3.9.2008 | 00:02
Óþarfa okur á The dark knight??
Ég fór á The dark knigt um daginn og bíomiðinn er kominn uppí þúsund kall sem er nógu mikið fyrir en stelpan í miðasölunni vildi rukka mig um 1050kr vegna þess að myndin er svo löng. Hvað eru Sam Bíoin að rukka um auka fimmtíu kall eftir því hversu myndin er löng. Ég var ekki sáttur mér fannst þetta vera auka græðgi og það er spurning hvort það borgar sig fyrir Sambíóin að vera með svona auka bögg fyrir einungis fimtíu kall. En ef maður fer að reikna þá fær Sambío 793kr í kassann ef þeir rukka 1050kr (drá frá vaskinn) en ef þeir mundu rukka þúsund sléttar þá fær Sambío 755kr í kassann. Það munar 38kr á miðunum. Það eru 66þúsund manns búin að sjá The dark knight sem gera samtals 2491500kr í kassann fyrir að rukka þennan auka fimtíu kall. Síðan er bara spurning hvort það borgar sig að skemma orðstýrinn (sem var ekki góður fyrir) fyrir tæplega 250þúsund kall.
Um bloggið
Haukur
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég held að forsvarsmenn Sambíóanna höfðu útskýrt þetta í fjölmiðlunum um daginn. Ef kvikmynd er lengri en 150 mínútur þá þýðir það að þeir verði að fækka sýningarskiptum um eitt. Þessi umrædda kvikmynd er 152 mínútur. Þar af leiðandi rukka þeir þetta viðbótargjald til að vega upp á móti tekjutapið. Nú getur vel verið að fólki finnist þetta hálfundarlegur gjörningur, en svona er þetta víst. Hvað mig varðar, hef ég ekki séð myndina og mun ekki gera það. Ég hef ekki farið í kvikmyndahús síðan 2001, einmitt vegna þess að mér finnst gjaldið allt of hátt.
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 00:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.