1.4.2009 | 22:53
eminem
nýlega kom út listi frá Rolling Stones um 500 bestu lög frá upphafi. Eminem er með tvö lög á þessum lista Stan og Lose yourself.
Það er merkilegt að lose yourself er á þessum lista. Rolling Stones er að segja að þessi tvö lög eru bestu lögin sem Eminem hefur samið. Þetta er sérstaklega merkilegt í ljósi þess að hann átti aldrei að semja þetta lag. Þetta er titillagið í myndinni 8mile. Framleiðendur 8mile vildu bara nota "cleaning out my closet" sem titillagið vegna þess að þeir trúðu ekki Emenem gæti samið betra lag. En þetta lag er klárlega algjör snilld að mínu mati.
Stan kemur samt ekkert á óvart. Snilldarlag og hefur alltaf verið eitt af mínum uppáhalds lögum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.4.2009 | 21:39
framsokn.is
Ég hef mikið álit á Sigmund Davíð formann framsóknarflokksins. Verst að Framsóknarflokkurinn er búinn að skemma svo mikið fyrir sjálfum sér að hann á enga von um að ná 20% fylgi. Þá nefni ég helst einkavæðing bankanna með Valgerði sem viðskiparáðherra og 90% húsnæðislánin sem þeir urðu að plögga vegna þess að flokkurinn var búinn að eyða milljónum í auglýsingar sem tengdist þessum lánum. Í rauninni voru þessi 90% lán eina trompið sem þau höfðu fyrir kosningarnar.
Sigmundur Davíð er hagfræðingur með doktarspróf í skipulagshagfræði. Hann hefur komið í viðtal í Silfur Egils og hefur alltaf hljóma mjög sannfærandi. Á framsokn.is eru myndbönd frá þessum viðtölum í Silfur Egils. Þá var Sigmundur ekki orðinn formaður Framsókn. Hann var ekki einusinni skráður í flokkinn. En Framsóknarmenn eru að eigna sér þessi viðtöl núna. Gaman af þessu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.4.2009 | 09:32
ástandið
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 1. apríl 2009
Um bloggið
Haukur
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar