Hugmynd. Kemur okkur upp úr kreppunni á næsta ári.

Ég hef ekkert vit á kvóta.

En mig grunar að þetta er ákveðin fjöldi tonna sem má veiða á ári sem sjávarútvegsráðherra gefur út eftir að hafa ráðlagt sig við Hafró.

En sjómenn sem eru að veiða og eru í þessu alla daga og sækja sjó. Þeir segja að það er nóg af fiski í sjónum. Meira en nóg. Og það er ekki rétti tíminn núna að vera í einhverju aðhaldi.

Af hverju veiðum við ekki meira? Miklu meira. Þetta er okkar aðal tekjulind. Það eru ekki nema 25%-30% gjaldeyristekjur sem við fáum fyrir álið. Vegna þess að við þurfum að flytja inn súrál til þess að fullvinna ál. Þess vegna eru nettó ábatinn svona lítill.

En fiskurinn er hérna í kringum landið og við fáum gjaldeyri fyrir hann 100% Ekkert rugl.

Af hverju er ekki veitt meira? Svona vegna ástandsins. Í fyrsta lagi vegna þess að sjómenn segja að það sé allt morandi í fiski. Og í öðru lagi að við erum á kúbunni og þurfum peninginn. Og í þriðja lagið (en bara ekki hafa hátt um þetta) er það að við erum að fara að ganga inn í ESB. Spánn og Portúgal horfa á okkar mið slefandi. Þeir eru búnir að stúta sínum stofni en við höfum verið að passa okkur. Ég held að málið sé að veiða bara nógu andskoti mikið þannig að við verðum rík og gögnum svo inní ESB þá eru miðin okkar svo fucked að það skiptir ekki máli. En peningarnir sem við fengum eru bara inná bankabók einhverstaðar.

Er ekki hægt að auka kvótann án þess að dreifa honum á kvótagreifa. Er ekki hægt að stofna svokallaðann neyðarkvóta sem hægt er að leigja af ríkinu. Jón Bjarnason tilkinnir þá að það má veiða nokkur þúsund tonn af þorski og þessi kvóti er leigður hæstbjóðanda og ríkið fær pening af leigunni og svo líka gjaldeyristekjur af útflutningnum.

En einsog ég segi ég hef ekkert vit á þessu. Samt gaman að fá einhver komment frá einverjum sem hefur vit á þessu.


Bloggfærslur 21. ágúst 2009

Um bloggið

Haukur

Höfundur

Hawk
Hawk

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...ory2_957256
  • ...raph_957255
  • ...rvehistory2
  • ...peakgraph
  • Image000

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband