Barnaskapur og Samfylkingin

Það er eitt að segja og eitt að gera. Samfylkingin hefur verið mikið fyrir það að láta orðin tala en ekki verkin. Ég er sérstaklega að tala um ungt fólk sem skrá sig í Samfylkinguna vegna þess að þau vilja jafnræði og upphrópa Sjálfstæðisflokkinn og hans yfirgang. Við viljum að sjálfsögðu öll búa í fullkomnu samfélagi þar sem allir eru jafnir en það er hægara sagt en gert. Nú er ríkisstjórn XD og XS búin að vera við völd síðan í mai 2007 sem gera næstum eitt og hálft ár. Niðurstöður nýlegrar launakönnunar SFR sýna að kynbundinn launamunur er viðvarandi og vaxandi vandamál hjá hinu opinbera. Munurinn hefur aukist um 3% á millii ára hjá SFR. Óútsýrður launamunur kynjanna er nú 17,2%. Þegar talað er um óúskýrðan launamun þá er menntun, starfsreynsla, staða dregin frá og það sem eftir stendur af launamuninum er þar af leiðandi óúskýrður. Þetta segir okkur að eftir að Samfylkingin, hin mikli jafnaðarflokkur, hefur verið við völd þá hefur þessi munur aukist um 3%.... ekki minnkað heldur aukist. Það er eitt að vera með háleitar hugmyndir um jöfnuð og það er annað að taka á honum.... ég held að það sé ekki eins auðvelt og fólk heldur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enda er Samfylkingin rolluflokkurinn í þessari ríkisstjórn og Davíðsstjarnan er forystusauðurinn. Sjálfstæðisflokkurinn ræður lögum og lofum þeirra á milli. Einnig mætti kannski nefna við þessa færslu að aukið hefur verið við stöðugildum innan umönnunarstétta síðastliðið ár og þar er langmestur meirihluti ómenntaðir kvenmenn sem gæti eitthvað skekkt þessa könnun aðeins. Gott er samt að hyggja að ríkisstjórnin er þáatt fyrir allt að reyna að berjast við þennan ójöfnuð en það er eins og allir vita langt og erfitt verk. Annars finnst mér Samfylkingin vera að fjarlægjast meira og meira með hverju árinu Kratahugsjóninni gömlu og góðu, það er jafnrétti og bræðralag, og færast nær og nær skoðunum Sjálfstæðisflokks. Samfylkingin er í dag hálfdrættingur á við sjálfa sig þegar hún var nýstofnuð. Að lokum finnst mér jú ein manneskja búin að vinna ötullega að jafnréttismálum og í málum þeirra sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Það er hún Jóhanna Sigurðardóttir. Flokkurinn getur verið stoltur að hafa hana um borð og held ég að hvaða þjóðfélagsþegn hér á landi, óháð hvaða flokkslit hann hefur getur verið sammála um það að þar fer góður og heiðarlegur stjórnmálamaður um ganga Alþingis.

Bjarni Freyr Aðalgeir (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 00:11

2 identicon

já það eru allir sáttir með hana Jóhönnu.... hennar tími er komin

Haukur (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 12:02

3 identicon

Held það sé aðeins of einföldið skýring þar sem talað er um opinbera geirann.. Jújú launaviðtöl þekkjast en laun hækka oftast ekki óhóflega við það. Það sem tryggir einkum hærri laun í opinbera geiranum er starfsaldur, menntun og staða í stofnuninni.

Bjarni Freyr Aðalgeir (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 19:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Haukur

Höfundur

Hawk
Hawk

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ory2_957256
  • ...raph_957255
  • ...rvehistory2
  • ...peakgraph
  • Image000

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband