöðu sem þú gegnir eina sem Háskólinn krefst er stúdentspóf. Hann nefnir efnahag. Það kostar 45þúsund krónur á ári að stunda nám í HÍ. Sem gera 3750kr á mánuði það er enginn á Íslandi sem á ekki efni á þessu. Samkvæmt lágmarkslaunum þarftu að vinna hálfann dag á mánuði til þess að eiga fyrir þessu. Það er fínt að hafa smá gjöld í Háskólan bara til þess að sigta námsmenn sem eru að skrá sig í námið að hálfum huga. Það er dýrt fyrir ríkið að gera ráð fyrir nemendum sem leggja sig ekki fram og droppa út, það veldur kennurum óþægundum og einnig draga þeir úr námsárangri samnemenda sinna t.d þegar þeir eru í hópvinnu. Það er fínt að hafa hófleg gjöld í Háskólann til þess að halda fólki frá því að skrá sig í skólann uppá djókið. Einsog ekta jafnaðarmaður þá vill hann að ríkið ausi meiri pening í HÍ einsog ríkið á ekki nóg á sinni könnu einsog er. Það eru 14þúsund manns í Hí og hver nemandi borgar 45þúsund sem gera 630milljónir á ári... hvar eiga þeir peningar að koma? Kannski taka frá gamla fólkinu eða öryrkjunum.... neinei þetta er fínt einsog það er. Að hafa smá sigti til þess að vera með bekkjarfélögum sem stunda nám að áhuga og festu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Haha þarf að nálgast þennan bækling, fella niður skólagjöld alfarið, meira bullið. Ekki vera að líkja þessu rausi og rugli samt við jafnaðarmenn. Stefna jafnaðarmanna, sanna krata, er sú að nemendur eigi að greiða fyrir háskólanám, samt á að halda greiðslum í lágmarki. Ekta jafnaðarmaður vill að sjálfsögðu láta ausa fjármagni í eina stærstu stofnun landsins en námið skal ekki vera frítt. Frekar vil ég sjá námið fara í um 60 þús kr til að gefa stofnuninni aukið fjármagn. Ef fólk er samt að nota fátækt sumra landsmanna  sem rök fyrir niðurfellingu á skólagjöldum má að sjálfsögðu hugleiða niðurfellingu innritunargjalda fyrir fólk sem býr undir fátækramörkum. Og ef svo væri myndi stíft ferli eiga sér stað hjá þeim aðilum sem þurfa að nýta sér það. Ekki rausa og rambla svo aftur svona illa og órökstutt um jafnaðarmenn helvítis græðgisameríkaninn þinn!;)

 Ég og Haukur Heiðar erum svo vonandi að fara að hella okkur í stúdentapólitíkina með Röskvu bráðlega og vona ég að þú fáir að lesa aðeins betri grein frá mér heldur en þessum Sigurðu komma í blaðinu á komandi árum hehe

Bjarni Freyr Aðalgeir (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 01:47

2 identicon

Já ég mun styðja ykkur í háskólastjórnmálin. En að fella alfarið niður skólagjöldin er brýnasta mál Röskvu. Það er erfitt að stiðja Röskvu heilshugar þegar maður er á móti aðal skoðunum þeirra. Svona svipað og að ganga í Samfylkinguna og vera alfarið á móti inngöngu ESB. Stofnið bara nýjann flokk!!!!! ;)  hrista aðeins upp í háskólapólítikinni

Haukur (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 11:52

3 identicon

Haha erfiðara sagt en gert að stofna nýjan flokk.. Nenni nú ekki að standa í Íslandshreyfingaveseni piff.... En ég held það séu nú fáir sem styðja flokk sinn í hverjum einasta málaflokki. Hver og einn hefur skoðanir og oft sér maður flokksystkini rífast um stór atriði. Þótt það sé stefna Röskvu að fella gjöldin niður þýðir það ekki að ég sem stuðningsmaður flokksins styð þá stefnu. Ég er sammála flestum öðrum atriðum þótt nokkur þurfi lagfæringa. Enda hef ég gagnrýna hugsun og er sem betur fer ekki flokkshundur;)

 Kratinn eða Kratos??'

Hvort er betra nafn á nýja flokkinn okkar hmmm?

Bjarni Freyr Aðalgeir (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 18:28

4 identicon

Ingi, Lín lánar ekki fyrir skólagjöldunum í HÍ, lín lánar einungis fyrir þeim viðbótar skólagjöldum sem eru umfram innritunargjaldið í háskóla íslands

Bjarni í guðanna bænum ekki fara í stúdentapólitíkina, tilgangslausasta röfl sem ég hef fundið, tveir flokkar, sem gera ekki rassgat annað en að reyna að rakka hinn flokkinn niður og hafa ekki gert þarft starf í áratugi sem api hefði ekki getað gert

gunni (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 12:15

5 identicon

Hehe já eigum við þá ekki að taka okkur allir saman og búa til nýjan kommúnistaflokk;)

Bjarni Freyr Aðalgeir (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 01:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Haukur

Höfundur

Hawk
Hawk

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ory2_957256
  • ...raph_957255
  • ...rvehistory2
  • ...peakgraph
  • Image000

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband