Færsluflokkur: Dægurmál
Olían er að klárast á meðan heimurinn hefur aldrei notað eins mikla olíu. Skortur á olíu mun hafa
slæm áhrif um allan heim. Við erum að upplifa olíuhámark. Árið 2005 var okkar peak í olíu. Eftir það mun hægja verulega á framleiðslu. Við notum meiri og meiri olíu á meðna framleiðslan minnkar.
Ástæðan fyrir því að heimurinn er svona tæknivæddur, svona mikil verlferð, svona mikil atvinna og framleiðni er vegna þess að það er til svo mikil olía. En við erum að klára hana.
Þegar olían byrjar að minnka og minnka munum við upplifa það að atvinnuleysi mun aukast, olíuverð hækkar uppúr öllu valdi. Það kostar alltof mikið að ferðast. Túristinn verður enginn hérna. Við getum ekki flutt innn vörur til landsins. Við munum sjá tómar hillur í matvörubúðum. Óeyrðir útá götum. Meiri fátækt. Skortur á mat. Í rauninni verður stríðsástand hérna vegna þess að allir eru að reyna að bjarga sjálfum sér.
Hagvöxtur hefur haldist í hendur á olíuframleiðslu. Það halda margir að mikill hagvöxtur undanfarið hundarð ár er bara vegna þess að við erum svo klár núna. En sannleikurinn er sá að hagvöxturinn hefur viðgengst vegna þess að við höfum upplifað óendanlegar olíubirðar. En um leið og þær klárast mun hagvöxturinn dragast saman. Olían mun ekki hverfa á einum degi heldur mun hún dragast saman um 3% á ári. Það hljómar ekki mikið en áhrifin verða gríðarleg.
Það hefur verið stanslaus hagvöxtur á jörðinni alla seinustu öld. Á Íslandi líka. Hagvöxtur þarf að haldast í hendur við fólksfjölgun því annars verður skortur, atvinnuleysi og fleirri kvillar. Þegar það fer að draga úr olíuframleiðslu þá mun hagvöxtur í heiminum dragast saman. Hagkefin mun minnka. Það verður fleirra fólk um sömu bitana. Fyrirtæki fara á hausinn. Bankar tapa og þeir fara á hausinn. Það verður bankaáhlaup um allan heim. Sem endanlega gengur frá hagkerfum í heiminum og það verður kaos. Það er ekki hægt að eiga viðskipti. Það veður ekki hægt að flytja inn mat eða olíu til Íslands. við verðum að vera sjálfum okkur nóg.
Ef þið eruð í háskóla hættið bara. Þið græðið ekkert á þessu. Viðskiptafræði, lögfræði, hagfræði, félagsfræði. Þetta eru gagnlausar gráður þegar olíuskorturinn skellur á. Það verður ekki til peningur. Fyrirtækin eru löngu farin á hausin. Sjálfsþurftarbúskapurinn kemur aftur. Það er betra fyrir ykkur að læra að rækta ykkar eigin kartöflur. Læra hvernig á að komast af einn síns liðs. Læra á náttúruna. Vera sjálfbjarga. Að vera jakkafataklæddur með skjalatösku á leið í vinnnuna verður liðin tíð.
Njótið meðan þið getið :)
Heimildir:
http://www.documentary-film.net/search/watch-now.php?&ref=76
http://lifeaftertheoilcrash.net/
http://en.wikipedia.org/wiki/Peak_oil
http://www.youtube.com/watch?v=CxK8RDyWHsM
http://www.exitmundi.nl/oilcrash.htm
http://www.peak-oil-news.info/
http://www.energybulletin.net/primer.php
http://www.peak-oil-crisis.com/
http://www.vidoosh.tv/play.php?vid=1496
http://www.youtube.com/watch?v=t2mKZcCVIPI&NR=1
Dægurmál | Breytt 3.2.2010 kl. 11:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
28.1.2010 | 19:08
Mín greining á pólítikinni. Enginn heilagur sannleikur. Bara mín pæling.
Nú vilja Sálfstæðismenn ekki fara í þjóðaratkvæðisgreiðslu. Þeir vilja heldur semja..... af hverju skildi það vera?
Í þriðju umræðu um Iceave tvö þá kom Pétur Blöndal minnir mig með tillögu um að setja Icesave í þjóðaratkvæðisgreiðlu í staðinn fyrir að samþykkja Icesave. Allir sjallarnir greiddu með þessari tillögu og hömruðu á ríkisstjórninni að vilja ekki hlusta á þjóðina. Sögðu að hún væir á móti lýðræði.
En nú vilja sjallarnir ekki þjóðaratkvæðisgreiðslu. Skrítið í ljósi þess að þeir greiddu allir með þjóðaratkvæðistillögunni.
Ég held að sjallarnir vilja ekki fordæmi að þjóðaratkvæðisgreiðslu. Hún er hættuleg. Eiginlega bara stórhættuleg fyrir þá. Þeir vilja ekki afhenta þjóðinni völdin. Sérstaklega vegna þess að sjallarnir er flokkur sem er fyrst og fremst að verja einn hagsmunarhóp. Hver er það?
Jújú. Mikið rétt. Kvótakóngana.
Þeir eru skíthæddir um það að eftir Icesave þjóðaratkvæðisgreiðsluna þá er komið fordæmi fyrir því að setja kvótaóréttlætið fyrir þjóðaratkvæðisgreiðslu.
Nú væri góður leikur fyrir ríkisstjórnina að tilkynna það að hún ætlar að láta kvótafrumvarpið fara í þjóðaratkvæðisgreiðslu. Þá væri ríkisstjórnin laus við hótunum frá LÍÚ. Hún væri laus við þrýsking frá bæjarfélögum sem eru á valdi kvótakónga einsog t.d Vestmannaeyjum. Þau væri laus við sjallana og framsóknarmannanna á alþingi. Allt þetta lið sem eru á móti geta valla verið á móti vilja þóðarinnar.
Í stuttu máli sagt þá væri þetta martröð Sjálfstæðismannanna (kvótakóngana).
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.1.2010 | 10:18
RÚV
Fyrir mitt leyti þá er það bara ágætis hugmynd.
RÚV mun spara mikinn pening að loka á fimmtudögum og frí í júlí.
Þegar þetta var gert á sínum tíma þá var sjónvarpið miðill númer eitt, tvö og þrjú. Fólk glápti á sjónvarpið alla daga enda ekkert annað betra að gera. Þá var þetta frí á fimmtudögum og í júlí mjög erfitt.
En núna er fínt að loka á fimt og júlí. Það eru svo margir aðrir miðlar sem við getum snúið okkur að nú til dags. Stöð tvö og skjáreinn eru með fréttartíma. Við erum með internetið. Við getum streamað þætti á netinu. Við getum downloadað hinu og þessu sjónvarpsefni á torrent. Ég sé ekki að það á að vera eitthvað alvarlegt mál að sleppa RÚV á fimtudögum og júlí. Finnst það bara nokkuð cool.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2010 | 23:26
Kvótinn
Það eru margir einstaklingar sem fá gefins kvóta. Þeir fá afhentann kvóta fyrsta september hvert ár. Þeir þurfa ekki einusinni að sækja um kvótann. Þeir fá bara bréf í pósti sem á stendur "þú mátt veið xxx mikið tonn af þorski".
Þá getu sá hinn sami leigt þessar aflaheimildir út. Kvótaeigandinn er löngu búinn að selja skipið sitt, hann á ekkert fiskvinnlsufyrirtæki. Hann er löngu hættur að fara niðrá bryggju. Eina skiptið sem hann fer að veiða er í dýrum laxveiðiferðum í boði þjóðarinnar vegna þess að jú.... þjóðin á fiskinn.
Eftir fyrsta september þegar hann fær bréf í pósti sem segir hvað hann fær mikiði af auðlindinni gefins þá fer þessi aflaheimild á uppboð. Hann leigir þessa heimild á sirka milljarð. Það gera hundarð milljónir á mánuði sem kjeps getur leikið sér með. T.d að kaup sér þirlu svo hann þarf ekki að fara með Herjólfi milli lands og Eyja.
Sanngjarnt?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.1.2010 | 22:22
ögmundur
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.1.2010 | 22:36
Óttast að evran hrynji
http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2010/01/24/ottast_ad_evran_hrynji/
Ég tel þetta bara jákvætt fyrir mitt fyrirtæki. Ég flyt inn vörur og verðið er í evrum. Þar af leiðandi er þetta gott fyrir fyrirtækið og neytendur á Íslandi því verðið til ykkar mun lækka.
Þeir sem eru með myntkörfulán eiga að vera ánægðir með þessar fréttir.
Okkar innflutningur kemur aðalega frá evrópu (80%) og meirihlutinn af því er frá evrusvæðinu svo neytendur á Íslandi eiga ekki að kvíða.
Einnig verður ódýrara fyrir okkur að ferðast til evrópu versla þar.
Þeir krónuaðdáðendur á Íslandi eru að segja að Eystrasaltsríkin, Grikkland og Írland eru í tómu tjóni vegna þess að evran er svo sterk. Ef evran veikist þá á þetta að vera mjög góðar fréttir fyrir þau lönd.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.1.2010 | 15:52
Niðurskurður hjá RÚV
Fréttaaukinn og Viðtalið verður lagt af.
Mér finnst þetta rétt ákvörðun.
Fréttaaukinn er fréttaskýringaþáttur sem var aldrei með neitt bitastætt. Hann náði aldrei því flugi sem honum var ætlað. Silfur Egils sem er viðtalsþáttur í meira lagi kom með fleirri fréttir og skúbb heldur en nokkurntímann Fréttaaukinn. Kompás er hinsvegar fréttarskýringaþáttur sem komst á mikið flug. Og það vita flestir að Kompás var lagt niður vegna þess að hann fór of djúpt í fortíð útrásarvíkingana.
Viðtalið hef ég aldrei skilið. Þetta er bara Bogi Ágústsson að ferðast um Afríku, Asíu og Evrópu að tala við lítt þekkta menn. Maður finnur bara fyrir peningasóunina í kringum þessa þætti. Skattborgarar eru að sponsa heimsreisu hans Boga. Ég væri á móti þessu eyðslu á skattfé í góðæri.
Það sem á að verja: Silfur Egils, Krossgötur, Spegillinn.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.1.2010 | 09:54
Krónan.
Krónan er að bjarga okkur. Krónan er óumdeilanlega hetja ársins 2009. Hún hefur valdið því að útflutnings og sprotafyrirtækin okkar eru að blómstra. Það er minna atvinnuleysi á Íslandi þökk sé krónunnar. Hún hjálpar við það að draga úr innflutningi og auka útflutning. Það verður loksins jákvæður viðskiptajöfnuður við útlönd. Sem þýðir að núna loksins er Ísland að fá tekjur fram yfir gjöld..... ekki veitir af miðað við sukkið undanfarin ár!!!
Þetta segja aðdáðendur krónunnar!! Þetta er allt satt og rétt. Þessar hagtölur eru mjög jákvæðar ef maður horfir á þær ein og sér.
En mín skoðun er sú að með því að hrósa krónunni svona mikið er svipað og slökkvulismenn eru að hrósa vatnsslöngunni sem er að reyna að slökkvað í brennandi húsi. Hvernig væri samt að sleppa að kveikja í húsinu??
Krónan hefur valdið Íslandi ómældum skaða. Fyrirtæki geta ekki fjármagnað sig. Þegar fyrirtæki fara uppfyrir ákveðna stærð þá þarf fyrirtækið fjármagn erlendis vegna þess að Íslenska hagkerfið er of lítið.Það verða minna um erlendar fjárfestingar á Íslandi vegna krónunnar. Óstöðugleikinn er ólíðandi. Of hári vextir eru að sliga atvinnulífið í landinu. Mörgþúsund störf hafa glatast vegna krónunnar. Fólk er að hrósa minni atvinnuleysi vegna falls krónunnar en það kemur ekki upp úr þurru. Það er minni atvinnuleysi eingöngu vegna þess að við Íslendingar erum að taka við svo mikilli kjaraskerðingu að Ísland er orðið láglaunaland. Kaupmáttur hefur minnkað gríðarlega. Bæði vegna verðbólgu og gengsifalli. Fall kónunnar hefur gagnast fyrirtækjum í útflutningi fyrst og fremst og fólk sem er að hrósa krónunni eru í rauninni að segja að þau eru viljug til þess að beygja sig fyrir fyrirtæki og fórna lífskjörum til þess að eigendur fyrirtækjanna verða ekki fyrir skertum hagnaði. Svo ekki sé minnst á fólk sem hefur tekið verðtryggt íbúðarlán eða erlent íbúðar eða bílalán.
Hagsmuarsamtök heimilanna og nýtt Ísland og fleirri samtök hafa verið að boða tili mótmælafundar á Austurvöllum. Þau vilja aftengja verðtrygginguna og færa vísitöluna aftur einsog hún var í byrjun árs 2008. Þetta eru ágætis hókus pókus brögð. En í rauninni skattborgarar þá að taka auknum birgðum frá þessum skuldurum.
Ég hvet fólk sem eru að mæta á austurvöll til þess að mótmæla og vilja þessi hókus pókus brögð að stiðja inngöngu að ESB í staðinn. Eða upptöku annara myntar einhliða. Þar fáið þið lægri vexti og verðtryggingin dettur sjálfkrafa niður.
Ekki biðja um þessi hókus pókus brögð. Ef þið fáið 20% skudlum ykkar niðurfeldar núna þá eruð þið sirka 12mánuði aftur á sama stað. Verðbólgan sér til þess.
En í guðuana bænum ekki mæra þessa krónu. Það er svona svipað og bóndi sem er að rækta garðinn sinn. Setur niður blóm, tré og aðrar plöntur. Svo kemur risaflóð og skemmir alla uppskeruna. Þegar flóðið er farið og það fer að spretta smá rætur aftur í garðinn þá fer bóndinn að hrósa hversu frjór jarðvegurinn er.
Krónan er enginn bjargvættur. En ef hún væri bjargvættur og svo holl fyrir Ísland og atvinnulífið. Hún er að endurspeigla atvinnuástandið á Íslandi. Allt gott og blessað með það. En af hverju eru þá gjaldeyrishöft? Af hverju er ekki bara látið hana falla?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
18.1.2010 | 01:43
Icesave
ég hvet alla til að hlusta á Þorvald Gylfason prófissor í hagfræði í Háskóla Íslands:
http://bylgjan.visir.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=51289
Ég er sammála honum Þorvaldi. Hann er einn skarpast hagfræðingur sem við Íslendingar eiga og það á að taka mark á honum.
Þetta er mín skoðun um allt þetta Icesave mál en Þorvaldur orðað þetta vel og ég bendi fólk á þetta viðtal.... sérstaklega þeir sem hafa stutt málþófið og síðan vitleysuna í Óla grís.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.1.2010 | 18:26
Það kemur bomba 1.Feb
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
Haukur
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar