21.7.2009 | 13:27
Arðgreiðslur íslensku banka á árunum 2003-2007
Það hefur komið mikið fram í fréttum nýlega um siðlausar arðgreiðslur. Nýjasta dæmið er Sjóvá þar sem arðgreiðslur voru út úr kortinu og meira en því sem nemur ríkisaðstoðin sem var veitt fyrirtækinu nýverið.
Arðgreiðslur bankana á þessum 5 ára góðæristíma voru svakalegar ekki satt?
Miðað við Norðurlöndin og Bretland þá borguðu eigendur íslensku bankanna sjálfum sér gríðarlegan arð og miklu hærri hlutfallslega heldur en aðrir banka????
NEINEI
Íslensku bankarnir greiddu mun minna arð heldur en aðrir bankar á norðurlöndum og Bretlandi.
Ef tíu bankar eru skoðaðir. 3 íslenskir, 5 norrænir og 2 breskir og skoðað arðgreiðsluhlutföll bankanna árin 2003 - 2007. Glitnir var að meðaltali með 30% arðgreiðsluhlutfall, Kaupþing 17% og Landsbankinn 12%.
En erlendis var arðgreiðsluhlutfall Danske Bank var að meðaltali 48%, DnB Nor 46%, Handelsbanken 40%, Nordea 42% og SEB 37%. Arðgreiðsluhlutfall HSBC var að meðaltali 58% og hjá RBS var arðgreiðsluhlutfallið 39% að meðaltali.
Arðgreiðsluhlutfall íslensku bankanna nam að meðaltali 20% á árunum 2003 til 2007.
Á sama tímabil nam arðgreiðsluhlutfall þeirra erlendu banka sem til skoðunar voru um 44%, rúmlega helmingi hærra en hjá íslensku bönkunum
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 21. júlí 2009
Um bloggið
Haukur
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar