Færsluflokkur: Dægurmál
11.11.2009 | 13:10
Seðlabankinn v.s ríkisstjórnin.
Stýrivextir munu lækka þegar verðbólgan fer niður. Það verður gott fyrir atvinnulífið.
En ríkisstjórnin er að fara allt aðra leið. Þau eru ekki að ganga í takt. Eða Seðlabankinn er dálítið barnalegur að taka ekki inn skattaaðgerðir ríkisstjórnarinnar. Þær hafa verið aðgengilegar síðan í sumar.
VSK verður hækkaður á öllum vörum nema matvörum. Sumar vörur fara frá 7% uppí 25%.
Síðan kemur áfengsigjald og bensíngjald. 10% hækkun um áramótin.
Þetta fer beint í verðlagið. Hækkar vísitöluna og Seðlabankinn getur ekki lækkað stýrivexti og fyrirtækin blæða. Ég er að reka fyrirtæki og er með yfirdráttalán á yfir 20% vöxtum. Það gengur ekki til lengdar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.11.2009 | 19:02
Landsvirkjun gjaldþrota?
6.11.2009 | 22:43
þetta væri óskandi
En hvað sem þessu líður er athyglisvert að skoða álit frá greiningardeild SEB bankans í Svíþjóð á afnámi hluta gjaldeyrishaftanna um síðustu mánaðarmót. Greiningin sér kauptækifæri í krónunni og mælir með kaupum henni á núverandi aflandsgengi sem er í kringum 210 kr. fyrir evruna.
SEB spári því að aflandsgengið og skráð gengið hér innanlands muni mætast á næsta ári í 185 kr. fyrir evruna á fyrsta ársfjórðung. Og að gengið styrkist síðan og verði komið í 160 kr. fyrir evruna á öðrum ársfjórðungi næsta árs.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2009 | 19:00
Hitt og þetta
Ég ætla aðeins að taka púlsinn á ýmsum málefnum:
Orku og auðlindaskattur? Já ég er fylgjandi því. Hann skal þó vera hóflegur og reynt að hafa samráð við sem flesta. Það er sanngjarnt að álverin hjálpi við aukinni tekjuöflun ríkisins á þessum tímum.
Stöðuleikasáttmálin? ASÍ og SA eru alltof harðir í sambandi við þennan auðlindaskatt. Við vitum hvað SA er að vinna fyrir en á ASÍ ekki að vinna með alþýðunni?
Hreyfingin? Það er skortur á greind, kjark, mannlegum samskiptum og ákveðni að geta ekki haldið saman 4 manna þingflokki. Með úrsögn Þráins Bertelsson og úrsögn þremenningana og stofnun nýs flokks er svik við kjósendur. Einnig setja þau ljótt orð á nýstofnaða flokka. Við verðum föst með fjórflokkin þökk sé X-O.
ESB? I'm not af fan. En ég er einn af þeim sem vill ekki óbreytt ástand. ESB kemst næst því.
Icesave? Sorglegt og dýrt fyrir skattborgara en ekki eins sorglegt og sú staðreynd að Davíð Oddson tókst að gera Seðlabanka Íslands gjaldþrota sem er einsdæmi á vesturlöndum og við fáum 300milljarða reikning frá því STRAX ekki eftir 7ár
Lífeyrissjóðirnir? Þeir hafa skitið uppá bak og létu múta sér með laxveiðiferðum og fleirra til þess að kaupa hlutabréf í bönkunum og FL-group og fleirri félögum þegar enginn annar vildi það.
Mogginn? Orðinn kvótablað sem ver útgerðarmenn fram í rauðan dauðann.
Ríkisstjórnin? Gera margt ágætt og margt má bæta. Þurfa að skera meira niður og stækka skattstofna í staðinn fyrir að hækka skatta.
Bestur í ríkisstjórn? Árni Páll. Þorir að benda á það augljósa einsog að benda á að það er verið að misnota atvinnuleysisbætur og örorkubætur í stórum stíl á Ísland. Einnig flutti hann þrumuræðu í vikunni.
Verstur í ríkisstjórn? Ögmundur Jónason. Hann hætti í heilbrigðisráðaneytinu vegna þess að hann var að skíta uppá bak og vissi einfaldlega ekkert hvað hann var að gera. Hann þorir ekki að skera niður heldur lét heilbrigðiskerfið grotna niður hægt og hljóðlega. Þessi drengur er í ruglinu.
Mesti vitleysingurinn? Jón Bjarnason. Fólk stóð agndofa eftir Kastljósviðtalið við hann þar sem hann sagði að samkeppniseftirlitið væri barn síns tíma.
Útrásarvíkingar? Þeir sem brutu lög verða sóttir til saka. Ég treysti Evu Joly.
Rannsóknarnefnd alþingis? Þeir ætluðu að birta skýrsluna sína 1.nov en hafa seiknað því fram í Febrúar. Mig grunar að þetta sé vegna pressu frá ríkisstjórn og þingmenn og fleiri hafa eða munu fara með puttana í þessa skýrslu.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.10.2009 | 12:55
Icesave...... enn og aftur
http://m5.is/?gluggi=frett&id=95239
U.K og Hollendingar munu græða á Icesave vegna vaxtamunar. Þessi lönd geta fjármagnað sig fyrir 3,5% vexti en það voru 5,55% vextir á Icesave samningnum. Ársæll valfels finnst líklegt að íslenska ríkið hafi fengið eitthvað í staðinn en ég segi NEI. Steingrímur J Sigfússon skipaði bara algjörlega vanhæfa samningsnefnd. Mestu mistök/heimska/einfeldni/kjánaskapur í sögu íslenskra stjórnmála er þegar fjármálaráðherra Íslands einkavinavæddi samningsnefndina og sendi vanhæfa kalla til að semja við breta. Þeir skitu í buxurnar og komu heim með samning þar sem U.K og Holland stórgræða.
Samningsnefnd Breta og Hollendinga var góð. Þeir gátu snúið til baka síns heima og hitt Gordon Brown. Gordon Brown segir " jæja hvernig gekk þetta? náðuð þið samning við Íslendinga? Ætla þeir að borga?" Samningsnefndin svarar " jájá. við náðum samning og Ísland ætlar að borga hverja krónu. Og ekki bara það heldur sömdum við um 5,55% vexti þannig að Bretland mun einfaldlega stórgræða á þessum samningi"
Og það er ennþá til fólk sem finnst þessi samningur bara ágætis plagg.
Við sömdum hina og þessa fyrirvara í sumar. Mesta hagsmunarmálið eru vextirnir. Nú er sagt að það fáist 90-100% uppí Icesave og það gæti farið svo að við þurfum bara að borga vextina. Vextirnir skipta öllu og þeir eru alltof háir. Af hverju var ekki einn fyrirvari svona "vextir á Icesave verða jafn miklir og U.K og Holland geta fjármagnað sig á fjármálamörkuðum"
Ég í einfeldni minni hélt að við mundum ekki þurfa að borga. Ég hélt að Steingrímur J vissi eitthvað sem við hin vissum ekki sambandi við Icesave. þ.e að við þurfum ekki að borga þetta en við eigum að skrifa undir vegna pólítisku ástandi sérstaklega í Hollandi. Eftir 7ár þá verða aðstæður öðrvísi í heiminum og við komnir í ESB og þessi samningur verður aukaatriði. En Steingrímur J sagði í vikunni að það væri góð hugmynd að láta lífeyrisjóðina staðgreiða Icesave og síðan getur ríkissjóður borgað lífeyrissjóðunum til baka. Þessi leikur þýðir að við ætlum okkur að borga hverja krónu.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.10.2009 | 13:30
Hálfver í Helguvík.
Hvað er eiginlega tilbúið í sambandi við þetta álver í Helguvík. Það er ekki komið fjármagn fyrir þetta, orkan fyrir þetta er ekki komið á hreint og það getur enginn sagt hvaðan öll þessi orka á að koma. Það veit enginn hvar rafmagnslínurnar fyrir þetta álver á að vera. Og núna seinast er að það veit enginn hver á að borga fyrir Helguvíkurhöfn.
Af hverju er byrjað að steypa þetta álver spyr ég. Þarf ekki að vera búið að finna lausn við þessum vandamálum áður.
Það er ótrúlegt að í hagskýrslum frá Seðlabankanaum og Fjármálaráðuneytinu er gert ráð fyrir þessu álveri. Ég sé þetta álver ekki gerast.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.10.2009 | 01:13
spunasveitin
Það sem ég er ekki að skilja í umræðum dagsins er þessi Samfylkingaspunadeild. Ég er ekki að fatta þetta alltsaman. Er Samfylkingin að stjórna umræðum á Íslandi. Er Samfylkingin með fréttamenn á sínum snærum.
Frétt í dag var að Árni Sigfússon var að spurja sig hvort ný ríkisstjón var í vændum. Og bloggarar segja að spunasveit Samfylkingarinnar standa fyrir þessu.
Fólk setur spurningamerki um vogunarsjóðsmenn séu með Framsóknarmönnum útí Noreigi. Þetta er spunasveit Samfylkingarinnar sem standa fyrir þessum orðrómi.
Ég er allavega ekki að fatta þetta. Ef einhver getur útskýrt þetta betur þá má hann það.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.10.2009 | 16:18
(ESB)}{(EES, EFTA,NAFTA og fríverslunarsamningur við Kína)
ÉG var að lesa Forbes í dag. Þar var birtur listi yfir lönd þar sem viðskiptaumhverfið er hagstæðast og þar sem er best að stofna fyrirtæki. Þetta var topp tuttugu listi. Danmörk var í fyrsta sæti og USA í öðru sæti. Hástökkvarinn var Noreigur og Ástralía og ástæðan......... jú þessi lönd eru nýbúin að gera fríverslunarsamning við Kína.
Það þarf nú varla að nefna það. En það kom fram að meðal þeirra landa sem duttu úr topp 20 listanum var Ísland.
En ég fór að hugsa. Að gera fríverslunarsamning er gríðarlega mikilvægt fyrir hagsælt. Núverandi staða er ekki nógu góð. Einn möguleikinn er fyrir Ísland að gera fríverslunarsamning við Kína og ræða við Bandaríkjamenn um að fá að vera með í NAFTA (North American Free Trade Agreement).
Ísland er í EES og EFTA þá erum við meðlimir í fríverslunarsamning við Evrópu. Ef við förum síðan í NAFTA þá verðum við í fríverslunarsamning við Norður-Amríku. Best of both world. Og síðan bætist fríverslunarsmaningur við Kína í austri.
Þetta fyrirtkomulag væri ekki leiðinlegt í framtíðinni. Þegar það verður hægt að sigla í gegnum norðurpólinn og skip frá Kína, Evrópu og USA koma við til Íslands til að fá ýmsa þjónustu.
Einnig þurfum við að taka upp nýjann gjaldmiðil. Dollar eða Evru skiptir ekki öllu.
Hinn kosturinn er ESB. En í ESB þá meigum við ekki gera viðskiptasamning við önnur lönd. Allir slíkir samningar fara í gegnum ESB. Það er ókostur. En aftur á móti þá færist mikil stjórnmálavöld frá Íslandi til Brussel sem er jákvætt og löngu tímabært.
Það eru margir Íslendingar sem vilja ganga í ESB. Því þeir sjá að óbreytt ástand er ólíðandi. Og ESB er eini raunhæfi kosturinn. Heimsýn og Davíðs-armur Sjálfstæðisfloksins og fleirri sem eru á móti ESB þeir eiga að koma með anna valkost. Hætta að væla og koma með lausnir. Þetta á líka við VG. Þeir eru nú í ríkisstjórn og geta gert eitthvað í þessu.
Ef það mundi fara fram kostning um hvort að Ísland á að ganga í ESB eða óbreytt ástand þá vel ég ESB leiðina.
En ef valkostirnir í kjörklefanum væru
[] ESB
[] EES, EFTA, NAFTA og Free trade China
Þá mundi ég velja seinni kostinn.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
5.10.2009 | 13:48
Morgunblaðið: Fyrstu ummerkin.
Ég sá fyrstu ummerkin um stefnubreytingar í dag. Í innsendum greinum var ESB anti herferð. Einhver ráðgjafi frá evrópu að mæla gegn aðild að ESB. Hann nefndi þrjár ástæður sem voru svo mikil fjarstæða að.......... jæja nenni ekki að fara úti það en þetta var ótrúlegt bréf.
Síðan var leiðaraskrif um Lissabon sáttmálann sem Írar samþykktu. Hann gaf þennan tón um að vinnureglur ESB er þannig að það er bara kosið og kosið þangað til að hagstæð niðurstaða náist.
Þetta er líklega bara byrjunin. Það verður gaman að fylgjast með þessu blaði.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.9.2009 | 20:15
Pétur Blöndal hreinskilinn.
Pétur Blöndal var í viðtali á Útvarp Sögu í seinustu viku. Það var verið að tala um niðurskurð hjá hinu opinbera. Pétur Gunnarsson þáttarstjórnandi var að gagnrýna Sjálfstæðisflokkinn að hafa aukið mikið útjgöldin seinustu 16ár sem þeir hafa verið í stjórn. Í rauninni var Sjálfstæðisflokkurinn á streit fylleríi allan þennan tíma. Þáttarstjórnandinn nefndi eitt mál þar sem Sjálfstæðisflokkurinn og hans ríkistjórn lét skattborgara borga fyrir hestahús. Þessi hesthús voru byggð fyrir einkaaðila útum allt land sem kostaði hundruði milljóna. Pétur Blöndal sagði að það væru hinir og þessir hestamenn í Sjálfstæðisflokknum sem stóðu fyrir þessu. Þáttarstjórnandinn spurði Pétur Blöndal nánar útí þetta. af hverju eru skattborgarar að borga hesthús fyrir kall útí bæ? Hvað var málið með þessi kaup? Pétur Blöndal svaraði "þetta voru bara hrossakaup".
Það eru orð með réttu.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Haukur
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar