7.10.2009 | 16:18
(ESB)}{(EES, EFTA,NAFTA og fríverslunarsamningur við Kína)
ÉG var að lesa Forbes í dag. Þar var birtur listi yfir lönd þar sem viðskiptaumhverfið er hagstæðast og þar sem er best að stofna fyrirtæki. Þetta var topp tuttugu listi. Danmörk var í fyrsta sæti og USA í öðru sæti. Hástökkvarinn var Noreigur og Ástralía og ástæðan......... jú þessi lönd eru nýbúin að gera fríverslunarsamning við Kína.
Það þarf nú varla að nefna það. En það kom fram að meðal þeirra landa sem duttu úr topp 20 listanum var Ísland.
En ég fór að hugsa. Að gera fríverslunarsamning er gríðarlega mikilvægt fyrir hagsælt. Núverandi staða er ekki nógu góð. Einn möguleikinn er fyrir Ísland að gera fríverslunarsamning við Kína og ræða við Bandaríkjamenn um að fá að vera með í NAFTA (North American Free Trade Agreement).
Ísland er í EES og EFTA þá erum við meðlimir í fríverslunarsamning við Evrópu. Ef við förum síðan í NAFTA þá verðum við í fríverslunarsamning við Norður-Amríku. Best of both world. Og síðan bætist fríverslunarsmaningur við Kína í austri.
Þetta fyrirtkomulag væri ekki leiðinlegt í framtíðinni. Þegar það verður hægt að sigla í gegnum norðurpólinn og skip frá Kína, Evrópu og USA koma við til Íslands til að fá ýmsa þjónustu.
Einnig þurfum við að taka upp nýjann gjaldmiðil. Dollar eða Evru skiptir ekki öllu.
Hinn kosturinn er ESB. En í ESB þá meigum við ekki gera viðskiptasamning við önnur lönd. Allir slíkir samningar fara í gegnum ESB. Það er ókostur. En aftur á móti þá færist mikil stjórnmálavöld frá Íslandi til Brussel sem er jákvætt og löngu tímabært.
Það eru margir Íslendingar sem vilja ganga í ESB. Því þeir sjá að óbreytt ástand er ólíðandi. Og ESB er eini raunhæfi kosturinn. Heimsýn og Davíðs-armur Sjálfstæðisfloksins og fleirri sem eru á móti ESB þeir eiga að koma með anna valkost. Hætta að væla og koma með lausnir. Þetta á líka við VG. Þeir eru nú í ríkisstjórn og geta gert eitthvað í þessu.
Ef það mundi fara fram kostning um hvort að Ísland á að ganga í ESB eða óbreytt ástand þá vel ég ESB leiðina.
En ef valkostirnir í kjörklefanum væru
[] ESB
[] EES, EFTA, NAFTA og Free trade China
Þá mundi ég velja seinni kostinn.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Bloggfærslur 7. október 2009
Um bloggið
Haukur
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar