Krónan.

Krónan er að bjarga okkur. Krónan er óumdeilanlega hetja ársins 2009. Hún hefur valdið því að útflutnings og sprotafyrirtækin okkar eru að blómstra. Það er minna atvinnuleysi á Íslandi þökk sé krónunnar. Hún hjálpar við það að draga úr innflutningi og auka útflutning. Það verður loksins jákvæður viðskiptajöfnuður við útlönd. Sem þýðir að núna loksins er Ísland að fá tekjur fram yfir gjöld..... ekki veitir af miðað við sukkið undanfarin ár!!!

Þetta segja aðdáðendur krónunnar!! Þetta er allt satt og rétt. Þessar hagtölur eru mjög jákvæðar ef maður horfir á þær ein og sér.

En mín skoðun er sú að með því að hrósa krónunni svona mikið er svipað og slökkvulismenn eru að hrósa vatnsslöngunni sem er að reyna að slökkvað í brennandi húsi. Hvernig væri samt að sleppa að kveikja í húsinu??

Krónan hefur valdið Íslandi ómældum skaða. Fyrirtæki geta ekki fjármagnað sig. Þegar fyrirtæki fara uppfyrir ákveðna stærð þá þarf fyrirtækið fjármagn erlendis vegna þess að Íslenska hagkerfið er of lítið.Það verða minna um erlendar fjárfestingar á Íslandi vegna krónunnar. Óstöðugleikinn er ólíðandi. Of hári vextir eru að sliga atvinnulífið í landinu. Mörgþúsund störf hafa glatast vegna krónunnar. Fólk er að hrósa minni atvinnuleysi vegna falls krónunnar en það kemur ekki upp úr þurru. Það er minni atvinnuleysi eingöngu vegna þess að við Íslendingar erum að taka við svo mikilli kjaraskerðingu að Ísland er orðið láglaunaland. Kaupmáttur hefur minnkað gríðarlega. Bæði vegna verðbólgu og gengsifalli. Fall kónunnar hefur gagnast fyrirtækjum í útflutningi fyrst og fremst og fólk sem er að hrósa krónunni eru í rauninni að segja að þau eru viljug til þess að beygja sig fyrir fyrirtæki og fórna lífskjörum til þess að eigendur fyrirtækjanna verða ekki fyrir skertum hagnaði. Svo ekki sé minnst á fólk sem hefur tekið verðtryggt íbúðarlán eða erlent íbúðar eða bílalán.

Hagsmuarsamtök heimilanna og nýtt Ísland og fleirri samtök hafa verið að boða tili mótmælafundar á Austurvöllum. Þau vilja aftengja verðtrygginguna og færa vísitöluna aftur einsog hún var í byrjun árs 2008. Þetta eru ágætis hókus pókus brögð. En í rauninni skattborgarar þá að taka auknum birgðum frá þessum skuldurum.

Ég hvet fólk sem eru að mæta á austurvöll til þess að mótmæla og vilja þessi hókus pókus brögð að stiðja inngöngu að ESB í staðinn. Eða upptöku annara myntar einhliða. Þar fáið þið lægri vexti og verðtryggingin dettur sjálfkrafa niður.

Ekki biðja um þessi hókus pókus brögð. Ef þið fáið 20% skudlum ykkar niðurfeldar núna þá eruð þið sirka 12mánuði aftur á sama stað. Verðbólgan sér til þess.

En í guðuana bænum ekki mæra þessa krónu. Það er svona svipað og bóndi sem er að rækta garðinn sinn. Setur niður blóm, tré og aðrar plöntur. Svo kemur risaflóð og skemmir alla uppskeruna. Þegar flóðið er farið og það fer að spretta smá rætur aftur í garðinn þá fer bóndinn að hrósa hversu frjór jarðvegurinn er.

Krónan er enginn bjargvættur. En ef hún væri bjargvættur og svo holl fyrir Ísland og atvinnulífið. Hún er að endurspeigla atvinnuástandið á Íslandi. Allt gott og blessað með það. En af hverju eru þá gjaldeyrishöft? Af hverju er ekki bara látið hana falla?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er ekki alveg viss um hversu mikill samsærismaður þú ert Haukur en ég er nokkuð viss um að slökkviliðið er ekki að kveikja í húsum til að hafa eitthvað að gera, það eru yfirleitt aðrir menn sem sjá um að kveikja í húsinu og slangan kemur til að minnka skaðann... skv. þessari viðlíkingu þinni þá er krónan enn góð

Ég er einnig nokkuð viss um að bóndinn framkallaði ekki flóðið heldur en helvíti var nú heppilegt fyrir hann að jarðvegurinn hans var frjór til að draga úr skaðanum sem flóðið hefði ella valdið ef hann hefði verið ófrjór...skv. þessari viðlíkingu þinni þá er krónan enn góð

Hvernig væri að þessi fyrirtæki fylgdu ráðum Schraders og slepptu því að stækka við sig í gegnum lántökur og stækkuðu við sig í gegnum eigin hagnað ? Ertu ekki annars búinn með bókina =)

Og Haukur, Íslendingar eru að taka á sig kjaraskerðingu því kjörin væru annars í engu samræmi við getu landsins í dag. Hvort ertu sáttari við að kjaraskerðingin fari fram hjá fólkinu heilt yfir eða að 10% (einhver tala veit ekki hve margir myndu missa störf sín) missi öll laun sín og fái bitlinga greidda frá ríkinu sem að kemur jú hvaðan ? jú mikið rétt úr okkar vasa og þar af leiðandi einnig kjaraskerðing á þá sem eftir héldu fullum kaupmætti sínum ef ekki væri fyrir að þeir þyrftu að greiða undir alla hina sem misstu vinnuna sína

gunso (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 15:17

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sleggjupunktar:

- Erfitt að gera langtímaáætlanir með krónunni: Slæmt.

- Ertu búinn að lesa bókina um fjármálin sem þu fekkst í jólagjöf, kjell vill fá í láni?

- Þessir afarkostir hjá gunso eru frekar skrýtnir og í anda stuttbuxnadeildarinnar.

Svona svipað og auglýsingin frá andriki.is sem var birt í fréttablaðinu fyrir kosningarnar í fyrra. Auglýsingin hengur á ísskápnum mínum fyrir áhugasama.

kv

slllllllleggggj

Sleggjan og Hvellurinn, 21.1.2010 kl. 21:07

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Til viðbótar: Algjörlega sammála að fyrirtækin eiga að stækka gegnum sinn eigin hagnað. Kreppan hefði aldrei orðið ef þessi spakmæli hefðu verið í forgangi.

Sleggjan og Hvellurinn, 21.1.2010 kl. 21:07

4 Smámynd: Hawk

Það eru svo margir einsog Gunso sem líta bara á eina hagtölu og ef hún er jákvæð þá er krónan jákvæð. Þeir gleima að horfa á neikvæðu hagtölurnar.

Gunso vill kjaraskerðingu svona bakdyramegin með verðbólgu og skertum kaupmætti... þó launin haldist í sömu krónutölu. Þetta finnst fyrirtækjum aljgör snilld og öðrum frjálshyggjumönnum einsog Hannes Hólmsteinn.

Svo ég svari Gunso. Ef við værum með evruna þá mundi hún ekki gefa eftir einsog krónan. Þá eiga fyrirtækin sjálf að lækka launin hjá öllum um 10% í staðinn fyrir að reka 10% starfsmenn. Þá fer enginn á bætur.

Hawk, 21.1.2010 kl. 21:30

5 Smámynd: Hawk

Til viðbótar: Algjörlega sammála að fyrirtækin eiga að stækka gegnum sinn eigin hagnað. Kreppan hefði aldrei orðið ef þessi spakmæli hefðu verið í forgangi

Hawk, 21.1.2010 kl. 21:36

6 identicon

Að sjálfsögðu er það snilld að launin lækki án þess að krónutalan lækki, íslenskir launamenn hafa sýnt það í gegnum tíðina að enginn tekur við launalækkunum

gunso (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Haukur

Höfundur

Hawk
Hawk

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ory2_957256
  • ...raph_957255
  • ...rvehistory2
  • ...peakgraph
  • Image000

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband