Olían er að klárast á meðan heimurinn hefur aldrei notað eins mikla olíu. Skortur á olíu mun hafa
slæm áhrif um allan heim. Við erum að upplifa olíuhámark. Árið 2005 var okkar peak í olíu. Eftir það mun hægja verulega á framleiðslu. Við notum meiri og meiri olíu á meðna framleiðslan minnkar.
Ástæðan fyrir því að heimurinn er svona tæknivæddur, svona mikil verlferð, svona mikil atvinna og framleiðni er vegna þess að það er til svo mikil olía. En við erum að klára hana.
Þegar olían byrjar að minnka og minnka munum við upplifa það að atvinnuleysi mun aukast, olíuverð hækkar uppúr öllu valdi. Það kostar alltof mikið að ferðast. Túristinn verður enginn hérna. Við getum ekki flutt innn vörur til landsins. Við munum sjá tómar hillur í matvörubúðum. Óeyrðir útá götum. Meiri fátækt. Skortur á mat. Í rauninni verður stríðsástand hérna vegna þess að allir eru að reyna að bjarga sjálfum sér.
Hagvöxtur hefur haldist í hendur á olíuframleiðslu. Það halda margir að mikill hagvöxtur undanfarið hundarð ár er bara vegna þess að við erum svo klár núna. En sannleikurinn er sá að hagvöxturinn hefur viðgengst vegna þess að við höfum upplifað óendanlegar olíubirðar. En um leið og þær klárast mun hagvöxturinn dragast saman. Olían mun ekki hverfa á einum degi heldur mun hún dragast saman um 3% á ári. Það hljómar ekki mikið en áhrifin verða gríðarleg.
Það hefur verið stanslaus hagvöxtur á jörðinni alla seinustu öld. Á Íslandi líka. Hagvöxtur þarf að haldast í hendur við fólksfjölgun því annars verður skortur, atvinnuleysi og fleirri kvillar. Þegar það fer að draga úr olíuframleiðslu þá mun hagvöxtur í heiminum dragast saman. Hagkefin mun minnka. Það verður fleirra fólk um sömu bitana. Fyrirtæki fara á hausinn. Bankar tapa og þeir fara á hausinn. Það verður bankaáhlaup um allan heim. Sem endanlega gengur frá hagkerfum í heiminum og það verður kaos. Það er ekki hægt að eiga viðskipti. Það veður ekki hægt að flytja inn mat eða olíu til Íslands. við verðum að vera sjálfum okkur nóg.
Ef þið eruð í háskóla hættið bara. Þið græðið ekkert á þessu. Viðskiptafræði, lögfræði, hagfræði, félagsfræði. Þetta eru gagnlausar gráður þegar olíuskorturinn skellur á. Það verður ekki til peningur. Fyrirtækin eru löngu farin á hausin. Sjálfsþurftarbúskapurinn kemur aftur. Það er betra fyrir ykkur að læra að rækta ykkar eigin kartöflur. Læra hvernig á að komast af einn síns liðs. Læra á náttúruna. Vera sjálfbjarga. Að vera jakkafataklæddur með skjalatösku á leið í vinnnuna verður liðin tíð.
Njótið meðan þið getið :)
Heimildir:
http://www.documentary-film.net/search/watch-now.php?&ref=76
http://lifeaftertheoilcrash.net/
http://en.wikipedia.org/wiki/Peak_oil
http://www.youtube.com/watch?v=CxK8RDyWHsM
http://www.exitmundi.nl/oilcrash.htm
http://www.peak-oil-news.info/
http://www.energybulletin.net/primer.php
http://www.peak-oil-crisis.com/
http://www.vidoosh.tv/play.php?vid=1496
http://www.youtube.com/watch?v=t2mKZcCVIPI&NR=1
Um bloggið
Haukur
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það eru byrjaðar að koma vélar sem ganga fyrir öðrum orkugjöfum, en það verður alltaf markaður fyrir olíu, og við eigum nóg af henni.
Verst er að einhverjir kjánar eru að leggja það til, að við gefum Noregi allar olíulindir okkar á Drekasvæðinu og víðar fyrir Norðurlandi gegn því, að þeir greiði fyrir okkur Icesave-reikninga banskteranna í Landsbankanum! – reikninga sem okkur ber alls ekki að greiða samkvæmt tilskipunarákvæði Evrópubandalagsins, 94/19/EC, sem sýnir og sannar sakleysi íslenzka ríkisins og þjóðarinnar í Icesave-málinu.
Gangi þér vel í blogginu – hef ekki séð til þín áður.
Jón Valur Jensson, 3.2.2010 kl. 00:18
Blessaður Jón Valur. Hef fylgst með þér á blogginu og á Útvarp Sögu.
En já.. það er bara della að gefa Noreg olíulindir okkar. Hvað þá fyrir Icesave??? Það er bara þvæla.
En vonandi er það rétt hjá þér að við eigum nóg af olíu og þessar spár ganga ekki eftir. Það væri óskandi.
kveðja.
Hawk, 3.2.2010 kl. 00:51
Þakka þér fyrir svarið, Haukur.
Einn þanki enn: Ef við verðum innbyrt af Evrópubandalaginu, er ég býsna smeykur um, að við eigum eftir að upplifa hryðjuverk hér af hendi öfga-islamista. Múslimum á eftir að fjölga í tugmilljónatali í Evrópu og fá þar aðgang að öllu sem kallast ESB-lönd; það þarf ekki nema 1-2 pró mill af þeim ofurróttæku til að gera allt vitlaust í kringum sig, eins og dæmin sanna.
Jón Valur Jensson, 3.2.2010 kl. 00:59
Þessi síða er orðin að alvöru bloggi ef Jón Valur er byrjaður að dúkka upp. Vel gert.
Annars er þetta mikill hræðslulestur hja þér Haukur. Auðvitað skal hafa áhyggjur af Olíuskorti. En ekki skal vanmeta tækniframfarir hjá okkur mönnunum. Bæði tækniframförum við að ná í olíu og vinna úr. Og einni við að nýta aðra orkugjafa.
Thomas Malthus hagfræðingur á 17 öld spáði hungursneið innan fárra ára. Hann reiknaði fólksfjölgunina og svo matarframleiðsluna okkar og spáði okkur dauðadómi. Eina sem reddaði okkur væri farsóttir og stríð.
Hann tók ekki inn í dæmið tækniframfarir í landbúnaði. Áburði, massa vélar , osfrv.
Sleggjan og Hvellurinn, 3.2.2010 kl. 15:54
Þessi rök hjá Sleggjunni hafa verið hrakin á mjög stuttum tíma.
Það er einfaldlega þannig að ný tækni og nýjir orkugjafar mun ekki halda í þessum skorti af olíu sem er að myndast núna. Þessi skortur er í þeirri stærðargráðu að það er óumflyjanlegt að við munum finna fyrir þessu. Þetta eru einhverjir billjónir tunna á dag.
Hawk, 3.2.2010 kl. 18:25
Sleggjan getur að sjálfsögðu komið með einhver gögn sem stiður hennar málflutning. Ég kom með 15 heimildir... Sleggjan getur komið með a.m.k eina.
Ég vil líka benda á ein samtök: Association for the Study of Peak Oil and Gas eða ASPO sem er þverfagleg samtök sem rannsaka þetta svið og hafa komið að einni niðurstöðu sem stiður minn málflutning. Heima síða samtakana er http://www.peakoil.net/ og mjög aðgengilegar upplýsingar um samtökin er hægt að finna á http://en.wikipedia.org/wiki/Association_for_the_Study_of_Peak_Oil_and_Gas
Hawk, 3.2.2010 kl. 18:58
Haukur, það eru ekki til þverfagleg samtök sem hafa hagsmuni af því að birta niðurstöður um að þetta sé vandamál, ef niðurstaðan væri að engin vandamál muni nokkurn tímann koma fram missa allir vinnuna sem og öll fjárframlög
t.d. er lítið mál fyrir heiminn að knýja sig allan á kjarnorku, mun heilbrigðari fyrir umhverfið t.d.
gunso (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 13:38
En staðreyndin er sú að það verður mikið kaos þegar birgarnar af olíunni fara lækkandi.
Hvað eru margar kjarnorkuknúnar flugvélar í smíðum eða þróun núna?? Enginn.
Það má vel vera að tæknilega séð er hægt að knýja heiminn á kjarnorku. En það er allavega ekkert verið að gera í því á þeim mælikvarða sem þarfnast þegar olían fer minnkandi.
Þetta mun hafa áhrif á okkur alla. Munið bara hver varaði ykkur við þegar þetta skellur á.
Hawk, 4.2.2010 kl. 15:54
Sko tæknilega séð hefur tæknin verið til í um 20 ár til þess núna Haukur, það hefur bara ekki svarað kostnaði að fara lengra með hana þar sem enn eru nægar olíubirgðir til og það er enginn skortur á henni næstu áratugina alveg óháð því hversu margar vitlausar heimildarmyndir þú horfir á
gunso (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 16:32
Ég viðurkenni að eitthvað af þessum heimildum er smá "dramatískar" en það eru margar sem eru bara solid.
En ég er tilbúinn til þess að skoða ykkar rök. Einsog staðan er núna þá hef ég komið með 16 heimldir og þið ekki neinar.
Ef Gunso segir að það liggur í augum uppi að það eru nægjar olíubirgðir næstu áratugina þrátt fyrir fólksfjölgun og iðnvæðingu Kína og Indlands þá er ég viljugur til þess að lesa heimildir frá Gunso.
þetta á ekki að vera flókið fyrir hann ef staðhæfingar hans eru sannar. Bara googla "olíubirðir næstu áratugina" eða eitthvað álíka. Fínt að hafa staðreyndir þegar það er tekið stórt uppí sig.
Hawk, 4.2.2010 kl. 18:25
Fyrirgefðu, en hvernig geturu flokkað þessa hluti undir heimildir ? Það er álíka og að ég hlusti á þig varðandi heimildir í mastersritgerðinni minni.
http://www.oilcrashmovie.com/ - já, hljómar svo sannarlega óhlutdrægt
http://lifeaftertheoilcrash.net/ - þarf að segja eitthvað ?
http://en.wikipedia.org/wiki/Peak_oil - ég get farið inn á wikipediu og skrifað hluti
http://www.oildecline.com/ - jebbs, nafnið segir sig sjálft
http://www.youtube.com/watch?v=CxK8RDyWHsM - youtube ? í alvöru haukur ?
http://www.endofsuburbia.com/ - já engir heimsendaspámenn hér
http://www.exitmundi.nl/oilcrash.htm - hahaha ég elska þetta
http://peakoil.com/ - þú bara gefur manni rökræðurnar
http://www.peak-oil-news.info/ - ég ætla að lýsa yfir sigri gegn heimildum þínum hér þar sem ég er álíka trúverðugur og þessar heimildir þínar
http://www.peak-oil-crisis.com/ 1-0 fyrir mig
http://www.youtube.com/watch?v=t2mKZcCVIPI&NR=1 - 2-0 fyrir mig og leiktíminn er liðinn
gunso (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 20:38
Gunso tekur rökræður í nýjar hæðir. Ég hef aldrei orðið vitni af svona málflutningi. Í staðinn fyrir að koma með heimildir sem styðja hans málflutningi. Sem á að vera mjög auðvelt vegna þess að hans málstaður lyggur í augum uppi. Þá ræðst hann frekar beint á heimildir mínar og gagnrýnir þær með því að gera grín á addressu þeirra.
Hawk, 5.2.2010 kl. 00:11
Held þetta sér meira leti í gunso kallinum.
Það ætti svosem vera auðvelt að finna heimildir um að allt sé í gúddi ef marr nennir =)
Sleggjan og Hvellurinn, 5.2.2010 kl. 10:36
Já ég bíð þá eftir heimildunum. En þangað til standa mínar yfirlýsingar og heimildir óhaggaðar.
Hawk, 5.2.2010 kl. 15:50
Ja, hann þarf að ráða til sín spunameistara. Þruman er laus held ég. Reynsla og áreiðanleiki þar á bæ.
Sleggjan og Hvellurinn, 5.2.2010 kl. 17:49
Sko í fyrsta lagi þá eru einu heimildir sem þú nefndir fyrsta síðan í google leit af peak oil, ef þú kallar það að koma með heimildir þá vona ég að þú þurfir ekki að skrifa heimildarritgerð til að fá viðskiptagráðuna þína
http://www.google.is/search?hl=is&source=hp&q=peak+oil+theory+debunked&btnG=Google+leit&lr=
hérna þetta er jafngóð heimildarvinna og þú vannst
gunso (IP-tala skráð) 7.2.2010 kl. 17:32
http://www.google.is/search?hl=is&q=why+communism+is+better+than+capitalism&btnG=Leita&lr=
og hérna, nú hef ég sannað að kommúnismi er betri en kapitalismi samkvæmt þinni heimildarvinnu
gunso (IP-tala skráð) 7.2.2010 kl. 17:33
http://www.google.is/search?hl=is&q=global+warming+debunked&btnG=Leita&lr=
nú hef ég sannað að global warmning er bara kjaftæði
gunso (IP-tala skráð) 7.2.2010 kl. 17:34
hehe Gunso góður
Hawk, 7.2.2010 kl. 21:39
Hérna er ein heimild sem Gunso kom með
http://www.youtube.com/watch?v=4bHZRSlhJxY
þetta er ekki bara bull heimild heldur finnst manni eitthvað að menntakefinu í Bandaríkjunum eftir þetta áhorf.
Hawk, 8.2.2010 kl. 00:07
http://www.youtube.com/watch?v=LHD4U2q_p4c&feature=related
ef þú getur ekki treyst fréttaskýringu frá manni með yfirvaraskegg þá geturu ekki treyst neinum
gunso (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 10:57
ég er sammála þetta með yfirvaraskeggið... algjörlega sko.
en hann sagði "we are running out of cheap oil". Hann talaði um mikið af olíusandi í Kanada sem maður þarf að nota mikla orku til þess að vinna úr sandinum og skilja olíuna frá. Þetta er dýrt.
Allavega staðan einsog hún er í dag... þar sem þú getur farið til köben og til baka á 20þúsund ... sá tími kemur aldrei aftur. Börnin okkar munu þurfa að punga út tvöhundruð þúsund kall til þess að fara til London. Ef þau eru svo heppin að fara nokkurntímann í flugvél.
Hawk, 9.2.2010 kl. 23:39
Það er enn dýrt að taka olíuna í kanada því menn hafa ekki haft tilefni til þess enn að þróa tæknina til að gera það ódýrar
fullt af hlutum í dag sem eru mun dýrari en þeir þurfa að vera af þeirri ástæðu einni að það hefur verið tilgangslaust að leita eftir ódýrari leið til að gera hlutinn því hann er til annarsstaðar ódýr
gunso (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 01:31
Gunso það meikar ekki sens að eyða t.d 70gigavatta orku í að vinna olíu sem skapar 100gígavatta orku. Nettó orka er bara 30gígavött.
Því miður mun olía verða dýrari og dýrari. Það er talað um að 5 heimsálfa Caesar salad verður liðin tíð. Þar sem þú færð grænmetið frá kína, henturanr frá Braselíu, kjúklingin frá evrópu og ostinn frá Bandaríkjunum.
Þetta verður ekki hægt eftir nokkur ár. Alþjóðavæðining mun hörfa til baka og með svona ltila olíu er bara pláss fyrir einhver 2 milljarða af fólki. Við erum 6 milljarðar í dag. Þú getur þá ýmindað þér aðlögunarsársaukan.
Hawk, 12.2.2010 kl. 20:36
Í fyrsta lagi þyrfti kjúklingurinn að koma annarsstaðar frá en evrópu því við erum víst þar til að telja þetta til 5 heimsálfna, annars eru bara 4 hráefni í þessu og eitt er frá okkar heimsálfu.
Það var líka talað um peak oil 1940 og þá átti hún líka að vera búin eftir 10 ár
svo eru það alltaf þessar skemmtilegu framfarir okkar sem leiða til þess að við finnum olíu eða getum nú byrjað að bora eftir olíu á stöðum sem það var áður ekki hægt
nú ef ekki þá höfum við alltaf vatn, kjarnorku, sólarorku, vindorku, nema þú ætlir að halda fram að vatnið og sólin sé að hverfa líka ? þetta er allt bara spurning um tækni hvernig hægt er að nota þá orku og sú tækni er ekki til í dag því við höfum hentugan orkugjafa í dag
gunso (IP-tala skráð) 12.2.2010 kl. 20:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.