Færsluflokkur: Dægurmál
23.4.2009 | 15:57
XD og loforðin á suðurnesjum
http://www.dv.is/frettir/2009/4/23/slogu-skjaldborg-um-helguvik/
Þetta minnir óneytanlega á það sem gerðist árið 2003. Sjálfstæðismenn fóru útum allann völl (varnarsvæðið) að tala við starfsfólk. "ef þið kjósið okkur þá munið þið halda vinnunni ykkar". Sjálstæðisflokkurinn fékk glimrandi kosningu en allt kom fyrir ekki. Herliðið hvarf stuttu seinna og allt fólkið missti vinnuna.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.4.2009 | 14:29
XS og VG
Samfylkingin getur verið mjög sátt við Kolbrúnu í VG. Eftir umdeildar yfirlýsingar Björgvin G í borgarafundinum um daginn sagði hann að Samfylkingin mundi ekki gefa eftir í ESB málunum og þar af leiðandi tæknilega séð sprengdi hann VG og XS samstarfið áður en það myndaðist. Fólk sem hefur hallast á að kjósa XS og lýst best að fá vinstri stjórn undir forystu Jóhönnu en er ekkert endilega gallharðir ESB sinnar eru að hugsa sig til hreyfings. Fylgi Samfylkingarinnar hefur dalað eftir yfirlýsingar Björgvins.
En Kolbrún kom með ólíka óheppilega yfirlýsingu í gær um að hún vill ekki vinna olíu á Drekasvæðinu. Þetta hindrar a.m.k einhverja til að skipta frá Xs yfir í VG.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2009 | 17:14
Kreppan leikur grátt
Stjóri hjá Freddie Mac framdi sjálfsmorð í dag. Freddie Mac er banki sem sérhæfi sér í íbúðarlánum og var rekin yfir af Bandarísku ríkisstjórnini. Maður vonar að stjórnendur banka og fjármálafyrirtækja axli ábyrgð og verði jafnvel dregnir til ábyrgðar í dómstólum landsins. En það vonar enginn að þeir sviftir sig lífi. Eða allavega ég held að einginn vilji það.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.4.2009 | 12:38
Ríkisstjórnin sprungin. Ný stjórn mynduð eftir kosninga!!!!!!!
Ríkisstjórnin sprakk í gær þegar Björgvin og Atli fóru í stál í stál í gær á borgarafundi. Deiluefnið er ESB aðild. Þetta er of stórt málefni til að leggja til hliðar og Björgvin sagði að það kæmi ekki til greina að Samfylkingin muni aftur stiga þessu málefni undir stól við ríkisstjórnunarviðræður.
Samfylking, Framsóknarflokkur og Borgarahreyfing er lausnin. Mér lýst vel á þessa stjórn. Jújú tveir af þessum flokkum eru drulluspilltir en það sýnir bara pólítikina í dag þegar þessir flokkar eru skástir. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnun þá vantar þessi stjórn bara tvo þingmenn til að ná meirihluta.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.4.2009 | 23:16
Steini
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.4.2009 | 10:34
XD og auglýsingar
Stjórnmálaflokkar á íslandi hafa mátt eiga það hingað til að kosningabaráttan hefur yfirleitt verið nokkuð heiðarleg. JúJú það er lofað miklu en svona er þetta. Þetta hefur verið skárra hérna á Íslandi en útí Bandaríkjunum þar sem allir kepppast um að rakka niður keppinautinn í stað þess að reyna að upphefja sjálfan sig. Republicanar hafa verið duglegir í þessu. Sást best á Bush v.s Kerry baráttunni þegar Bush auglýsingarnar byrjuðu að snúast um að Kerry væri ekki treystandi og það var viðtal við ýmsa félaga hans ú hernum sem rökkuðu hann niður.
Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn tekið þetta til fyrirmyndar. Hræðsluáróður. Þeir hafa líklega talið að það er stutt til kosninga og þetta er eina sem virkar. Það er verið að hræða fólk sem ætla að kjósa til vinstri á laugardaginn. Með þessum gjörningi fór öll virðing úr íslenskum stjórnmálaflokki.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.4.2009 | 00:34
....,,,
VG náði að lauma frumvarpi um að gera vændiskaup refsiverð. Þetta tengis ekkert kreppuni, hjálpar okkur ekki neitt. Þetta er ekki liður í skjaldborg um heimilin. Þetta er bara sérhagsmunir hjá rauðsokkum í VG. Kjaftæði.
Sá finndna frétt í kvöld á stöð tvö. Það var pólverji tekinn fyrir að vera með spítt í skónum sínum. Það var fjallað um að hann var tekinn í tollinum og allan tímann var myndefni á öryggisgæslunni að vinna vinnuna sína. Síðan var sagt að þetta mál verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjanes sem er í Hafnafirði en það var mynd á löggustöðinni í Keflavík??
Kosningar á næstunni. Ég er ekki búinn að ákveða hvað ég ætla að kjósa. Ég veit samt hvað ég ætla EKKI að kjósa. Ég mun ekki exa við Vinstri græna eða Sjálfstæðisflokkinn. Vinstri grænir eru of afturhaldssamnir og á móti evrópusambandinu "af því bara". Fatta ekki alveg hvað er málið með þá. Ég skil alveg af hverju bændur eru á móti ESB. Bændurnir sjá bara ógn um að við mundum geta innflutt ódýrar landbúnaðarvörur frá evrópu. Ég er miðju/hægri maður. Sem hægri/miðju maður þá er Sjálfstæðisflokkurinn á fínum stað í pólítikinni en hann er svo gjörspilltur að ég get ekki kostið þá... sorry. Þeir hugsa um sérhagsmuni en ekki almannahagsmuni.
Ég hef mikla mætur á Sigmundi Davíð í Framsóknarflokknum. Það er synd ef hann kemst ekki á þing. Hann mun ekki hanga á formanstitlinum og reyna næst heldur mun hann líklega hætta og snúa sér að öðru og þá hafa Íslendingar misst eitt besta þingmannsefni á Íslandi seinustu áratugi. Hann útskýrði þetta með 20% niðurfellingu í útvarp sögu í dag og það hljómaði mjög sannfærandi og ég vona að Ísland fari þessa leið. Og ég skulda samt nákvæmlega ekki neitt. Hann er í rvk-norður og ef ég væri þar þá mundi ég alvarlega hugsa um að kjósa xB. En ég er í rvk-norður og þar er Vigdís Hauksdóttir í 1.sæti. Ég las grein eftir hana í Fréttablaðinu í dag og þetta var eitthvað lögfræði blaður. Hún var að benda á ýmis lög alla greinina eitthvað "skv 99/2009 lögum frá árinu 1998 í EES samningum". Ég hugsaði bara "vá ein sem er lögfræðingur". Enda er hún það. Ég vill ekki henda atkvæði í hana.. bara segja alveg einsog er.
Borgarahreyfingin er líkleg fyrir mér. Ég fíla þetta með aukið líðræði, persónukjör og útríma flokksræði. Og ýmist annað. Það væri gaman að sjá þá ná þingmönnum inn.
Samfylkingin má eiga það að þeir vilja ESB. Ég er á öðru leyti ekki fan. Loftbóluflokkur. Það er eitthvað rotið þarna inni. Vitfirra að láta heimspeking í viðskiptaráðuneytið. Hvað bjó að baki þar? Allavega ekki almannahagsumir það er nokkuð víst.
Frjálslindi er búinn að singja sitt síðasta. Ég sé eftir Grétar Mar. Vona að hann geti plöggað sér í einhvern af fjórflokkunum seinna meir og komist á þing.
Lýðræðishreyfingin eru með fínar hugmyndir en Ástþór er vitfyrrtur og ekki traustvekjandi. Það sem þeir eru að tala um að gjörbreyta alþingi gengur ekki. Þeir mundu þurfa hreinan meirihluta. 5% flokkur er ekki að fara að breyta alþingi. og þeir eru að mælast með 0,5%. búðið spil.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.4.2009 | 20:38
xd og peningarnir
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.4.2009 | 23:37
AMX
AMX.is
djöfull er ég þreyttur á þessum vef. held að kjeps heitir óli sem er með þetta. hann er í framboði fyrir xd. eftir að hann fór á lista þá hefur þessi síða verið svo hlutdragin að það er ekki eðlilegt
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.4.2009 | 21:41
SpKef
Þeir töpuðu 17 milljörðum á einu ári. Þetta er hátt í það að ná fyrir að greiða fyrir tónlistarhúsið í Reykjavík á einu bretti. Það er alveg ótrúlegt að svona sparisjóður sem á að þjóna nærsamfélaginu sem er sú eina og sanna sparisjóðshugmynd skuli hafa leyft sér að klúðra svona málunum. Það er ekkert hægt að neyta fyrir það að SpKef voru einfaldlega að taka þátt í veislunni. Sukk og svínarí einkenndist stjórnunarhátt Geirmund sparisjóðsstjóra.
Í tilkynningu segir að tap Sparisjóðsins megi fyrst og fremst rekja til eignarýrnunar vegna efnahagshrunsins. SpKef tapaði gríðarleg í gegnum Kista-fjárfestingaféla ehf. Kista átti mikið í Existu.
Kista keypti í Existu fyrir 11,4 milljarða 21.júni 2007. Þetta hefði ekki getað verið lélegri fjárfesting með peningana okkar. Geirmundur hefur haldið þessu leyndu fyrir okkur. Viðtal við hann á seinasta ári sagði hann hin fleygu orð "ef ástandi verða hagstæð á næsta ári þá verður SpKef vel stætt." Þetta segir manni ekki neitt.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Haukur
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar