19.2.2009 | 21:15
Orðspor Íslands.
Þetta heyrist í umræðunni í dag:
- "Það er hætta á að Sviss fari sömu leið og Ísland," segir bandarískur hagfræðingur.
- "Dubai er orðin Ísland suðursins" segir ónefndur aðili
- Janúarhefti The Economist er grein sem fjallar um gælunafn London. Þegar fjármálakerfið var að spretta upp var London kölluð Manhattan-on-Thames. Eftir hryðjuverkin var hún kölluð Londonistan. Eftir að rússneskir auðmenn settust að og keyptu fyrirtæki og fótboltalið var London kölluð Londongrad. En nú veltur blaðamaðurinn fyrir sér hvað á að kalla London núna eftir að fjármálakerfið í heiminum fór á hliðina. Niðurstaða blaðamans er Reykjavik-on-Thames.
- José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, bar saman Ísland og Írland. Cowen forsætisráðherra Írlands brást illa við þessum orðum, og sagðist ekki líða að talað væri illa um Írland.
Það er búið að sverta orðspor Íslands svo mikið í alþjóðasamfélaginu að fólk gerir sér almennt ekki grein fyrir því.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2009 | 20:57
Ríkið og gjöldin
Tryggvi Þór Herbertsson segir að það þarf að skera allt að einn tíunda niður í ríkisútgjöldum til að ná endum saman. En það sem vakti athygli mína er að útgjöld ríkisins hafa aukist um 43% síðan árið 2003 og ATH ÞETTA ER UPPREIKNAÐ Á VERÐLAGI ÁRSINS 2009. Miðað við það þá finnst manni 10% ekkert það mikið. Er ekki góð hugmynd að líta á hvernig málin voru árið 2003. Hvert fóru peningarnir þá? Hvaða stofnanir voru í gangi? Hvaða laun?
Færum ríkisútgjöldin í sama horf á og árið 2003 og spörum 43%. Ísland var þá eitt mesta velferðarsamfélag í heiminum. Kannski með færri sendiráð.
Það er líka undarlegt að á tímum Sjálfstæðisflokksins hafi ríkisbálknið þanist svona út. Þessi flokkur sem stendur fyrir lágmarks ríkisafskipti og frelsi atvinnulífsins.
Talandi um Tryggva Þór. Hann var spurður í viðtali ekki fyrir löngu síðan hvort hann ætlaði í pólítik. Hann harðneitaði fyrir það. Sagðist hafa fengið nóg af þessum skrípaleik þegar hann var efnahagsráðgjafi. En núna er kallinn kominn í framboð. Greinilega ekta pólítíkus segir eitt og gerir annað.
Þetta var samt góður leikur hjá honum. Stökkva frá sökkvandi skipi (Askar capital). Búinn að mjólka nóg af peningum þar og sá fram á atvinnuleysi. Réð sig sem efnahagsráðgjafi til að fá pólítiska reynslu og athygli. Fara svo í framboð. Flottur á því.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 19. febrúar 2009
Um bloggið
Haukur
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar