21.1.2010 | 09:54
Krónan.
Krónan er að bjarga okkur. Krónan er óumdeilanlega hetja ársins 2009. Hún hefur valdið því að útflutnings og sprotafyrirtækin okkar eru að blómstra. Það er minna atvinnuleysi á Íslandi þökk sé krónunnar. Hún hjálpar við það að draga úr innflutningi og auka útflutning. Það verður loksins jákvæður viðskiptajöfnuður við útlönd. Sem þýðir að núna loksins er Ísland að fá tekjur fram yfir gjöld..... ekki veitir af miðað við sukkið undanfarin ár!!!
Þetta segja aðdáðendur krónunnar!! Þetta er allt satt og rétt. Þessar hagtölur eru mjög jákvæðar ef maður horfir á þær ein og sér.
En mín skoðun er sú að með því að hrósa krónunni svona mikið er svipað og slökkvulismenn eru að hrósa vatnsslöngunni sem er að reyna að slökkvað í brennandi húsi. Hvernig væri samt að sleppa að kveikja í húsinu??
Krónan hefur valdið Íslandi ómældum skaða. Fyrirtæki geta ekki fjármagnað sig. Þegar fyrirtæki fara uppfyrir ákveðna stærð þá þarf fyrirtækið fjármagn erlendis vegna þess að Íslenska hagkerfið er of lítið.Það verða minna um erlendar fjárfestingar á Íslandi vegna krónunnar. Óstöðugleikinn er ólíðandi. Of hári vextir eru að sliga atvinnulífið í landinu. Mörgþúsund störf hafa glatast vegna krónunnar. Fólk er að hrósa minni atvinnuleysi vegna falls krónunnar en það kemur ekki upp úr þurru. Það er minni atvinnuleysi eingöngu vegna þess að við Íslendingar erum að taka við svo mikilli kjaraskerðingu að Ísland er orðið láglaunaland. Kaupmáttur hefur minnkað gríðarlega. Bæði vegna verðbólgu og gengsifalli. Fall kónunnar hefur gagnast fyrirtækjum í útflutningi fyrst og fremst og fólk sem er að hrósa krónunni eru í rauninni að segja að þau eru viljug til þess að beygja sig fyrir fyrirtæki og fórna lífskjörum til þess að eigendur fyrirtækjanna verða ekki fyrir skertum hagnaði. Svo ekki sé minnst á fólk sem hefur tekið verðtryggt íbúðarlán eða erlent íbúðar eða bílalán.
Hagsmuarsamtök heimilanna og nýtt Ísland og fleirri samtök hafa verið að boða tili mótmælafundar á Austurvöllum. Þau vilja aftengja verðtrygginguna og færa vísitöluna aftur einsog hún var í byrjun árs 2008. Þetta eru ágætis hókus pókus brögð. En í rauninni skattborgarar þá að taka auknum birgðum frá þessum skuldurum.
Ég hvet fólk sem eru að mæta á austurvöll til þess að mótmæla og vilja þessi hókus pókus brögð að stiðja inngöngu að ESB í staðinn. Eða upptöku annara myntar einhliða. Þar fáið þið lægri vexti og verðtryggingin dettur sjálfkrafa niður.
Ekki biðja um þessi hókus pókus brögð. Ef þið fáið 20% skudlum ykkar niðurfeldar núna þá eruð þið sirka 12mánuði aftur á sama stað. Verðbólgan sér til þess.
En í guðuana bænum ekki mæra þessa krónu. Það er svona svipað og bóndi sem er að rækta garðinn sinn. Setur niður blóm, tré og aðrar plöntur. Svo kemur risaflóð og skemmir alla uppskeruna. Þegar flóðið er farið og það fer að spretta smá rætur aftur í garðinn þá fer bóndinn að hrósa hversu frjór jarðvegurinn er.
Krónan er enginn bjargvættur. En ef hún væri bjargvættur og svo holl fyrir Ísland og atvinnulífið. Hún er að endurspeigla atvinnuástandið á Íslandi. Allt gott og blessað með það. En af hverju eru þá gjaldeyrishöft? Af hverju er ekki bara látið hana falla?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggfærslur 21. janúar 2010
Um bloggið
Haukur
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar