Svona var þetta á góðæristímabilinu.

Vinsælustu fyrirtækin meðal útskriftarnema á sviði viðskipta- og hagfræði.

Fyrirtæki hlutfall af 10 efstu

1

KB banki

25,00%

2

Glitnir

23,00%

3

Landsbankinn

17,00%

4

Straumur Burðarás

8,00%

5

KPMG

7,00%

6

Actavis

5,00%

7

Deloitte

5,00%

8

Capacent

4,00%

9

Síminn

3,00%

10

PWC

3,00%

Vert er að vekja sérstaka athygli á að 10 vinsælustu fyrirtækin til að starfa hjá fá um 75% af öllum tilnefningum.

Svona ver stemmarinn á þessum tíma. Allir sem voru í viðskipta eða hagfræðinámi hafði þann draum að vinna hjá þessum bönkum. Þar sem snillingarnir vinna. Ég þekki einn viðskiptafræðing sem útskrifaðist og sótti eingöngu um á KB Banka og hann fékk ekki vinnuna og er atvinnulaus í staðinn.

Þessi fyrirtæki soguðu til sín starfsfólkið. Ekki bara viðskipta og hagfræðinga heldur líka lögfræðinga, verkfrðinga, stærðfræðinga, tölvunarfræðinga, eðlisfræðinga og alla sem kunnu eitthvað í stærðfræði.

Þessi listi sýnir reyndar hversu hugmyndasnauðir viðskipta og hagfræðinemendur á Íslandi séu. Þetta er mjög alvarlegt mál því við vitum hvernig fór. Einn liður í því að allt fór í köku hérna á Íslandi var vegna þess að við settum öll okkar ekki í sömu körfu.

Hefði ekki verið betra að eitthvað af þessum mannauði hefði stofnað sprotafyrirtæki sem skapar verðmæti fyrir Ísland.

Þetta er ekki eðlilegt og ég held að Ísland er sér á báti hvað þetta varðað. Að bankar eru í efstu 4 sætunum með yfir 70% nemenda sem stefna þangað. Það þarf að skoða þetta til hlítar. Hvað varð til þess að þetta æxlaðist svona. Ég veit um ýmisleg dæmi þar sem bankarnir voru beinlínis með puttana í Háskólunum. T.d var KB Banki með sér kæli í HR þar sem nemendur gátu drukkið úr endurgjaldslaust. Straumur Burðuarás hausveiddi marga nemendur frá HÍ. Þessar svokölluðu vísindaferðir hjá bönkunum voru víst "í 2007 stíl"

Fjölmiðlar eiga sinn þátt í þessu. Þeir hypuðu þetta upp. Enda áttu bankamennirnir blöðin.


Bloggfærslur 8. desember 2009

Um bloggið

Haukur

Höfundur

Hawk
Hawk

Bloggvinir

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • ...ory2_957256
  • ...raph_957255
  • ...rvehistory2
  • ...peakgraph
  • Image000

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband