4.12.2008 | 23:25
"dóni" v.s "asshole"
Seðlabankinn sagði við ríkisstjórnina í júni að það væri 0% líkur á því að bankarnar íslensku mundu lifa af. Þar að segja Geir vissi að allt væri að hrynja í byrjun sumars. Í sumar sýndi Geir undarlega hegðun þegar Sindri fréttamaður Markaðarins spurði hann hvar eru allir peningarnir sem eiga að koma inn í landið. Geir svaraði "ef þú værir ekki svona mikill dóni þá mundi ég segja þér það". Mög undarlegt af forsætisráðherra.
Jeffrey Skilling fyrverandi forstjóri Enron sagði "asshole" þegar fréttamaður var að spurja erfiða spurninga um fjármál. Ætli þetta er ekki svipað þeir báðir sáu fram á fjálst fall í fjármálum og við það skapast þessi undarlega hegðun.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.12.2008 | 14:12
Davíð kóngur
Davið Oddson var í viðtali við danskt dagblað. Davið telur sig hafa varað við þróuninni allann tímann en enginn vildi hlusta á hann. Davið segir "að enginn geti neitað því að hann hafi verið mjög gagnrýninn í garð nýju fjárfestanna" og svo bætir hann við "Þeir hafi fengið stöðugt meiri völd og meðal annars vilja ráða yfir fjölmiðlum".
Þetta er rétt hjá Davíð Oddson að hann hafi verið mjög gagnrýninn á fjárfestana t.d Jón Ásgeirs. Og einnig þegar hann tók út um 400þúsund kall úr Búnaðarbankanum til þess að mótmæla einhverju bruðli. En hann var að mótmæla þessu fjárfestum í allt öðru samhengi en hann heldur fram. Davíð fannst þeir hafa alltof mikil völd og þess vegna var hann á móti framgangi þeirra. Þetta snérist um völd og pólítik ekki efnahagslegt samhengi. Það þýðir ekkert að segja núna að hann var á móti Jón Ásgeir og félögum vegna þess að hann óttaðist kreppu á Íslandi. Davíð er með valdafíkn á versta stigi enda segir hann í viðtalinu að ef hann verði neyddur til að segja af sér sem seðlabankastjóri þá fer hann beint aftur í pólítikina.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 4. desember 2008
Um bloggið
Haukur
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar