Bréf frá formanni viðskiptaskorar í HÍ

Ágæti nemandi í viðskiptafræði í Háskóla Íslands
Helgina 10.-11. maí sá Viðskiptaráð Íslands ástæðu til að óska Háskólanum í
Reykjavík til
hamingju með "að vera kominn í hóp 50 BESTU viðskiptaháskóla í Vestur-Evrópu og um
leið í hóp bestu viðskiptaháskóla heims á háskólastigi". Hér virtist um stórfrétt að
ræða enda sá Viðskiptaráðið ástæðu til að koma hamingjuóskum sínum á framfæri með
tveimur heilsíðu auglýsingum í dagblöðum.
Svo virðist sem upplýsingarnar sem finna má á heimasíðu Eduniversal séu oftúlkaðar
en þar
kemur, því miður, ekkert fram sem styður að um sé að ræða vandaða úttekt og
tilnefningu á
"BESTU" háskólunum í heiminum. Miklu frekar virðist þetta tilraun til að draga fram og
krýna þekkta háskóla á alþjóðlegum vettvangi í þeim tilgangi að auglýsa heimasíðu
Eduniversal. Það má í þessu sambandi benda á að aðalsmerki góðra háskóla er að þjálfa
nemendur í gagnrýnni hugsun og hvetja þá til að leggja mat á þær upplýsingar og þau
gögn
sem tengjast viðfangsefninu sem fengist er við hverju sinni.
Vegna fréttaflutnings af þessu máli vill viðskiptaskor, viðskipta- og
hagfræðideildar Háskóla Íslands vekja athygli á eftirfarandi:
Eduniversal er ekki viðurkenndur aðili sem metur gæði háskóla heldur er hér um að ræða
fyrirtæki sem hefur tekjur af því að selja háskólum aðgang að vefsíðu sinni til að
koma á
framfæri upplýsingum um skóla og nám. Eduniversal hefur, að því best verður séð, enga
reynslu af gerð kannana á gæðum háskóla og hefur einungis unnið þessa einu könnun sem
sagt hefur verið frá í fréttum hérlendis.
Könnun Eduniversal stenst á engan hátt þær kröfur sem eðlilegt er að gera til þeirra
sem meta
gæði háskólastarfs. Mjög óljósar upplýsingar eru gefnar um það, við hvað var miðað,
þegar
valdir voru 1000 skólar af 4000 sem til greina þóttu koma, hvaða upplýsingar stuðst
var við,
og hve mikið vægi einstakir þættir höfðu. Einkum virðast heimasíður skólanna hafa verið
skoðaðar. Fram kemur á heimasíðu Eduniversal að 12 manna nefnd hafi séð um valið á 1000
skólum og gerði það á einum degi. Vekja má athygli á því að ef 4000 háskólar eru
skoðaðir á
einum venjulegum vinnudegi þá eru um 10 sekúndur til ráðstöfunar fyrir hvern skóla.
Fram kemur á heimasíðu Eduniversal að æðstu stjórnendum viðskiptadeildanna 1000 var
síðan gefinn kostur á að merkja við þá skóla sem þeir treystu sér til að mæla með í
hverju
landi. Ekkert kemur fram um það hve hátt hlutfall þessara stjórnenda þáði þetta boð.
Tæplega
hafa margir stjórnendur viðskiptadeilda í virtum háskólum tekið sér langan tíma til
að svara
slíkri könnun frá óþekktu fyrirtæki. Enn ólíklegra verður að telja að margir þeirra
hafi gefið
sér tíma til að leggja mat á 1000 háskóladeildir. Meðan ekkert liggur fyrir um það
hve margir
stjórnendanna svöruðu einhverjum hluta könnunarinnar, hvað þá hve margir svöruðu
spurningum um einstök lönd, er fráleitt að túlka niðurstöðurnar sem einhvers konar
mat 1000
viðskiptadeilda á gæðum einstakra deilda þeirra á meðal.
Það er jafnframt ekki hægt að líta framhjá því að í könnunum meðal erlendra
háskólamanna er
óhjákvæmilegt að Háskólinn í Reykjavík njóti þess góða orðspors sem Háskóli Íslands
hefur
byggt upp á nær heilli öld. Það er vel þekkt að þeir sem ekki þekkja til rugla saman
Reykjavík
University, Iceland (HR) og University of Iceland, Reykjavík (HÍ). Það er í rauninni
ótvíræð
staðreynd að Háskóli Íslands er mun þekktari alþjóðlega en Háskólinn í Reykjavík, m.a.
vegna þess að hann er mun stærri, hefur starfað mun lengur og er með margfalt meiri
rannsóknaumsvif.
Það er jafnframt staðreynd að kennsla í viðskiptafræði í Háskóla Íslands á 70 ára
afmæli á
árinu 2008. Það er staðreynd að það eru viðskiptafræðingar frá Háskóla Íslands sem
hafa átt mjög stóran þátt í þeirri atvinnusköpun og umbyltingu íslensks efnahagslífs
sem við höfum
orðið vitni að á undanförnum árum og áratugum. Útskrifaðir viðskiptafræðingar frá
Háskóla
Íslands skipta þúsundum og Háskóli Íslands er með ótvíræða forystu í menntun
viðskiptafræðinga hér á landi. Í Háskóla Íslands stendur nemendum mesta fjölbreytnin
til
boða í BS námi, flestu leiðirnar í meistaranámi og áhugaverðustu kostirnir í
doktorsnámi.
Ef litið er til verkanna, kennslunnar í viðskiptafræði og verkefnanna sem
viðskiptafræðinemar í Háskóla Íslands leysa af hendi, þá stendur verðandi
Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands styrkum fótum með virk og öflug alþjóðleg
tengsl. Það er full ástæða til að hafa þetta hugfast þegar auglýsingar um hvaða
skólar eru meðal þeirra bestu í heiminum dynja á landsmönnum.
Orðstír háskóla verður ekki keyptur, það þarf að vinna fyrir honum.
Virðingarfyllst,
Runólfur Smári Steinþórsson, prófessor
formaður viðskiptaskorar
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Óskhyggja hjá þessum Runólfi

Bjarni Freyr Aðalgeir (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Haukur

Höfundur

Hawk
Hawk

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...ory2_957256
  • ...raph_957255
  • ...rvehistory2
  • ...peakgraph
  • Image000

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband